Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 9
lét hann sig því litlu skipta og stó'ö þar hreinn og beinn serii ©ndranær. Jóhannes Kristjánsson var alda- mótamaður, eins og það hefur verið nefnt. Hann var tilbúinn, þegar þjóðin hlaut frelsi, að taka til starfa í þágu sveitar sinnar og samborgara. Hann var framfara- maður, ekki haldinn gamalli og aldagróinni íhaldssemi, en raun- sser, vildi fara með gát og fyrir- hyggju og hafði litlar mætur á prjáli og tildri, sem þykir fylgja nútímanum. Hann studdi hvert það mál, sem hann taldi til hags- bóta, og get ég ekki stillt mig um að nefna sem dæmi þess baráttu hans fyrir veginum fram Tungu- sveit austan Svartár. Sveitin fram- an til hafði löngum verið akvegar- iaus, aðeins malargötur á eyrum með ánni. Þegar vetraði var þar engin öbufær leið, og man ég þá tíð. að við frammi í sveitinni urð- um að flytja á klökkum út í Starra staði þá mjólk, sem seld var, og svo nauðsynjar þaðan. Mjög kostn- aðarsamt var að leggja veg fram Tungusveit, austan megin ár. Jó- hannes, sem þá var sýslunefndar- maður, kom því fram í nefnd- inni, að sýsian ábyrgðist lán til framkvæmdanna, og með þeirri forgöngu sinni kom hann málinu að vissu leyti í höfn, til mikilla heilla fyrir sveitina. Síðar tók svo Vegagerð ríkisins verkið upp á arma sína og leiddi það til lykta. Jóhannes varð hreppstjóri árið 1939, eins og fyrr segir. Aldrei sá ég hann í tignarklæðum vald- •mannsins, hann naut nægrar virð- ingar án þess. Embættinu fylgdu ýmiss konar innheimtur, og á erf- iðum tímum eru þær ekki ávallt létt verk, en aldrei cók Jóhannes iögtak í sinni hreppstjóratið, hann mun hafa greitt i bili úr eigin vasa. ef fátækir menn áttu í hlut. Jóhannes lét af öllum opinber- um störfum áður en mörgum vin- Um hans fannst ástæða til, en hann skildi það vel eins og margt annað. að kynslóðir koma, kynslóð ir fara, og það var samkvæmt 'Skapgerð hans að hætta trúnaðar- störfum áður en honum förlaðist °g geta skilað þeim af sér í góðu horfi. Víðar en í trúnaðarstöðum reyndist Jóhannes Kristjánsson sveiturtgum sínum hollur maður. Hatin hafði erft mikið fé eftir fósturforeldra sína, og geri ég ráð fyrir, að hann hafi um tíma verið einn af efnuðustu mönnum hér- aðsins. Þegar kreppan mikla skall yfir um 1930, varð hagur margra bágur og ekki síður hér í hreppi en annars staðar. Þá ar mikið leitað til Jóhannesar uti ábyrgðir. Margir höfðu sótt um kreppulán og voru ekki hlutgengiv ábyrgðar- menn i bráð. En þá munaði um Jóhannes Kristjánsson. Og það er mér kunnugt um, að forráðamenn Sparisjóðs Sauðárkróks viku því að honum góðlátlega, að eignir hans væru ekki ótakmarkaðar, það væri því ekki takmarkalaust, sem hann mætti ábyrgjast. Sýnir þetta nokkuð, hvílíkur stuðnings- maður Jóhannes var þá sveitung- um sínum. Og á fleiri vegu var hann sá maður, sem greiddi fyr- ir öðrum, t.d. var varla gerður hér í hreppnum áratugum saman sá kaupsamningur, sem nokkru þótti varða, að Jóhannes skrifaði hann ekkj- eigin hendi, en hann hafði listarithönd, og verður mér þar hugsað til þess, sem sagt er um kunnan frænda hans löngu lið- inn: „rithönd hans er sérstaklega hreinleg og vandvirknisleg". Svo sem fyrr getur kvæntist Jó- hannes Ingigerði Magnúsdóttur ár ið 1914, ágætri konu að greind og mannkostum. Þau hjón reistu skála um þjóðbraut þvera. Var löngum gestanauð á heimili þeirra og kom þar fleira en eitt til: margir áttu erindi við húsbónd- ann og þurftu á ýmiss konar 'syr- irgreiðslu hans að halda, og svo var hitt, að áður en samgongur komust í það horf sem nú er og menn voru lengur að bera sig yf- ir, var frekast staldrað við þar, sem góðar viðtökur og rausnar- legar veitingar brugðust aldrei. Fyrir kom, að þau hjón tækju á heimili sitt sjúklinga, sem áttu fárra kosta völ og veittu hjúkrun og aðra aðhlynningu þar til vfir lauk. Þá var ekki jafn greiður aðgangur að sjúkrahúsum og nú er. Gagnvart þeim, sem bágt áttu, var hjartahlýja og hjálpfýsi þeirra hjóna slík, að langt er til að iafna. Jóhannes var löngum meðal stærstu bænda í hreppnum, góð- ur skepnuhirðir. sérstaklega var hann þó hestamaður, átti jafnan góða reiðhesta og hafði yndi af að koma á hestbak, jafnvel eftir að heilsa og þrek var á förum. Hann var ágætur tamningamaður, og hef ég varla stigið á bak bet- ur tömdum hesti en Þyt Jóhann- esar, er hann hafði tamið sjálfur. Hann var og verkmaður góðut og lagtækur við smíðar, einkum á járn, en stundaði þær ekki að ráði nema þá snemma ævinnar. Og hefði Jóhannes verið fyrr uppi, gæti ég hugsað að alþýða hefði nefnt hann lækni, því oft var til hans leitað, ef slys eða óhöpp bar að höndum í nágrenninu. Auðvit- að gat hann ekki alltaf hjálpað, en hann var nærfærinn og fólki þótti ætíð styrkur að rökréttri og rólegri íhugun hans. Jóhannes Kristjánsson var rösk- ur meðalmaður á hæð og svaraði sér vel, hraustmenni til burða, knár og harðtækur, ef því var að skipta, en hægur i viðmóti og gat virzt fálátur í augum ókunn- ugra, enda dulur maður að eðlis- fari. Hann var gráeygur, tillitið rólegt og íhugult, en harðnaði, ef honum þykknaði í skapi. Hann sómdi sér vel á hvaða mannþingi sem var, en bezt fannst mér hann njóta sín í frekar fámennum hópi. Hann hafði ánægju aí söng og hljóðfæraleik og hefði, býst ég við, orðið söngmaður nokkur, ef hann hefði þjálfað það. Honum þótti skemmtun að þvi að lyfta glasi með kunningjum og taka upp pela á ferðalögum. Lengi hafði Jóhannes átt við erf iðan sjúkdóm að stríða og var far- inn að heilsu, þegar hann lézt. Það er í raun og veru ekki harms- ÍSl. ENDINGAÞÆTTIR 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.