Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 5
Guðríður Þórarinsdóttir frá Drumboddsstöðum og systkini hennar Hinn 5. sept. 1888, fæddust hjónunum í vesturbænum á Drumboddsstöðum, Biskupstung- um, 'Þeim Gróu Þorsteinsdóttur og Þórarni Þórarinssyni, tvíburar, drengur og stúlka. í skírninni voru þeim gefin nöfnin Þorsteinn og Guðríður. Þau fylgdust að frá lífs- ins fyrstu stund og þangað til Þorsteinn lézt af slysförum, mjög fyrir aldur fram, tæplega 45 ára. Það var systurinni mikill harmur og öllu heimilisfólJki. Svo var einn- ig um sveitungana og alla vini hans. Á æskuárum tóku þau við búi á Drumboddsstöðum eða vorið 1912, er móðir þeirra lézt. Móðurætt þeirra var fasttengd þessum stað, því að þar hafði hún búið síðan um Móðuharðindi. Það var þeim líka metnaðarmál, að Drumbodds- staðir voru ein af 4 jörðum í Bisk- upstungum, sem ekki komust í eigu Skálholtsstóls. Hinar voru Bræðratunga, Einholt og Hólar. Þeim Drumboddsstaðahjónum, Þórarni og Gróu, fæddust 9 börn. Þau misstu 5 fyrstu börnin. Það, sem lengst lifði náði 6 daga aldri, önnur lifðu eitt dægur eða svo. Einn drengur af þessum börnum hét gríska nafninu Xenofon. Ekki stríðu og studdi við bak hans og sást það bezt hve vel hún stundaði hann í hinum löngu og þjáningar- fullu veikindum. Slíkar konur verða ávallt í hávegum hafðar og upp til þeirra litið með þakklæti. Á björtum stundum, þegar mátti líta upp frá dagsins önn, brá Hall- dór sér á hestbak og reið út, en hann átti nú á seinni árum góða gæðinga. Má þar með sanni segja að þar fór saman vinsemd hests og manns. Skömmu áður en Hall- dór veiktist, reisti hann hestum sínum veglegt hús eftir skipulagi Kópavogs, en hann var einn af stofnendum Hestamannafélagsins veit ég, hvort nokkur annar ís- lendinigur hefur heitið því nafni, og búinn að gleyma iivaða ástæða var fyxir nafngiftinni. Barnadauðinn var ægilegur fyrr á tímum. Barnaveikin hjó stærstu skörðin. Foreldrar Gróu, þau Þor- stieinn Tómasson, Kjósverji að ætt, og kona hans Sigríður Knútsdótt- ir, sem bjuggu á Drumboddsstöð- um, áttu 18 böm, 12 af börnun- um dóu í fyrstu bernsku, hið elzta Gusts í Kópavogi og starfaði metf þeim. Ég kveð þig, Ikæri vinur og sam- starfsmaður, og þakka þér fyrir langa og eftirminnilega samleið í lífinu. Nú hefur þú vikið út af beina veginum en ég held eitthvað áfram. Megi ljómi og glaðværð þín lifa í brjóstum okkar, sem til þín þekktu og eftir lifum. Eftirlifandi konu þinni og böm- um ykkar, ásamt ættingjum öllúm, sendi óg mínar dýpstu samúðar- kveðjur og bið að færa þeim styrk í sorgum þeirra. Bj. Guðm. tæplega 8 ára gamalt, þar af 4 á einu ári, en 6 komust til iúllorð- insára. Við þennan mikla bama- dauða bættist svo það, að margir ' bændur urðu skammlífir, féllu frá á miðjum aldri oft frá stórum ' hópi barna. Slík örlög sóttu að Drumboddsstaðaheimilinu. Þórar inn eiginmaður Gróu dó 1893, aðeins 47 ára gamall. Þá var elzta barn þeirra hjóna 9 ára drengur. Föðurmissirinn gekk honum mjöig að hjarta og svo grét hann líka yfir vanmætti sínum að geta ekki hjálpað mömmu. Lífskjörin voru þung og lífsbrautin síður len svo blómum stráð. Þau 4 af börnum Þórarins og Gróu, sem til aldurs komust voru: Þorfinnur elztur, tápmikill æSku- maður, gáfaður en mjög ófram- færinn á fyrstu æskuárum. Þann- ig fór hann í búnaðarnám til Hóla. Þaðan kom hann einarður, djarf- huga maður, vel ritfær og mælsk- ur í bezta lagi. Hann dró ekki af sér, hvort sem hann gekk að erf- iðisvinnu eða penninn var í hönd- um hans, en til þeirra starfa not- aði hann hverja stund, sem gafst, þótt næði væri einatt af skornum skammti. Kona hans var Steinunn Egilsdóttir frá Kjóastöðum, glæsi- leg kona og gáfuð, svo að af bar. í ættum þeirra hjóna var margt gáfað fólk. Ég nefni aðeins eitt nafn af því að það er kunnugt vítt um veraldar svið, nafnið er Jóseph T. Torson í Kanada, hálærður lög- fræðingur, þingmaður, hermála- ráðherra og síðan dómforseti Kana- diska fjármálaréttarins. Mig minn- ir líka að hann væri um skeið forseti alþjóðasambands lögfræð- inga. Foreldrar þessa fræga Vest- ur-íslendings voru Tungnamenn, Stefán fæddur í Bryggju Þórðar- son og kona hans Sigríður Þórar- insdóttir frá Ásákoti. Drumbodds staðasystkini og Joseph Torson ISLENDINGAÞÆTTIR 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.