Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 27

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 27
Guðni Eggertsson bðndi Gerði Fimmtudaginn 27. apríl s.l. lézt á sjúkrahúsi í Heylkjavík vin ur minn og fjölskyldu minnar Guðni Eggertsson, sem um langt árabil bjó að Gerði 1 Innri-Akra- neshrepp. Hann bjó þar ásamt konu sinni Indíönu Bjarnadóttur í sambýli við tengdaforeldrana, þau Sigríði Jónsdóttur og Bjarna Jónsson, sem bæði eru látin fyr ir allmörgum árum. Heimilið í Gerði var sérstakt um marga hluti, samvinna og samhjálp var þar alvetg einstök, svo tæplega var hægt að tala um tvö heimili heldur miklu fremur eina fjölskyldu og eitt heimili. Gestrisnin og hjartahlýjan, sem stafaði frá þessu fóllki var svo mikil, að ekki gleymist, og þar var sannarlega enginn manna- munur gerður. Þannig dvaldist þar fötluð kona, sem fáa átti að, á annan áratug. Fjöldi barna dvaldist þarna einnig um lengri eða skemmri tíma, sum vegna veikinda heima fyrir, og fjögur börn ólu þessar samhentu fjöl skyldur upp nálega að öllu leyti. Nú mætti ætla, að þarna hafi ver ið stofur stórar, hátt til lofts og vitt til veggja. Svo var þó ekki, bæjarhús voru bæði lítil og erfið en að það skorti húsrými í Gerði, jafnvel þó hóp fólks bæri að garði í einu og dveldi um tíma, heyrði óg aldrei talað, því að þar sannaðist í raun, að þar sem hjartarúm er, þar er einnig hús- rúm. Guðni Eggertsson var Borgfirð ingur í báðar ættir. Foreldrar hans voru þau hjóniri1 Eggert Guðnason og Unnur Jónsdóttir, sem bæði voru fædd og uppalin í Borgarfjarðarsýslu. Búskap hófu þau á Stóru-Drangeyri 1 Skorradal og þar var Guðni fædd ur þann 27. ágúst 1907. Seinna fluttust þau svo suður fyrir Skarðsheiði og áttu lengst af heima í Innri-Akraneshreppi þar til þau fluttust til Reykjavíkur um 1940. Ég þekkti þessi mætu hjón og dkanaði þeirra þegar þau fluttu úr byggðarlaiginu. Ég hygg, að þau hafi verið samhent í erfiðri lífsbaráttu, þótt þau væru um sumt ólík við fyrstu 'kynni. Eggert var manna glaðastur og hafði jafnan gamanyrði á vörum. en Unnur virtist mér fremur dul í skapi og vann sín störf í kyrr þey. Þessa eiginleika foreldra sinna erfði Guðni í ríkum mæli. Hann var jafnan glaður og gam- ansamur, gæddur leikarahæfi leikum. söngmaður góður og sagði vel frá, hagyrðingur var hann égætur og orti bæði kvæði og lausavísur, en þessum hæfi leikum flíkaði hann lítið og helzt ekki nema þá í góðra vina hópi. Systkini Guðna heitins voru fimm, fjögur alsystkini og svo bálfbróðirinn Páll E'ggertsson smiður, búsettur hér í sveitmni. Sérlega gott samband var milli þessara systkina allra og er mér jafnan í minni hlýhugurinn, þeg- ar hann ræddi um venzlafólk sitt. Árið 1958 ákváðu þau Gerðis hjón að bregða búi og flytja til Reykjavíkur. Vafalaust hefur mangt komið til að þessi ákvörð- un var tekin. Börn þeirra voru þá bæði flutt að heiman og til Reykjavíkur, en þau eru, Sigríð ur, húsfreyja, gift Skafta Guð- jónssyni og Sigurbjarni tækni fræðingur, kvæntur Huldu Friðriksdóttur. Tengdaforeldr ar Guðna, heiðurshjónin Sigríður og Bjarni, voru bæði látin og fleira mun hafa komið til, að þessi ákvörðun var tekin. Eftir að til Reykjavíkur kom, stundaði Guðni ýmiss konar at- vinnu en þó nær eingöngu iðn- aðarstörf. En fljótlega eftir að suður kom, kenndi hann lasleika, sem ágerðist, og síðustu árin var hann óvinnufær og dvaldist löng um innan dyra vegna sjúkleika. Vafalaust hefur hugurinn þá oft leitað upp yfir sundið á æsku stöðvarnar, þar sem bamsskón- um var slitið og þar sem mann dómsárin liðu. Um Akrafjallið, höfuðprýði bygigðarlagsins, orti hann fallegt kvæði, sem birt hef ur verið. Áður en ég lýk við þessar fá- tæklegu minninvar vil ég ekki láta undir höfuð leggjast, að þakka þessum vini mínum fyrir samfylgdina, fyrjjr bróðurhug þann, sem hann ætíð sýndi mér og fyrir ánægjustundirnar. Þetta veit ég að ég tala einnig fyrir vini hans hér í sveitinni og ann- ars staðar. Síðast en ekki sízt þöklkum við hiónin fyrir börnin okkar. Kristófer, sonur okkar, átti sitt annað heimili hjá þeim Indíönu og Guðna að BarmaHíð 37 næstum fjögur ár hann, meðan stundaði nám í Reykjavík o? Ragn- heiður dóttir okkar, dvaldist þar einni'g um tíma. Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi segir í kvæðinu Gott er sjúkum: Gott er siúkum að sofna meðan sólin er aftanrjóð og miallhvítir svanir syngja sorgblíð vöggulióð. Þorgrímur Jónsson. ISLENDINGAÞÆTTiR 27

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.