Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 7
Eins og áður er igetið, þótti öllum gott þangað að koma. Húsbóndinn var vitur og viðræðugóður. En það kom til kasta systurinnar, húsmóð- urinnar, að reiða fram veitimgar, sem hæfðu höfðingslund þeirra Og þetta tókst Guðríði meistara- lega. Gestirnir fundu aldrei annað, ien að allsnægtir væru í búri heim- ilins. Það blessaðist allt vel í höndum hennar, eins og mjölhnef- arnir h.iá ekkiunni austur í Gyð- ingalandi forðum daga. Þótt allt ‘gemgi ekki að óskum bugaðist aldrei hennar glaði hug- ur. Heimilið var alltaf fjölmennt, nokkur börn ólust þar upp að mestu leyti til þroskaaldurs. Krist- ín Guðmundsdóttir, sem fluttist að iBollastöðum í Flóa og býr þar enn, var fóstursystir systkinanna. Þá ólust þar upp að mestu leyti syst- kinin Sigrún og Þorsteinn, börn Einars Símonarsonar og Elísabetar Þorsteinsdóttur frá Brú, systir Hannesar ritstjóra og Þorsteins hag stofustjóra og í þriðja lagi kom þangað ungur drengur frá Helga- stöðum Sigmundur Einarsson óg var þar til fulltíða aldurs. í aust urbænum á Drumboddsstöðum var stór og efnilegur systkinahópur, sem dauðinn grisjaði um of, til mikils harms fyrir fjölskylduna og alla, sem til þekktu. Guðríður safn aði unga fólkinu einatt saman, bæði um helgar og einkum hátíð- ir. Þá dunaði bærinn af æskugleði unga fólksins. Þessum gleðskap stjórnaði unga húsmóðirin af inni- legum Skilningi og hófsemi, svo listilega, að það var eins og þetta kæmi allt af sjálfu sér. En hópur- inn var góður bæði að upplagi og uppeldi. Og þetta fólk, sem nú er nokkuð við aldur, minnist þessara glöðu æskudaga, með hjartans þökk. Ekki má skilja svo við Drumb- oddsstaðaheimilið, að ekki sé getið trja- og blómagarðsins. Þorfinnur hafði forystu fyrir gerð hans. Var það, að sjálfsögðu fyrir áhrif frá störfum hans í Gróðrárstöðinni á Akureyri vorið 1905, sem Sigurð ur skólastjóri á Hólum var þá að koma á fót. Vorið eftir 1906, var garðurinn gerður. Tekinn var kartöflugarður fyrir framan bæ- inn, sem lá móti suðri og'sól. Sjálf sagt hefur sumum þótt þetta lítil bumennska, en ekki mun Þorfinn- ur hafa ætlað að „ræna“ matjurta- garðinum. Annar var gerður á öðr- um stað og þar með voru metin jöfnuð. Garðurinn varð „fóstur- barn“ Guðríðar. Hún átti margar stundir og mörg handtök í garð- inum sínum. Hann varð heimilis- prýði og öðrum til fyrirmyndar. Telja má, að til hans megi re'kja, að slíkir garðar eru nú um það bil á öðrum hverjum bæ í sveitinni, en ættu að vera alstaðar. Árið 1933 er hið mikla örlaga- ár í lífi Guðríðar Þórarinsdóttur. Bróðirinn deyr af slysförum og um leið er lokið lífs sögu hennar á æskuheimilinu. En mikil hlutu viðbrigðin að vera fyrir miðaldra konu, sem í rúma tvo áratugi hafði staðið fyrir stóru, glæsilegu heim- ili á æskustöðvum, sem hún unni mjög, slíta öll bönd, sem bundu hana við sveitina hennar og fólik- ið, sem hún hafði starfað með að félags- og menningarmálum, setj- ast svo að við borgarstræti, „byggja ein bæinn“ og ganga til starfa á iðnaðarverkstæði. En þar, sem annars staðar var hún mjög vel metin, bæði vegna verka sinna og hins glaða. góða viðmóts. En hún fann sér fleiri verkefni. Hún kenndi smábörnum í mörg ár. Það starf var vel við hennar hæfi. Skólaganga hennar var, því miður, allt of stutt, en samt varð hún henni til mikilla lífsheilla. Hún lærði að nema, og hún var frábær nemandi í lífsins skóla og var því mjög vel menntuð kona. Henni var eiginlegt og ljúft að miðla öðrum af þekkingu sinni og hún var skiln ingsrík og þollynd gagnvart nem- endum sínum. Þessvegna var leið- sögn hennar til láns og góðs geng- is þeim, sem hennar nutu. Við breytingu á búsetu Guðríð- ar, hlaut svo að fara að félagsleg störf hennar féllu niður um sinn. Það var gagnstætt hennar miklu félagshyggju og það setti að henni félagslegan tómleika. Henni var kunnugt um að margt Tungna- manna hafði flutzt til Reykjavíkur, hún þurfti að komast í samband við þetta fólk að nýju við nýjar aðstæður. Við nána athugun á málinu, komst hún að þeirri niður- stoðu', að hópur Tungnamanna í Reykjavík var stærri en hún hafði búizt við. Hún boðaði til fundar og á þeim fundi var Félag Biskups- tungnamanna í Reykjavík, stofnað. Félagið starfaði af áhuga og fjöri fram eftir árum og kom mörgu góðu til leiðar. Saga þess verður ekki rakin hér, aðeins getið þess þáttar, sem merkastur er í starfi þess, en það er útgáfa ritsafnsins Inn til fjalla, er kom út í þremur bindum á tímabilinu 1949 til 1966 í vandaðri og smekklegri útgáfu. í formála fyrir fyrsta bindi, segir svo: „Markmið félagsins með útgáfu ritsins, er að reyna að varðveita minningu um ýmsa menn, málefni og fleira í Biskupstungum, lengur en ella myndi“. Þannig orðar Guð- ríður markmið útgáfunnar. Undir formálsorðunum stendur að vísu, Ritnefndin, en hún skrifaði og út- gáfan var bæði hugsuð af henni og framkvæmd. Og settu manki náði hún, þótt brunnur sagna og mangs konar fróðleiks hér um slóðir, sé síður en svo tæmdur. Það mun nærri sanni, að Guðríður hafi átt tiltækt efni í 4. bindi, að mestu leyti, er hún lézt. Þvi fór fjarri, að hún léti á þvi bera, að hún stæði fyrir útgáfunni, en hún var samt hinn sjálfkjörni ritstjóri veíksins, þótt forráða- menn Biskupstungnafélagsins leggðu henni drengilegt lið. Hún safnaði efni og ritaði sjálf 20 rit- gerðir um menn og málefni, eða sem svarar einu bindinu, en stærð þeirra allra er 607 bls. eða um 200 bls. hvert. Allt frá æskuárum Guðríðar, vissum við vinir hennar og ná- grannar að hún var vel ritfær. Séra Sigurður Einarsson í Holti, kvað upp þann dóm, þegar hann hafði lesið 1. og 2. bindi Inn til fjalla, að nú vissi hann það, að Guðríð- u rfrá Drumboddsstöðum væri í hópi hinna ritfærustu kvenna. Eitt var það, sem Guðríður tók sér fyrir hendur á seinni árum ævinnar, að hún stofnaði sjóð, er hún nefndi Minningarsjóð Biskups tungna. Var stofnfé hans að nokkru leyti sjóður, sem Ung- mennafélag Biskupstungna stofn- aði til minningar um Þorfinn bróð- ur hennar, þegar hann lézt. Sá sjóður var lítill að vöxtum frá ÍSLENDINGAÞÆTTIR 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.