Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 16
Þorvarður Trausti Eyjólfsson lögreglumaður Fæddur 5. sept. 1921 Dáinn 15. okt. 1970. ÖBezti vinur minn er dáinn. Það er harðneskjuleg staðreynd, sem erfitt er að sætta sig við. En þótt ég mótmæli af lífi og sál og allir með mér, sem þekktu hann, þá dugir það ékkert: „Hvorki fyrir hefð nú valdi hopar dauðinn eitt strik. Fæst sízt með fögru gjaldi frestur um augnablik. Allt hann að einu gildir, þótt illa líki eða vel. Bón ei né bræði mildix hans beizka heiftarþel“. En við misstum svo mikið og þó að við viðurkennum, að allir menn eru dauðlegir, þá var þetta heljar- högg ótímabært, það eru svo marg ir, sem bíða eftir dauðanum og þrá komu hans eftir að hafa lifað langa ævi. Hvers vegna fékk ekki einhver þeirra að fara núna í stað hins vaska manns á miðjum aldri? Ég spyr. Hver svarar? Ég man eitt svar, hins mikla skálds. Það er hastarlegt og lík- lega þeim mun sárara af því að það er víst alveg satt: „Ó, maður þú brýtur ei dauðans dyr, dauðinn ei svarar þér hvers sem þú spyr nema með helklukku-hljómi“. Er þá okkur ekki eftirskilið ann- að en sorg og söknuður? Jú, við eigum enn það, sem aldrei verður frá okkur tekið: Minningarnar, margar og góðar, sem að vísu ýfa upp söknuðinn eins og þegar svíður undan græði- smyrsli í opið sár, en læknar það þegar frá líður, þótt örið sjáist kannski alla ævi. 16 Já, minningarnar munu lækna sorgarsviðann við hjartarætur, mýkja harminn og þerra tárin, en við munum aldrei gleyma Trausta. — Já, minningarnar — þær eru fleiri en tölu verði á komið og allar á einn veg. Við ólumst upp vestur í Gufu- dalssveit og var skammt milli bæj- anna. Frá þeim árum er margs að minnast — þá var gaman að vera til og bjart framundan. Margar stundir áttum við sam- an við ána og oft settumst við í hvamminn eftir erfiði veiðiferðar- innar og ræddum um framtíðina, létum okkur dreyma stóra drauma um afrek og orðstír, við þóttumst sjá skip á siglingu langt í fjarska, sem mundi á leið út 1' hinn stóra stóra heim, sem við ætluðum seinna meir að sjá og sigra. Þá lögðumst við í hvamminn og horfðum upp í himininn og létum hugann reika, og þegar ilmur vors ins barst að vitum okkar og blær- inn strauk um vanga, finnst mér við hafa komizt í órofa samband við siálfa náttúruna. Ótruflaðir hlustuðum við á radd- ir hennar, fuglasöng og lækjarnið, og jafnvel andvarinn, sem kominn var einhvers staðar langt að — hann talaði sínu máli og allt þetta þóttumst við skilja. Allt um ikring ríkti friður, tign og fegurð og slíkt gat ekki haft önnur en góð áhrif á bjarta íram- tíðar-drauma, enda komst þá ekk- ert annað að í huga okkar en það, sem betur mátti fara í mannlífinu, og í brjóstum okkar svall gleði og fögnuður yfir því að eiga framund an allt lífið, bjart og fagurt. En alvara lífsins kallaði að fyrr en varði og margt fór á annan veg en okkur hafði dreymt um. Frið- sældin og fegurðin, sem við nutum í bernsku, varð að víkja fyrir ólgu og ofsa borgarlífsins og raddir nátt úrunnar heyrðust ekki lengur fyr- ir öðrum röddum, sem létu hátt, en skorti fegurð og göfgi. Við völdum okkur sama lífsstarf ið og ástæðurnar fyrir því voru margvíslegar. Þar lágu aftur saman leiðir okkar á fullorðinsárunum, og þá kom brátt að því, að við rák- umst hastarlega á blákalda alvöru lífsins, sem oft var í hróplegri mót stöðu við unaðslíf bernskunnar og fagra æskudrauma. Ranghverfa lífsins, mannleg ógæfa og niðurlæging varð svo oft, alltof oft það sem mætti okkur í daglegum störfum — og við fund- um brátt sárlega fyrir því, hve lít- ils við vorum megnugur 1 því að bæta úr mannlegri hörmung. Og oft má ég nú minnast þess, hve þessi látni æskuvinur minn bar nafn með rentu í sínu vanda- sama og erfiða starfi, því alltaf vai hann hinn „trausti11 og sanni mað ur, ágætur og æðrulaus. ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.