Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 31

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 31
Meðan Jón var á Hafursá, tók hann að líkum mikinn þátt í fé- lagsmálum sveitarinnar. Fyrst í Unigmennafélaginu, þar var hann lengi í stjórn, einnig í stjórn Bún- aðarfélags Norður-Valla og Skóga. í hreppsnefnd tók hann sæti, er faðir hans lét af störfum, en hann hafði setið í hreppsnefnd hátt á þriðja áratug, þá var hann ný'kom inn í sýslunefnd er hann fluttist burt. Árið 1941 urðu heillavænleg þáttaskil í lífi Jóns Kjerúlfs. Það ár gekk hann að eiga Guðlaugu Pétursdóttur frá Eskifirði, hina mætustu konu. Móðir hennar var •Þórunn Benediktsdóttir frá Slétta- leiti í Suðursveit, komin í móður- ætt frá séra Jóni Steingrímssyni. Lan'gamma hennar var systir séra Þorsteins Einarssonar á Kálfafells stað. Föðurætt hennar er úr Aust- urnSkaftafellssýslu. Af þeirri ætt eru t.d. þeir Halabræður Þorberg ur og Steinþór, einnig séra Gunn- ar Benediktsson og Kristján heit inn í Einholti. Faðir hennar var Pétur Pálsson Þorvarðarsonar bónda á Þiljuvöllum á Berufjarð- arströnd. Börn þeirra Guðlaugar og Jóns eru þrjú og ein fósturdóttir, ágæt- lega gefin öll og vel menntuð. Elzt er Þórunn, sem er gift David P. Ivey, sem er meðeigandi og for- stjóri verzlunar- og iðnaðarfyrir tækis í Askewille í Norður-Caro- lina í Ðandaríkjunum. Þá Pétur, sem les lögfræði við Háskólann í Reýkjaví'k, Vilborg vinnur hjá Rík isútgáfu námsbóka í Reykjavík og fósturdóttirin Ásta Haraldsdótt- ir, systurdóttir Guðlaugar, hefur starfað undanfarið hjá Elli- og Hiúikrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Hjónaband þeirra Guðlaugar og Jóns hefur í alla staði reynzt far sælt og gott, þó aldursmunur væri mikill, en Guðlaug fæddist 1. des. 1919. — Jón hefur látið svo um mælt, að kvonfang sitt liafi verið mesta gæfusporið á lífsleiðinni, enda Guðlaug hin myndarlegasta húsmóðir og nærgætin. Jón er í eðli sínu elju- og starfs- maður og hann lagði mikið að sér á Hafursá. Hjálpartæki við hey skap og önnur heimilisstörf voru á þeim árum ófullkomin, borið saman við það sem nú er óg verka- fólk til sveita að hverfa úr sög- unni. Hann var því um fimmtugs aldurinn farinn að finna til þreytu og gigtar og vildi því breyta um starf. Vorið 1943 var honum boð- ið að taka að sér verðlagseftirlit á Austurlandi og af því að hann var verzlunar- og viðskiptamálum ekki alls óikurtnur, þar sem hann hafði starfað í 3 ár (1922—1925) hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyð- arfirði, réð hann af að taka því boði og fluttust þau hjón þá til Eskifjarðar og áttu þar heima í 3 ár, en þá var eftirlitið lagt niður. Nú hafði Jón leyst landfestar, þó með nokkrum söknuði, og barst suður á land, þar sem möguleik- arnir hafa bæði fyrr og síðar reynzt fleiri og betri en annars staðar. Tók hann nú á leigu bú Guðmundar Jónssonar skipstjóra á Reykjum í Mosfellssveit og komst vel frá því, þó stóð sá búskapur ekiki nema í eitt ár. Guðmundur lézt um sumarið mjög um aldur fram, rómaði Jón mjög öll sam- s'kipti við þau Reykjahjón, Ingi- björgu og Guðmund. Næst gerðist Jón starfsmaður Áfengis og Tóbaksverzlunar ríkis- ins um nokkurra mánaða skeið, en þá var honum boðið enn ó ný verð- gæzlustarfið á Austfjörðum, þar sem ráðizt hafði að halda verðlags eftirlitinu áfram. Það bar saman, að húseignin Tunga á Reyðarfirði var þá auglýst til kaups. Hafði Brynjólfpr Þor- varðarson með þá sölu að gera og studdi að því að Jón næði þeim kaupum. Þar hafa líka þessi sæmd arhjón ráðið húsum síðan og starf- inu hélt Jón þar til hann varð að láta af því fyrir aldurs sakir. Einn- ig gegndi hann um tíma tollgæzlu frá Eskifirði til Djúpavogs. Síðan Jón lét af þessum störfum og raunar áður, hefur hann unnið ýmis störf hjá Kaupfélagi Héraðs- búa, verið endurskoðandi reikn- inga félagsins (annar af tveim) um lengri tíð. Kjötvigtarmaður í slát- urhúsi félagsins um áratugi og á skrifstofunni eftir því sem verk- efni hafa til fallið. Nokkur síðustu árin hefur hann verið prófdómari við Barna- og uniglingaskólann á Reyðarfirði. Fleiri störfum mun hann ef til vill hafa gegnt á Reyð- arfirði, þó hér séu ekki talin. Ég hef orðið langorðari en ég ætlaði í fyrstu. Þó er það ekki með ólíkindum, því að Jón hefur 'komið viða við og fengizt við margt og það sem gerir hann góð an á efri árum, er hann nú rifar seglin, er sá vitnisburður samferða mannanna, að öll störf, sem hon- um hafa verið falin, hafi farizt honum vel og lánlega úr hendi. Jón er sterkigreindur maður, hreinn í framkomu, einarður og velkur fljótt traust, segir hiklaust meiningu sína og hirðir lítt um, þótt hann mæti mótspymu. Þó er hann tillögugóður og sáttfús, ef því er að skipta. Ilann hefur góða yfir- sýn um almenn mál og stjórnmál eru honum ofarlega í huga, þótt hann hafi ekki sjálfur tekið virk- an þátt í þeim. Jón var strax í æsku harðpólitískur og flugmælsk ur í þeim efnum. Vissi skil á lands- málum umfram flesta sína jafn- aldra, svo ekki sé of mikið sagt, kom þar til hin góða greind hans og mikilll blaðaikostur föður hans. En Guðmundur mun hafa keypt ein fiöeur landsmálablöð þ.e. Þióð ólf, Þjóðviljann (blað Skúla Thor oddsen) og austfirzku blöðin Austra og Bjarka. Jón las þessi blöð, eins og allt, sem hann komst yfir og myndaði sér fljótlega siálf- stæða skoðun. Hann hefur fylgt Framsóknarflokknum að málum frá því að hann varð til, en kannski ekki alltaf sem ánægðastur, þótt ekki hafi komið til friðslita. Jón ber aldurinn með ágætum, — stálhraustur að séð verður, bæði andlega og líkamlega. Þegar hann var í gagnfræðaskóla iðkaði hann leikfimi og glímu af kappi og lengi síðan, ber hann þess nokk- ur merki enn í dag, hvikur á fæti og frjálslegur, fer á hestbak með vini sinum og granna í Hermes og er þá manna glaðastur, ef gott er í glasi Þorsteins og klárinn ekki bandvitlaus. Ég lýk svo þessu rabbi með ein- lægum árnaðaródkum frá mér og konu minni til þeirra Tunguhjóna og vandamanna þeirra. Sérstak- lega þakka ég Jóni Kjerúlf trausta vináttu, allt frá okkar „gömlu góðu dögum“, er við vorum ná- grannar og samsveitungar. Friðrik Jónsson, Þorvaldsstöðum. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 31

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.