Íslendingaþættir Tímans - 12.04.1973, Síða 2

Íslendingaþættir Tímans - 12.04.1973, Síða 2
með þvi að taka þátt i kristilegu starfi. Hún var virkur starfsmaður og þátt- takandi Heimatrúboðsins. Ég hygg að það viti enginn nema Guð einn, hversu mikið framlag og starf Þórunnar var þar. Heimatrúboðið, undir stjórn og forystu Sigurðar Vigfússonar, starf- rækti til dæmis sumardvalarheimili fyrir börn úr Reykjavik um árabil. Þar varði Þórunn, að þvi er ég bezt veit, bæði sumarleyfum, fridögum og fristundum við starf i þágu hinna ungu, vitandi að þau frækorn trúar og bænar, sem þar var sáð, gátu spirað og orðið til biessunar seinna i lifi hinnar uppvaxandi kynslóðar. Hún var i trú sinni sem i öðru heilshugar, heilsteypt og hiklaus. Kristur var henni meiri og áþreifanlegri veruleiki en froðukennt hljóm glamursins, sem margur nú- timamaðurinn ljær eyra. — Kristur, bjargið alda, sem i 20 aldir hefur stað- ið af sér fárviðri ofsókna og illsku, háðs og haturs, — ljósið skæra, sem lýsir til himinsins heim, var traust og athvarf hennar. — Þórunn vissi að hún var að fara heim i hans dýrð. — „Fegurð lifs þó miklist mér, meira er hitt að deyja”. Lif Þórunnar var fagurt og heimför hennar til framhaldslifsins er fögur. Fyrirheitin um fegurð og dásemd bak við dauðans dyr tilheyrðu henni, þvi hún var sönn i trú sinni, lifi sinu og störfum. Henni hljóta að hljóma orðin: „Gott þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þins”. Hjartans þökk, Þórunn fyrir órofa tryggð þina og vináttu, bænir þinar, lif og störf. Megi Guð gefa Islandi marga þér lika, heilsteypta menn og konur, sem fyrirverða sig ekki fyrir Fagn- aðarerindið heldur vita að það er kraftur Guðs til sáluhjálpar, sérhverj- um sem trúir”. — Krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans, meira að starfa Guðs um geim. Griður Guös sé með þér um, eilifð alla. Sigurlaug Arnadóttir. Þórunn Þorsteinsdóttir, deildar- hjúkrunarkona Fæðingardeildar Landspitalans er látin. Ég veit að það væri sizt að hennar skapi að fluttar væru harmatölur við andláthennar, en lifslöngunin og lifbarátta einkenndi allt hennar starf, og þess vegna hafði hún lika valið sér þetta mikla og full- komna hlutverk i lifinu. Henni var áskapað mikið lifsþrek og óbilandi vilji, enda alltaf vinnandi, þvi hennar vinna var ekki bundin við vinnustað. Allt lif er þó háð lögmáli fallveltu og dauða og okkur, sem hlotnaðist að vinna með henni hafði ekki grunað aö hennar skeið væri runnið og okkar vegir myndu skilja svo brátt. Samstarf okkar frk. Þórunnar Þor- steinsdóttur hófst með árinu 1940 á handlæknisdeild Landspitalans hjá prófessor Guðmundi Thoroddsen, þessu ljúfmenni^sem alltaf var viðbú- inn og hjálplegur ef með þurfti og okkur var oft tiðrætt á seinni árum, um hans samvinnu og viðmót, og vitn- uðum stundum til þegar vanda bar að höndum. Við áttum siðan eftir að vinna saman á Fæðingardeild Land- spitalans, og þó árin liðu og ótrúlega miklu meiri möguleikar séu orðnir til þess að lækna sjúklingana þá er mann- lifið hið sama og alltaf nóg af erfiðum viðfangsefnum hjúkrunar og lækning- ar. Þann fyrsta febrúar siðastliðinn voru samstarfsárin okkar i Fæðingar- deildinni orðin tuttugu og fimm. Þegar fr. Þórunn veiktist fyrir tæpu ári siðan vorum við með hugann við nýbygging- una og hve miklu fullkomnari vinnu- aðstæður væru framundan og hún var lifið og sálin i hvernig hjúkrun og öll- um vinnuskilyrðum væri bezt komið fyrir. Það voru orðnir margir sjúklingarn- ir sem fr. Þórunn hefur léð liknarhönd frá þvi fyrst hún byrjaði hjúkrunar- námið um leið og Landspitalinn tók til starfa. Hún var alltaf viðbúin og stundaði verk sin með rósemi og ein- beitni, en hún var lika ákveðin ef þvi var að skipta, enda er það mikill vandi að gera öllum til geðs, ekki sizt þegar erfiða sjukdóma er við að striða. Margur sjúklingur á erfitt með að sætta sig við sitt hlutskipti i lifinu og reynir þá oft á kjarkinn til þess að taka upp baráttuna við það, sem forsjónin býður upp á. Þá var gott að eiga að frk. Þórunni þvi hjúkrun var köllun hennar og reynslan var mikil og mannþekking og hennar sterka trú gaf þeim lika styrk til þess að taka þvfsem að hönd- um bar og oft var það hinzta hvildin. Framan af var langur vinnudagurinn við hjúkrunina og næturvaktir miklar en hún hlúði að og liknaði hvað sem klukkan sló, ef þess var þörf sjúklings- ins vegna. Eins og hún sjálf var ósér- hlifin, var þá lika oft ætlazt til mikils af öðrum Það var lika hennar starf að kenna nemum, bæði hjúkrunarnemurn og ljósmæðranemum, hvort tveggj3 hugnæmt en oft erfitt, einkum getur verið erfitt að koma þeinvsem er að læra til þess að skilja hvers vegna reynsla og vani hefur skapað ákveðnar aðferðir og lika að þó hægt sé að gera hjúkrun eins og aðra hluti með ýmsú móti til þess að ná sem fullkomnustum árangri er mikið unnið við það að þar sé mörkuð kerfisbundin fræðsla. Þetta veit ég að margar hjúkrunarkonur og ljósmæður fundu seinna sinn styrk I þegar þær fóru að vinna sjálfstætt. Það er ómetanlegt fyrir lækninn að hafa sömu hjúkrunarkonuna árum saman og einkum var það oft áður fyrr þegar aöstoðarfólk var af skornum skammti og oft með litinn undirbún- ing, að reynda og þrekmikla hjúkrun- arkonan gerði sér ljóst hvar hætta var á ferðum og gerði lækninum aðvart i tima. A seinni árum hefur oft verið erfitt að fá hjúkrunarfólk en frk. Þör- unn fann alltaf hjálp, hún vissi af svo mörgum og lika hvernig ástæður voru hjá fólki, en þær gerðu þá fyrir hana að koma til hjálpar. Ekki verður hjá þvi komizt að minn- ast þess sérstaklega hve mikinn hlut frk. Þórunn átti að þeirri baráttu sem það kostaði að fá i gang nýbyggingu Fæðingardeildarinnar. Hennar heit- asta ósk var fá upphafi að hafa aðal- lega kvensjúkdóma á sinni deild, enda mikil þörf fyrir þá sjúklinga, og með nýju deildinni verður mikill munur á þvi sviði og öll aðstaða til hjúkrunar allt önnur. Að lokum vil ég þakka hennar óeigingjarna starf fyrir deildina og áratuga tryggð i samvinnu og ræktar- semi við mig og ekki sizt við konu mina i hennar mikla heilsuleysi, eins ótal glaðar og góðar samverustundir i vinnunni. Innileg samúðarkveðja er hér með send systkinum hennar og frændfólki og veit ég að þar mæli ég lika fyrir allt starfsfólk Fæöingar- deildarinnar. Pétur H.J. Jakobsson. 2 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.