Íslendingaþættir Tímans - 12.04.1973, Síða 7

Íslendingaþættir Tímans - 12.04.1973, Síða 7
GROA JONSDOTTIR fyrrum húsfreyja í Syðra-Langholti Fædd 18. april 1877 Dáin 5. marz 1973. Þin mikla miðuriðja var menning þinna niðja með kærleiksrikri rögg. Þú byggðir hús þitt betur en bezti smiður getur, þött enginn heyrði axarhögg. M. Jch. Þessar ljóðlinur þjóskáldsins koma mér i huga, er ég minnist Gróu Jóns- dóttur, fyrrum húsfreyju i Syðra- Langholti i Hrunamannahreppi. Hún andaðist á heimili dóttur sinnar hér i borg hinn 5. marz á 96. aldursári, og var útför hennar gerð frá Hrepphóla- kirkju sl. laugardag að viðstöddu fjöl- menni. Með Gróu er gengin góð kona, sem með gæzku sinni og góðvilja lagði aldrei nema gott eitt til málanna hvort heldur i hlut áttu menn eða málleys- ingjar. Gróa fæddist að Sandlækjarkoti i Eystrihreppi hinn 18. april 1877. Foreldrar hennar voru þau hjónin Margrét Eiriksdóttir og Jón Bjarna- son, bóndi þar. Hún var elzt 8 systkina, og eru nú aðeins tværsystur hennar eft ir á lifi, háaldraðar, þær Guðrún, hús- freyja á Reykjum á Skeiðum og Guð- rún Elisabet nú búsett i Reykjavik. minnsta kosti er það vist.að i þau 35 ár, sem við þekktumst sá ég hann aldrei i flik, sem nálgaðist það að vera ný. Og þannig var það á öllum sviðum. Mér er það til efs að nokkur annar maður hafi eytt jafn litlu fyrir sjálfan sig á tuttugustu öld. Það siðasta sém ég vissi Hallgrims i lifanda lifi var i fullu samræmi við allt hans lif. Nú fyrir jólin fékk hann útborgaðan ellistyrkinn sinn. Þá sem jafnan áður fór hann á stúfana að kanna hvort vandamenn hans hefðu ekki meiri þörf fyrir þessa peninga en hann. Þannig var Hallgrimur á Hrafnabjörgum Blessuð sé minning hans. Árni Benediktsson Tuttugu og fjögurra ára að aldri, hinn 18. júni 1901, giftist hún föður- bróður minum, Kristjáni Magnússyni, Magnússonar bónda i Syðra-Lang- holti, Andréssonar bó>'da oa alhineis- manns þar. Þau reistu sér bú að Bóla fæti i Hrunamanriahreppi og bjuggu þar áratug. Þá fluttust þau heim að Syðra-Langholti, föðurleifð Kristjáns, og bjuggu þar myndarbúi, þar til hann lézt 13. janúar 1947, Eftir lát hans hélt Gróa áfram búskap all mörg ár i félagi við son sinn. Syðra-Langholt er eitt fegursta bæjarstæði á Islandi, og þar er gott undir bú. Þar undu þau hjón hag sinum og búnaðist þeim vel. Þau bættu jörð- ina og juku búið jafnt og þétt, og sann- aðist á þeim, að sigandi lukka er bezt. Nú er Syðra-Langholtið ein bezta jörð i Hreppunum, og er ánægjulegt til þess að vita, að dóttursonur þeirra, Þórður Þórðarson situr nú jörðina með prýði. Þeim Gróu og Kristjáni varð sex barna auðið. Þau eru þessi: Katrin og Margrét, báðar starfandi og búsettar i Reykjavik. Jóhanna Katrin, gift Sigurjóni Guð- jónssyni bifreiðastjóra frá Syðra-Seli i Hrunamannahreppi, og eru þau búsett hér i borg. Bjarni, bóndi i Syðra-Langholti, er féll fyrir aldur fram árið 1965. Hann var kvæntur Laufeyju Sigurðardóttur, systur hins merka búhölds Sigmundar i Syðra-Langholti. Hún lézt aðeins 38 ára gömul árið 1950. Þá kom það mjög i hlut Gróu og fyrrnefndra dætra hennar að annast uppeldi fjögurra barna Bjarna og Laufeyjar, sem þær gerðu með prýði. Jóna sem er gift Öskari Sigurðssyni útgerðarmanni á Stokkseyri. Yngst er Ólina, sem gift er Kristni Guðnasyni starfsmanni Mjólkursam- sölunnar i Reykjavik, og i skjóli þeirra var Gróa hin siðustu árin. Hjá þeim naut hún ástar og umhyggju og átti fagurt ævikveld. Ennfremur ólu þau upp sem sinn son, systurson Gróu, Sigurjón Krist- björnsson, húsasmið i Reykjavik. Ég, sem þessar linur rita, dvaldist nokkur sumur i Syðra-Langholti, á æskuárum minum. Þaðan á ég aðeins ljúfar minningar um þessi góðu og hógværu hjóna. Blessuð sé minning Gróu og Kristjáns i Syðra-Langholti. Viggó Helgason. íslendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.