Íslendingaþættir Tímans - 12.04.1973, Page 6
Hallgrímur Gíslason
bóndi Hrafnabjörgum
Hallgrimur á Hrafnabjörgum er
látinn. Mér barst fréttin um andlát
hans að morgni 23. janúar á sama tima
og þúsundir Vestmannaeyinga voru á
leið til lands undan eldi og enginn vissi
hvernig þeim reiddi af né hvernig færi
um byggð i Vestmannaeyjum. Það eitt
var ljóst að þó að allt færi á bezta veg
höfðu Vestmannaeyjar hlotið það sár
að seint greri um heilt. Það var þvi
ekki mikið hjartarúm eftirskilið
öldunum föðurbróður, sem kvaddi
þennan heim á tilsettum tima, og satt
að segja varð mér ekki fyllilega ljóst
fyrr en ég kom i hlaðið á Hrafna-
björgum á útfarardegi Hallgrims, að
hann myndi aldrei framar koma til
dyra með bros i.augum, þvi brosi, sem
alltaf átti þar heima og hvergi nema
þar.
Hallgrimur var fæddur 22. mai 1891
að Birnufelli i Fellum. Foreldrar hans
voru Björg Oddsdóttir húsfreyja þar,
en hún var þá orðin ekkja i annaö sinn,
og ráðsmaður hennar Gisli Helgason
frá Geirólfsstöðum Hallgrimssonar
skálds á Stóra-Sandfelli, Asmunds-
sonar. Þeim Björgu og Gisla entist
ekki gæfi til lengri samvista og þegar
Gisli giftist tveim árum siðar Jóninu
Hildi Benediktsdóttur frá Höfða á
Völlum fór Hallgrimur til þeirra og
ólst upp hjá þeim upp frá þvi, fyrst á
Höfða á Völlum og siðar og lengst á
Egilsstöðum i Vopnafirði, þar sem
Hallgrimur dvaldist að mestu fram
um þritugt og vann búi föður sins jafn-
framt þvi sem hann eignaðist ei'gin
jörð, Haga i Vopnafirði, þar sem hann
bjó þó aldrei. Litillar skólamenntar
naut Hallgrimur umfram það, sem þá
var algengast. Þó var hann einn
vetrartima úti á Kobeinstanga við
nám hjá lækninum, sem gjarna veitti
unglingum tilsögn, eftir þvi sem timi
og aðstæður leyfðu. Þrátt fyrir litla
skólamenntun varð Hallgrimur vel að
sér i mörgum greinum, ekki sizt i bók-
menntum, enda var hann ljóðskáld
gott, þó að ekki færi það viða og sjálf-
sagt hefur hann ekki lagt rækt við að
halda saman þeim stökum og ljóðum,
sem hann kastaði fram á góðum
stundum.
Um þritugt fór Hallgrimur alfarinn
frá Egilsstöðum og austur á
Hérað, þar sem hann giftist ári siðar
eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu
Eiriksdóttur, og hóf búskap á föður-
leifð hennar, Hrafnabjörgum i Jökuls-
árhlið, þar sem hann bjó ætið siðan,
siðustu árin i skjóli barna sinna og
barnabarna.
Þau Guðrún og Hallgrimur voru ólik
i fasi og lund, Hallgrimur ávallt með
bros i augum og bros á vör og skipti
aldrei skapi, verkadrjúgur en þótti
ekki alltaf að lifið lægi á, fámæltur
nokkuð og allra manna öfund-
lausastur. Guðrún var aftur á móti
verkahröð og ör i lund og sópaði að
henni, rausnarkona i búi, greið i
orðum og þótti jafnan að margt mætti
ganga betur. En ekki hallaðist á um
hjartalag þeirra og höfðu bæði gott.
Hallgrimur bjó á Hrafnabjörgum i
50 ár og kom þar upp sex börnum
sinum en þau eru: Jónina húsfreyja á
Gauksmýri i Linakradal, gift Vil-
hjálmi Guömundssyni. Hildur gift
Sigvalda Þorkelssyni, bústýra Rúnars
Guðmupdssonar á Hrafnabjörgum,
systursonar sýns, en hann býr nú á
jarðarhluta afa sins. Jón bóndi á Mæli-
völlum á Jökuldal, giftur Rannveigu
Sigurðardóttir frá Teigarseli. Una, bú-
sett i Reykjavik gift Þorkeli Einars-
syni. Gisli bóndi og skólastjóri á Hall-
freðarstöðum, giftur Stefaniu Hrafn-
kelsdóttur frá Hallgeirsstöðum og
Helga húsfreyja á Hrafnabjörgum,
gift Ragnari Jónssyni. Hallgrimur á
Hrafnabjörgum var á margan hátt
sérstæður maður. Hann liföi
tuttugustu öld, en þó ekki nema að
hálfu. Hann fylgdist mjög vel með
þeim framförum, sem urðu og gladdist
með þeim, sem komust i álnir eða nutu
betra lifs á einhvern hátt. En að þvi er
ég bezt veit mun það aldrei hafa
hvarflað að honum að aukin lifsgæði
ættu einnig að falla honum i skaut. Þó
að dráttarvélin kæmi i Hrafnabjörg
meö nýrri kynslóð og Hallgrimur
gleddist yfir kostum hennar og þvi aö
hin nýja kynslóð ætti betra lif fyrir
höndum, haggaði það þvi engu að orfið
og ljárinn voru verkfæri hans og þeim
skildi ekki kastað meðan hans nyti við.
Og þannig var það á öllum sviðum..
Hallgrimur stóð eins og klettur i um-
róti sins tima, ákveðinn i að lifa sinu
eigin lifi, hvernig sem heimurinn
steypti stömpum.
Partur Hallgrims i Hrafnabjörgum
var of litill til mikilla búskaparum-
svifa og sneið það honum nokkuð
þröngan stakk um efnahag lengi
framan af. Nú hefði Hallgrimur sjálf-
sagt getað skipt um búsetu hefði hugur
hans staðið til meiri umsvifa. Én
hugur hans stóð ekki til mikilla um-
svifa. Aftur á móti var þaö hans lif að
láta öllu og öllum i kringum sig liða
eins vel og hann átti frekast kost á að
fá nokkru um ráðið. Það þurfti ekki
langa viðkynningu við hann til þess að
vita, að umhyggja hans beindist fyrst
og fremst að dýrunum, siöan að börn-
unum, þá að ööru heimilisfólki og
öðrum þeim, sem hann hafði saman
við að sælda, en fyrir sjálfan sig átti
hann enga umhyggju eftir.
Það var sagt um Hallgrim að hann
klæddist aldrei nokkurri flik fyrr en
hann heföi sannfærzt um að enginn
annar vildi nýta hana. Ef til vill er
þetta ofmælt en þó varla mjög, aö
6
islendingaþættir