Íslendingaþættir Tímans - 12.04.1973, Page 8

Íslendingaþættir Tímans - 12.04.1973, Page 8
85 ára Þórbergur Þórðarson rithöfundur ba6 varð 12. dag marzmánaðar. Um þetta vil ég geta i íslendingaþáttum. Broslegt væri, ef ég tæki að ræða margt um ritstörf Þórbergs, og rekja æviferil hans. Til þess finnast aðrir færari. Hitt sæmir mér að senda gamla spaugaranum með afmælis- kveðjunni þakkir stórar, þó ekki væri nema fyrir þær stundir ótaldar, sem lystilegar frásagnir hans glöddu sálina i mér og henni Onnu dóttur minni. Það var i þann tið þegar hún var litil og ég var heima og út kom bókin með sálm- inum um blómið. Ég hef aldamótasmekk að þvi leyti, að tæki hafa aldrei náð tökum á mér á sama hátt og hugstæð bók. Auðvitað hef ég þó, eins og annað fólk, oft horft og hlustað á tækin, en minningar min- ar um sálarunað frá aðfenginni túlkun atburða og umhverfis eru að lang- mestu leyti bundnar lestri bóka. Um þær mundir sem mér voru að berast bækurnar þrjár úr Suðursveit- inni, Steinarnir tala, Um lönd og lýði og Rökkuróperan, og svo Sálmurinn um blómið, þá var ég i töluverðum tengslum við yngstu kynslóðina. — Bókmenntafræðingar sækja og verja og timinn dæmir. En ég segi fyrir mig og mitt (smá-) fólk: Það voru góðir dagar. þá var oft beinlinis glatt á hjalla. Langt er nú siðan þjóðin tók Þórberg i sátt. Og þingið hefur skipað honum i heiðursflokkinn. Bréf til Láru er fyrir löngu viðurkennt timamótaverk i heimi ritlistar á Islandi. Bækurnar um séra Arna og Ofvitinn og tslenzkur aðall hafa einnig hlotið verðuga og almenna viðurkenningu. — Ég geri engan samanburð, en nefni i sömu andrá Sálminn um blómið. Svo mikið er vist, að sú bók er fáum öðrum lik eða engum. — En ekki meira hér um meistarastykki mannlifsskoðarans, sem með hvað beztum árangri tekur lesandann i handarkrika sinn. Þórbergur á langa leið að baki. Hann hefur þegar lifað stórkostlegan vatnadag.Baðstofan, sem hýsti iands- höfðingja og fleiri hátt setta i þjóöfé- iagi drengjanna á Breiðabólsstaðar- bæjunum, á meðan óveðurssálmurinn var enn um hönd hafður, hún er ekki 8 lengur. Og þeim skipum öllum, sem eiturbrasarinn var munstraður á, hefur fyrir löngu verið ráðið til hlunns. En sjá! — þegar þú vitjar töfra- mannsins i unnskiptingastofunni hans — eftir öll þessi ár — hverjum mætir þú þar nema sveitamanninum frá Hala. Sjálf Skeiðará þjóðlifsins á stærsta vatnadegi Islandssögunnar hefur ekki rofið tengsl Þórbergs við uppruna sinn. — Svo röm er sú taug. Góðar kveðjur að Hringbraut 45, 4. hæð til hægri. Vilhjálmur Hjálmarsson. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.