Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Síða 4

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Síða 4
Dóra S. Guðmundsdóttir Egilsstöðum Mig langar aö minnast hér nokkrum orðum þessarar ungu konu, þar sem enginn mér færari hefur gert það. Gagnvart dauðanum verðum við mannanna börn svo ógnarsmá, en smæst þó er ungt fólk er hrifiö burt I blóma lifsins. Dóra Sigurbjörg Guðmundsdóttir fæddist 29/5 1943 að Eylandi Hjalta- staðarþinghá dóttir hjónanna Krist- borgar Jónsdóttur og Guðmundar Halldórssonar sem höfðu nýverið reist sér nýbýli þar. Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 18. sept. s.l. eftir hetju- lega baráttu við einn skæðasta sjúk- dóm hérlendis. Dóra ólst upp i stórum systkinahóp og var þriðja i röðinni af átta systrum og þrem bræðrum. Hún fór snemma að hjálpa foreldrum sinum við bústörf og barnagæzlu. Hún annaöist t.d einn bróður sinn sem var um þ.b. 10 árum yngri, sá um einmitt bréfið góöa sem getiö var um i upphafi þessarar greinar og varð kveikja hennar. Siðustu þrjú árin var frænka mín likamlega farin aö heilsu. Henni féll þá þungt að geta ekki eins og áður valdið húsfreyjustörfum i Seli, þar sem hún hafði unnið sitt mikla ævistarf og átt sinar sælustu en einnig sárustu stundir. En hún átti góðu atlæti að fagna hjá börnum sinum, Karólinu og Stefáni, sem voru tekin þar við búi, og nautþess rikulegaaöfá börn sin önnur og barnabörn I heimsókn. Svo sem geta má nærri var henni þaö mikill yndisauki i ellinni aö fylgjast með búskap barna sinna sem heima voru og bjuggu þar félagsbúi. Þau sýndu þar mikinn áhuga og atorku eins og faðir þeirra, — bættu húsa- kostinn, reistu nýbýli, ræstu fram mýrar og móa og ræktuöu viðlend tún þar sem engum haföi dottið i hug að þaö væri hægt, — tóku nýja tækni i þjónústu sina svo að gjörbreyting varð á lifi og störfum fólksins. Já, hún frænka min fylgdist með öllum þessum breytingum — komu hins nýja tima, — og vist gladdi þaö hana á ýmsan hátt. En sú byltingar- 4 saga tilheyrir börnum hennar og verður þvi ekki rakin hér. Siðasta missiriö sem frænka mín liföi dvaldi hún á sjúkrahúsi á Húsavfk og Akureyri og naut þar ágætrar að- hlynningar. Hún var aldrei neitt veru- lega þjáð en oröin þreytt og þrotin aö kröftum. Og vöku sinni hélt hún litt skertri allt til siðasta dægurs. Hún andaðist 26. september 1971- Löngu fögru og einkar farsæli ævistarfi var lokið. Hinn 1. október, á einum friðsælasta og fegursta haustdegi sem komiö getur I öxarfirði, var hún jarðsett við hliö bónda sinsi grafreitnum á Skinna- stað að viðstöddum miklum fjölda ættingja og vina. Þaö var táknræn til- viljun að fjörðurinn okkar fagri skartaði öllum sinum glæsilegustu einkennum þennan dag: litskrúöi haustsins, unaðslegri heiörikju, friði og ró, — einmitt þeim einkennum sem alltaf fylgdu henni frænku minni i Seli. Guð blessi minningu þessara ágætu hjóna, þessara trúu og traustu þegna sveitar minnar, sem skiluðu svo dýr- mætum arfi, — sem lögöu svo mikið gull i lófa framtiðarinnar. Sigurður Gunnarsson frá Skógum. hann meðan hann þurfti aðgæzlu við, þetta var henni góður skóli er hún þurfti að fara að annast sin eigin börn. Er Dóra var komin yfir fermingu fór hún fljótlega að vinna fyrir sér utan heimilis i kaupa-vinnu og eitthvað I sild niðri á Fjörðum, einnig vann hún um tveggja ára skeið I hraðfrystihúsi i Reykjavik, þótt þar mjög dugleg og fékk verðlaun fyrir. Haustið 1962 fer hún I Húsmæðra- skólann á Staðarfelli og var þar einn vetur. Siðasta eitt og hálfa ár áöur en hún giftir sig vann hún I mjólkur- stöðinni á Egilsstöðum Hún flyzt svo að Gagnstöð 1965 og giftist þá eftirlifandi eiginmanni sin- um Halldóri Sigurðsyni. Börn hennar eru Kristborg 12, ára, Vilborg Sigurveig 9 ára og Guðmundur Freyr 8 ára. Tveimur til þremur árum siðar fór hún aö kenna þrautar I handlegg sem stöðugt ágerðist og i des. 1968 var gerö stóraðgerð á henni og handleggurinn tekinn af fyrir ofan olnboga. Þetta var hræðilegt áfall fyrir unga þriggja barna móður en þá sýndi Dóra að hún var hetja sem harðnaði við hverja raun. Hún fékk sér mjög fljótt gervihand- legg og vann hún með honum hin ótrú- legustu verk bæði innan húss og utan, hún var svo rikaf lifskrafti og lettlyndi að það var eins og ekkert kæmi við hana. Það vonuðu lika allir að lifs- kraftur hennar myndi sigra þennan vágesti. En skyndilega veiktist hún sumarið 1974 og gekk þá undir tvær stórað- geröir, sem uröu samt gagnslausar. Ekki var um annað að ræöa fyrirDóru en standa meöan stætt var og fór hún t.d. aldrei á sjúkarhús fyrr en siðasta sólarhringinn sem hún liföi. Siöla árs 1974 fluttist fjölskyldan til Egilsstaða i hús sem þau höfðu keypt þar að Blásógum 19." Siðastliðið sumar gætti Dóra barna, að hún sagði sjálf, sér til dægra- styttingar. Hún átti gott með að blanda geði við aðra og gleðjast með glöðum- Ég þakka henni margar ánægju- stundir. Guð blessi minningu hennar og gefi öllum aðstandendum styrk i raunum. B.S. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.