Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Side 10

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Side 10
Kristinn Vignir Hallgrímsson hagfræðingur Fæddur 2. janúar 1934. Dáinn 16. marz 1976. Þegar ég siöast hitti Kristin V. Hallgrimssondaginn áöur en hann var fluttur á sjúkrahús, var hann glaöur og reifur aö vanda, áhugasamur um hin mörgu verkefni, sem hann haföi milli handa, og þannig mun ég alltaf minnast hans. Kristinn var lifsglaöur maöur, hlýr og kátur i hópi vina og fé- laga, umhyggjusamur og fórnfús heimilisfaöir. Og þaö er gott aö viía, aö siöustu vikurnar, sem hann liföi, voru gleðidagar i lifi hans. Litil dóttir haföi bætzt i barnahópinn, eftir ekki hættulausa aögerö fyrir móður og barn. Af honum var þvi létt þungum áhyggjum, en um leið fannst honum nýr sólargeisli kominn á heimiliö, sem fyllti hug hans djúpri gleði, eöa var hann maður óvenjulega barngóöur. Kristinn V. Hallgrimsson var aðeins 42 ára, er hann lézt, fæddur i Reykjavlk 2. janúar 1934. Foreldrar hans eru Hallgrimur Pétursson, sjó- maöur, og Svanbjörg Sigurðardóttir, sem nú er látin. Aö loknu stúdentsprófi hóf hann hagfræðinám i Dartmouth College i Bandaríkjunum, og þaöan lauk hann hagfræðiprófi vorið 1957. Hóf hann þá þegar framhaldsnám við LondonSchool of Economics, en þaöan lauk hann meistaraprófi haustiö 1961. A meöan hann var enn við nám 1 London, hóf hann störf viö hagfræöi- deild Seölabankans, en réöst fastur starfsmaöur bankans þegar aö námi loknu. Þótt Kristinn væri vel menntaöur i fræðigrein sinni og vel undir starf bú- inn, lék honum þó hugur á þvi aö öðlast frekari reynslu áöur en hann settist um kyrrt til starfa hér heima. Réöst þaö svo, aö hann sótti um hag- fræðingsstarf hjá Alþjóöagjaldeyris- sjóönum f Washington, og var hann ráöinn þangaö haustið 1963 til starfa i tölfræöideild Sjóösins. Gat hann sér þar þegar gott orð bæöi hjá yfirmönn- um sinum og starfsfélögum, en siöari hluta starfstlma súis hjá Sjóönum vann hann i Evrópudeild hans og þá einkum aö málefnum Noröurlanda. 1 Washington kynntist Kristinn eftir- lifandi konu sinni, önnu S. Lorange, og gengu þau i hjónaband i' desember 1966. Varö þeim þriggja barna auöiö, sonar, er fæddist i Washington 1968, og tveggja dætra og fæddist sú yngriað- einsfjórum vikum fyrir lát fööur sins. Votta ég önnu og öörum ástvinum Kristins innilegustu samúð mina. Snemma árs 1969 ákvað Kristinn aö snúa aftur til Islands, en þá var hann ráöinn hagfræöingur Seölabankans og forstöðumaöur hagfræöideildar hans. Þvi starfi gegndi hann til dauöadags, og hafði á þvi timabili yfirumsjón meö öllum hagfræðilegum störfum i bank- anum. Reyndisthann þar sem annars staðar hinn nýtasti starfsmaður, skarpskyggn, vinnusamur og ráöholl- ur. Braut hann upp á ýmsum nýjung- um i starfi hagfræðideildarinnar og vann að þvi að bæta og færa út skýrslugerö um þróun peningamála og fjármála. Af nýmælum sem hann hratt iframkvæmd má nefna útgáfu ritsins, Hagtölur mánaðarins, þar sem hann byggði mjög á reynslu annarra þjóöa af sams konar tölfræðiritum. Einnig átti hann stærstan hlut aö hagfræðileg- um undirbúningi lánsfjáráætlunar þeirrar, sem lögð var fram i desember og telja má til nýmæla f fslenzkri hag- stjórn. Ég hef átt því láni aö fagna slöan Kristinn kom heim frá Washington, aö hafa hann meðal nánustu samstarfs- manna minna. A ég honum aö þakka mörg hollráð og óvenjulega ósér- plægni i starfi, sem oft var mjög anna- samt og lýjandi. Lengst mun ég þó minnast drengskapar hans, þar sem saman fór óeigingirni og karlmannleg bjartsýni gagnvart lffinu og vanda- málum þess. Jóhannes Nordal. Nokkur kveöjuorö Engin orö fá lýst þeim harmi, sem kveðinn er að nánustu ástvinum Kristins við skyndilegt fráfall hans. Hér mun það ekki reynt né heldur að veita neina heildaryfirsýn um ævi hans, störf né mannkosti. Nokkur kveðjuorð veröa að nægja. Fundum okkar Kristins bar fyrst saman á vettvangi efnahagsmálanna og þar hafa leiðir okkar legiö saman siöan, blönduö persónulegum kynnum, sem ljúft er aö minnast. Sem starfs- maöur Alþjóöagjaldeyrissjóösins átti hann hlut aö sendinefndum hingaö og gat sér þá þegar orö fyrir afburöa starfsemi og starfshæfni við öflun gagna og samningu flókinna skýrslna um þjóðarhaf. Fátalaöur var hann og óframhleypinn, en þegar hann spurði, fékk hann betra hljóö en flestir aörir, þvi menn vissu aö hann spuröi til aö fá fram veigamikla vitneskju, sem koma mundi aö fullum notum. Leiðir okkar lágu aftur saman i höfuðstöövum hans stofnunar f Washington, fyrir rúmum áratug. Þá var hann með starfi sinu og athugun- um að búa sig til fullnustu undir hið mikilvæga hlutverk, er hans beið viö mótun fullkominna peningamála- skýrslna hér á landi. Þar var hann hinn ötuli og alúðarfulli móttakandi, leiöbeinandi og gestgjafi, svo ekki gleymist. Þessi undirbúningur nægði Kristni til aö ganga fullmótaður til þess verks 10 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.