Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Side 6

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Side 6
Ólöf Jónsdóttir Fædd 27. mai 1893. Dáin 24. april 1976. Tengdamó&ir min Ólöf Jónsdóttir, Hverfisgötu 13b, lézt aðfaranótt 24. april sl. Ólöf var fædd i Miöfirði, V-Húna- vatnssýslu 27. mai 1893. Haustið 1924 giftist hún eftirlifandi manni sinum Jóni Sigurgeirssyni, f.v. fulltrúa. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, Bjarna Sævars, er lézt 1963, en hann var giftur Huldu E. Jónsdóttur, Erlu, sem gifter undirrituðum, og Baldurs, sem giftur er Asdisi ólafsdóttur. Einn- ig ólu þau upp elztu dóttur Baldurs, sem var þeirra sólargeisli. Ólöf var mikil atorkukona, sistarf- andi fram á siðasta dag, enda umtöluð atorka hennar á yngri árum. Glaðværð hennar var sönn, greind og starfsvilji mikill, en rósemi og geðstilling svo af bar þegar mest á reyndi. Á Hverfisgötunni var oft gestkvæmt og gott að vera þar gestur. Húsmóðirin var vanda sinum vaxin og naut sin vel sem veitandi. Hún var vinföst og trygglynd. Hún var hjálpsöm og mjög bóngóð. Trúkona var Ólöf, en flikaði ekki fremur en öðru þvi, sem henni var mikilsvert. Ég ætla að ólöfu hafi verið sú raunin þyngst, er hún þjáðist með ástkærum syni sinum i hans miklu og erfiðu veik- indum og missti hann langt um aldur fram. Þegar þannig stendur á er mik- ils um vert að ráða yfir rósemi hugans og eiga þá arfleifð, sem vaxið hefur af rótum góðleikans og nærzt og vökvazt af dögg kærleikans mesta. Ég trúi þvi að Ólöf hafi nú fundið Guð slnn. Með lifi sinu hjálpaði hún öðrum á leið, og með Guði sinum held- ur hún þvi starfi áfram. Blessuð sé minning hennar. Þorvaldur ó. Karlsson. t Ólöf var elzt fjögurra systkina, barna þeirra sæmdarhjóna, Elisabet- ar Benónýsdóttur og Jóns Jónssonar, er lengi bjuggu snotru búi i Fosskoti, fremsta bæ i Núpsdal i Miðfiröi, i 6 næsta nágrenni við hina vötnum prýddu Tvidægru. Jón bróðir Ólafar er nýlega látinn, en yngsta systirin, Guðrún og Ragn- hildur, fyrrum húsfreyja i Núpsdals- tungu, kona Ólafs Björnssonar bónda þar, eru á lifi og búsett i Rvik, en Guðrún I Hafnarfirði. Ólöf giftist 1924 eftirlifandi eiginmanni, Jóni Sigur- geirssyni og bjuggu þau alla tið i Hafn- arfirði, þar sem Jón gegndi ýmsum störfum, var m.a. útsölustjóri Áfeng- isverzlunarinnar þar, einnig bóka- vörður við bæjarbókasafnið og siðast fulltrúi á skattstofu Hafnarfjaröar. Áttu þau hjón einkar fallegt heimili, lengst af að Hverfisgötu 13 B i hlýlegu og gróðurriku umhverfi, eins og svo viða er i Hafnarfirði. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, og var Bjarni Sævar þeirra elztur, látinn fyrir nokkrum árum, giftur Huldu Jónsdótt- ur. Þá Baldur, giftur Ásdisi ólafsdótt- ur og Erla gift Þorvaldi Ó. Karlssyni. Auk þess ólu þau hjónin, Ólöf og Jón upp elztu dóttur Baldurs, Sigrúnu, sem nú er liðlega tvitug, gift Brynjólfi Hólm Ásþórssyni, Minna-Knararnesi á Vatnsleysuströnd. Ung að árum lærði Ólöf fatasaum, sneið og saumaði bæði á karla og kon- ur. Kom sú kunnátta sér einkar vel, er maður hennar missti heilsuna og var með öllu óvinnufær um þriggja ára skeið fyrir 1930, svo hún varð að öllu leyti að sjá heimilinu farborða og var það ekki létt verk, þvi engra naut þá trygginga eða annarrar fyrirgreiðslu, sem nú þykir sjálfsagt i sílkum tilfell- um. — Og jafnan lagði hún sitt af mörkum til að drýgja tekjurnar, eftir þvi sem tóm gafst til frá heimilisstörf- unum, bæði með prjóna og sauma- skap. Allmörg ár eru nú siðan að Fosskot, æskuheimili Ólafar og þeirra systkina, fór i eyði, en þar hefi ég vitað mesta gestrisni, meðan þar var búið. Sér- staklega reyndi á það vor og haust, i kambandi við fjárrekstra, á vorin fram á heiðina og á haustin um göng- ur, og var þá altitt að heimilisfólkið eftirléti gangnamönnum rúm sin en svæfi sjálft i framhýsum við litinn að- búnað. Þeim systkinum var þvi gestrisnin I blóð borin, ef svo mætti segja, enda munu nú, að leiðarlokum ótaldir vinir og kunningjar þeirra hjóna, Jóns og Ólafar, er minnast fjölmargra ánægjulegra samverustunda á heimili þeirra, fyrr og síðar. Var þá timinn fljótur að liða við gnægð góðra veit- inga, fallegt bros húsfreyjunnar og fróðlegar og fjörugar samræður hús- bóndans, sem aldrei skorti umræðu- efni við hæfi. Er ég lit til baka og rif ja upp kynni min af þeim, ei^ oft er nefnd aldamóta- kynslóðin, fólkið sem svo oft átti naer engan kost skólagöngu, undrast ég, hve gagnmenntað það var, i þess orðs beztu merkingu, hafði tileinkað sér þann fróðleik og þau lifssannindi, sem einungis verða lærð I nánu sambandi við landið sjálft, gróður þess og fjöl- breytt lif i fögru umhverfi. — Þess vegna fær maður sting i hjartað, þegar manni verður hugsað til þess, að nú er Fosskot ekki lengur til, bærinn fram undirheiðinn þar sem Olla litla lék sér i hópi kátra systkina og skjóli góðra íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.