Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 11
Leynilögreglumaðurinn frægi, Dr. Edmund Locard komst stundum að þeirri niðurstöðu að mál, sem virtist einkar flókið, væri ekkert annað og rrteira en...... 1 frönsku borginni Lyon áttu sér staö fjölmargir dularfullir þjófnaöir. Verömætir hlutir, svo sem úr og skart- gripir, sem lágu á lausu, hurfu ef einhvers staöar var opinn gluggi. Þjófurinn starfaöi um hábjartann daginn og skildi ekki eftir sig nein merki. Þar sem stundum var fariö inn um opinn glugga á efstu hæöum hárra húsa, þar sem ekki virtist nokkur leiö aö klifra upp, var lögreglan alveg rugluö. — Þetta voru engir stórþjófnaöir, en þar sem þeim fjölgaöi stööugt, tók lögreglu- stjórinn þá ákvöröun, aö fá sérfræöing sér til aóstoðar. — Dr. Locard hefur gaman af erfiöum þrautum, sagöi lögreglustjórinn viö aö- stoöarmenn sinn. — Hann fær sannarlega aö beita heilanum i þetta sinn. Dr. Edmund Locard var forstjóri vlsindadeildar lögreglunnar I Lyon, og þegar heimsfrægur fyrir brautryðjanda- starf sitt I rannsóknum glæpamála. Þekking hans á fjölmörgum sviöum var víötæk, hann var frábær stæröfræöingur, sérfræöingur i jurtum eiturefnum, rit- höndum, skjalafölsun, fingraförum, fri- m '.jum, tónlist og mannlegri náttúru. Hann fæddist 1877, nam lög og starfaöi slöan meö Alphonse Bertillon, franska glæpamálasérfræöingnum, sem fann upp kerfi til aö þekkja menn meö þvi aö mæla viss bein I llkamanum. Arið 1910 varö Locard yfirmaöur tilraunastofu lögregl- unnar I Lyon. Þessi snjalli Frakki var frábær leyni- lögreglumaöur, bókstaflega raunveru- legur Sherlock Holmes. Ekkert fór fram- hjá augunn hans. Eitt sinn þegar hann vann aö rannsókn morðmáls, gekk hann gegnum lögreglu- stööina og staönæmdist þá hjá flakkara sem handtekinn haföi veriö' fyrir aö þvælast. Locard sá á yfirhöfn mannsins hluta af mjög sjalfgæfu blómi og tók aö spyrja hann út úr. Maöurinn sór og sárt viö lagöi, aö hann heföi hvergi nærri morðstaönum komiö. En þegar Locard stakk blómhlutanum undir smásjána, vissi hann aö flakkarinn sagöi ósatt. Þetta blóm óx nefnilega aöeins á túninu, þar sem fórnarlambið fannst. Þegar flakkarinn horföist I augu viö visindaleg- ar staöreyndir, játaði hann á sig glæpinn. Annaö sinn leitaöi Locard mörgum sinnum I herbergi einu, án þess aö finna nokkuö sem gæti leitt hann á sporiö Loks fann hann á gluggasyllunni lltinnn dropa af storknuöu kertavaxi. Undir smásjánni kom I ljós fingrafar á vaxinu. Locard fór þegar I fingrafarasafn sitt, og þannig haföi hann uppi á glæpamanninum. Maöurinn haföi gert þau mistök, aö taka af sérhanzkana til þess aö kveikja á kerti, vax haföi leikiö á fingur hans, en siöan dottiö af. Þá var Locard sérfræöingur I fri- merkjasöfnun. Dag nokkurn kom vinur hans til aö leita ráöa um mjög sjaldgæf frlmerki, sem hann haföikeypt af fri- merkjasala einum. Vinurinn var ekki grunlaus um, aö einhver brögö væru i tafli, og vildi aö Locard rannsakaöi frl- merkin. Þessi frimerki voru sjaldgæf og hátt megin vegna mistaka i prentun Þannig var, aö eitt frlmerki var rétt, en þaö næsta viö hliöina spegilvent. Locard skoöaöi þau lauslega undirstækkunar- gleri, en fyllti siöan skál af vatni og lagöi frimerkin ofan á yfirboröiö Eftir nokkrar mlnútur losnaöi öll myndin af öfuga merkinu og flaut burt. Frlmerkiö var falsaö. Locard taldi, aö fri- merkjasalinn heföi meö mikilli þolinmæöi skoriö sundur frlmerkið og snúiö mynztrinu, limt þaö slðan á blaö, þannig aö ekki sást meö berum augum. Þegar lögreglustjórinn baö Locard aö taka aö sér rannsókn þjófnaöanna I Lyon fór hann meö aöstoöarmönnum sinum og rannsakaöi allar aöstæöur á innbrotsstöö- unum. Þaö eina sem þeir fundu, voru skrýtin fingraför á gluggakörmunum — skrýtin vegna þess, aö þau líktust alls ekki mannlegum fingraförum og allar Hnur lágu þversum. í nokkra daga reyndu Locard og menn hans aö leysa þetta mál, og skyndilega fann Locard svariö: — Þetta eru fingraför apa sagöi hann. — Apar eru fimir aö klifra, og þá má venja til að stela. — En hvernig finnum viö rétta apann? spuröi einn aöstoöarmannanna. — Þaö er skoöun min, ungi maöur, svaraöi Locard, aö hægt sé aö þekkja sundur apa á fingraförunum, rétt eins og menn. Við tökum fingraför allra apa I Lyon þangaö til viö finnum þann rétta. Og á einum, erfiöum degi voru tekin fingraför allra apa i borginn,i, og þeir voru alls ekki fáir. Litlir apar voru vinsæl gæludýr á þessum tíma, og einnig var fjöldi Hrukassamanna á götum úti með apa sér til aöstoðar viö aö safna pening- um. Þaö gekk ekki átakalaust fyrir sig aö ná fingraförum sumra apanna. Þeir kæröu sig ekkert um þetta, og hljóöuöu og bitu leynilögreglumennina, sem héldu þeim. Locard hafði á réttu aö standa eins og venjulega. Þegar öllu var lokiö, kom I ljós, aö apinn, sem leitaö var aö, var I eigu ltala, sem lék á lirukassa á götunum. Þegar leitaö var i hibýlum hans, fundust margir stolnu gripanna, og maöurinn játaöi aö hafa tamiö apann til aö stela fyrir sig. Dr. Edmund Locard leysti mörg flókin og erfiö mál I starfstíö sinni. Hann andaöist áriö 1966, þá 89 ára gamall. 11

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.