Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 22
Föndurhornið ÞETTA tafl þekkja márgir og sérstaklega hefur það þótt gób dægrastytting fyrir sjúklinga á sjúkrahúsum, þvi þetta er eins manns tafl. Ekki höfum við fengið gott nafn á það, en bein þýðing á erlendu nafni er „Fimmtán-spilið” Þetta er eiginlega mjög grunnur kassi, gerður úr fjórum tveggja sentimetra breiðum trélistum, sem eru u.þ.b. einn sentimetri á þykkt. Listarnir eru negldir saman á hornunum og siöan er krossviðarplata 15 sm á hverja hlið negld undir listana og þá er kassinn kominn. Innanmál hans er 13,2 sm. í kassann þarf svo 15 plötur, gerðar úr krossviði, sem er 8 mm þykkur. Stærð platnanna er 3,3 sm á hliö og þær þurfa að vera nákvæmlega hornréttar. Ef svið- penni er við höndina er hægt að brenna tölurnar 1 til 15 á plöturnar. Einnig má lakka yfir plöturnar með glæru leiftur- lakki og teikna tölustafina á með túss- penna. Bæði kassa og plötur þarf að slipa vel með finum sandpappir áður en lakkað er. Leggið siðan plöturnar af handahófi i kassann og leikurinn er til þess gerður að reyna að koma þeim i rétta röð án þess að lyfta þeim upp. Þetta er hægt, en kostar stundum þolinmæði. Ef plöturnar renna illa til á kassabotninum, er ráð að strá svolitlu kartöflumjöli i botninn eða bera sápu neðan á plöturnar. Góða skemmtun! r ' • '\V' V/' o 8 ,1 II ll ii ii II ll II ii 1 v - 1 1: 1 / ; í 1 í í í t—", j 1 I N 2 / N \ 7 3 / \ \ Á Z L / i i s i • í \ 1 v-”-'~"Tr' 5 / \ , 6 / : 7 r 7 8 / \ \ 9 r * \ v — ' / 10 ' - i 1 ii 7 \ ^ 1 / / 2 13 /\> S ' / 14 á \ \ ■■ ■■ 15 / ^— 1 / 1 \; ■ i

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.