Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 14
kyrr til að þeir tækju ekki eftir honum, en það þýddi ekkert. — Þetta er fint tré, sagði einn mannanna. Þeir voru vist að leita að tré, sem nota átti i siglutré á stórt skip og þá urðu trén að vera bein, alveg eins og Stubbur hafði verið. En það dugði ekkert að vera stoltur af þvi, þegar farið var að saga i mann. Mennirnir söguðu og söguðu og loks fann Stubbur, að hann gat varla staðið beinn lengur. Einn maðurinn ýtti við honum og hann datt á hliðina. Nú var hann bara lítill Stubbur í skóginum og fór að gráta. Einn mannanna gekk að honum og klappaði honum. — Jæja, nú verður þú siglutré á stóru skipi og færð að sigla um heimshöfin. En Stubbur stóð einn eftir og frá þessum degi ákvað hann að vera dapur. Aldrei framar kæmu fuglar til að gera sér hreiður á honum og hann gat ekki sveiflað sér i vindinum og enginn ikorni vildi tala við hann. En skyndilega einn daginn kom litil Máriuerla og settist á hann. Hún hét Pititt og það var óskaplega mikið að gera hjá henni. Stubbur varð svo hissa á þvi að einhver skyldi vilja setjast á hann, að hann fór að gráta. — Af hverju ertu að gráta? spurði Pititt. — Af þvi ég er svo einmana og það kemur aldrei neinn til að setjast á mig af þvi ég er bara ljótur stubbur en ekki stórt og fallegt tré. — Nei, en Stubbur, kvakaði Pititt. — Þú getur ekki haldið áfram að vera dapur alla tið af þvi þú ert stubbur. — Jú, svaraði Stubbur þrár. —Það er áreiðanlega einginn i skóginum, sem á eins bágt og ég. Ég á alveg hræðilega bágt. 14 — Della og vitleysa, sagði Pititt. —Þú ert bara búinn að ákveða að láta svona og það er þess vegna sem þér leiðist. Hugsaðu þér, ef mér leiddist bara af þvi ég væri litil. Máriuerla en ekki stór björn til dæmis eða tigrisdýr. — En það þykir engum vænt um mig, sagði Stubbur og grét dálitið i viðbót. — Engum í öllum skóginurn, nei, engum i öllum heiminum! — Stubbur, það er ekki satt, sagði Pititt. — Littu bara á nefið á þér. Sérðu ekki fallega fiðriðldið, sem situr þar og sólar sig? — Jú, en það er svo litið. — Þú sérð Mariuhænurnar, sem koma þarna og stóru fluguna? — Já, en það er líka smáræði, svaraði Stubbur móðgaður. Hann var ákveðinn i að vera alltaf dapur og þá gat hann liklega ekki glaðst yfir gulu fiðrildi á nefinu á sér.... — Já, en Stubbur. Þau geta verið allra beztu dýr, þó þau séu ekki stór. — Finnst þér það? Ég er ekki viss um það svaraði hann þurrlega. — Finnst þér ekki allt i lagi með mig, kvakaði Pititt og lagaði á sér fjaðrirnar. — Jú, þú ert ekki sem verst, svaraði Stubbur og roðnaði svolitið að ofan. — Þarna sérðu, tisti Pipitt. — En ég er litil, miklu minni en þú. Jú, Stubbur varð að samþykkja það — Skilurðu þá, hvað ég á við? sagði Pititt. — Það fer alls ekki eftir stærðinni. Stubbur sagði ekkert og leit út fyrir að hugsa einhver ósköp. — Heyrðu Pititt, sagð hann eftir drjúga stund. — Jú, ég held, að þú hafir rétt fyrir þér, Pititt. Það getur vel verið að tré, blóm og dýr séu ágæt, þó þau séu litil. Já, það getur vel verið. Hann hugsaði meira og skoðaði vandlega gula fiðrildið, sem sat á nefinu á honum. — Halló, sagði Stubbur við fiðrildið. — Halló, Stubbur, svaraði fiðrildið. — Það er svo gott að sitja hérna i sólinni á nefinu á þér. — Hmmm, svaraði Stubbur. — Þú segir það já? Þá sá Pititt, að hann varð öllu blið- legri til augnanna. — Ég þarf að fara, sagði fiðrildið allt i einu. — Ég þarf að hitta nokkur blóm, sem ég þekki. — Bless, sagði Stubbur og brosti. — Vertu velkomið aftur. Þegar Stubbur og Pititt voru orðin ein aftur, sagði Pititt: — Þarna sérðu. Nú áttu nýjan vin og litill vinur getur verið alveg eins góður og stór vinur, ekki satt? — Líklega er það rétt hjá þér. Veiztu hvað? Ég er að hugsa um að hætta að vera svona leiður á lifinu — nema auðvitað að eitthvarð gerist sem er voðalega leiðinlegt. Þegar Pititt gerði sig liklega til að fljúga burt til að heimsækja vini sina i skóg- inum, sagði Stubbur: — Heyrðu Pititt. Ef þú hittir fiðrildi eða flugur, þá máttu segja þeim, að þau megi heimsækja mig. — Ég skal gera það, sagði Pititt og lagaði á sér vængina. — Og þú mátt lika segja björnunum og tigrisdýrunum, ef þú hittir þau, að þeim sé velkomið að hvila sig á mér. Pititt lofaði því og ekki leið á löngu, áður en dýrin i skóginum fóru að taka á sig krók á leið sinni til að heilsa upp á Stubb, þvi hann var ailtaf svo glaður og hafði frá mörgu að segja.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.