Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 25
ofsareiður og skipaði hallarvörðunum að hrifsa töfrapensilinn og kasta Ma Ling i fangelsi. Nii hafði keisarinn töfra pensiiinn, og nii ætlaði hann aö fara að mála fyrir sig. Fyrst málaði hann gullfjall, svo datt honurn ihug, að eitt gullfjall væri of lftið, og hann bætti öðru við og svo öðru, þar til ótal fjöll huldu allt málverkið. En er hann hafði lokið við málverkið, þá breyttust fjöllin i grjót, og vegna þess að tindarnir voru of þungir, þá hrundu fjöllin og keis- arinn slapp nauðuglega. Keisarinn var nú ekki enn laus við ágrindina, og þar sem honum hafði ekki heppnazt að mála fjöll- in, þá ákvað hann að mála tigulsteina úr gulli. Hann fór nú að mála tigulsteina, en honum virtust þeir of smáir. Hann málaöi nú alltaf stærri og stærri steina, og alltaf fannst honum þeir of litlir, og að lokum málaði hann ógnarstóran stein. Þegar myndin var fullgerð, breyttist hún I skrimsli, sem réðst á hann með gapandi kjafti. Keisarinn féll I öngvit af hræðslu. En sem betur fór tókst lifverðinum að bjarga keisaranum, annars hefði ófreskj- an étið hann upp til agna. Keisarinn sá nú, að hann gat ekki notað töfrapensilinn sjálfur, svo hann lét leysa Ma Ling úr prisundinni. Hann gaf honum dýrar gjafir úr gulli og silfri og lofaði að gefa honum eina prinsessuna fyrir konu. Ma Ling haföi gert áætlun. Hann lézt samþykkja allt, sem keisarinn vildi. Keis- arinn varð mjög ánægður og fékk honum gullpensilinn. ,,Ef hann málar fjöll”, hugsaði keisar- inn, ,,þá geta villidýr komið úr fjöllunum. Þaö er betra að láta hann mála höf”. Ma Ling tók töfrabustrann, og brátt birtist ómælishaf á málverkinu fyrir framan keisarann. Hafflöturinn var slétt- ur og skinandi eins og spegill úr jade. „Hvað er þetta, eru engir fiskar I haf- inu?” sagði keisarinn. Ma Ling dró upp nokkra fiska, og þeir lifnuðu og syntu i öllum regnbogans litum. Þeir syntu nokkra stund fyrir framan keisarann, og svo syntu þeir rólega til hafs. Keisarinn hafði athugað þá með mikilli ánægju, en þegar þeir syntu lengra og lengra burt, sagði hann við Ma Ling: „Flýttu þér, málaöu bát. Ég vil sigla út á sjóinn og horfa á fiskana”. Ma Ling málaði stóran seglbát, og keis-. arinn steig um borð með keisarafrúnni og prinsum og prinsessum og ráðgjöfum sinum. Ma Ling dró nokkur strik, og golan gáraði hafflötinn og báturinn tók skrið. En keisaranum fannst báturinn ganga of litið. Hann stóð I stafni og hrópaði: „Meiri byr, meiri byr.” Drengurinn dró nokkur kröftug strik.og það kom blásandi byr. öldurnar hækkuðu og það hvein i seglunum. Ma Ling bætti nokkrum strikum við , og það kom ofsa brim og báturinn stakkst I öldudalina. „Þetta er nóg, þetta er nóg”, hrópaði keisarinn af öllum mætti. „Þetta er nóg, segi ég”. Ma Ling lét sem hann heyrði ekki hróp- in. Hann hélt áfram að mála með töfn- penslinum og bylgjurnar gengu yfir bát- inn. Keisarinn gekk að mastrinu og héit sér þar og steitti hnefann að Ma Ling og hrópaði eitthvaö. Ma Ling lét sem hann heyröi ekkert og hélt áfram að mála rok Hvirfilvindur kom og sópaði saman svört um skýjum, og himininn varð dimmsvartur og öldurnar gengu hærra og hærra og steyptust yfir bátinn. Að lokum hvolfdi bátnum og hann sökk. Keisarinn og fylgdarlið hans kom ekki upp aftur. Eftir dauða keisarans barst sagan af Ma Ling og töfrapenslinum hans viða. Hvað va'rð um Ma Ling? Enginn veit það fyrir vist. Sumir segja, að hann hafi farið heim i þorpið sitt og farið að mála fyrir bændurna þar. Aörir segja, að hann hafi farið viða um landið og málað fyrir hina fátæku hvar sem hann fór. 25

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.