Heimilistíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 5
gagnvartheimili og fjölskyldu og ekki all- ar konur jafn óheppnar og frú Boonruen. Meöal kvenna, sem ég ræddi viö, var ef til vill frú Anong, þritugur barnaskólakenn- ari einna mest andstæða frú Boonruen hvaB kjör snerti. Hún hefur háskólapróf og hefur numið á Filippseyjum og f Bandarikjunum. EiginmaBur hennar starfar fyrir rikisstjórnina og hefur svip- aBa menntun og hún. Þau eiga tvö börn, fjögurra ára stúlku og tveggja ára dreng og ætla ekki að eignast fleiri. Þeim vegn- ar vel, og eiga bæði hús og bil. VarBandi uppeldi barnanna, segist frú Anong reyna að eyBa eins miklum tima nieB þeim og hún geti og láti þau nota mannasiBi og tala gott mál. Einnig inn- rætir hún þeim einlægni, bliðu og hrein- læti i þessari röð. Hlutverk föðurins Hvað meB pabba? — Hann er sjaldan heima, kemur venjulega ekki heim fyrr en um miðnætti, þar sem hann hefur aukastarf eftir aBal- starfstima. Hann vinnur meira aB segja um helgar. En á morgnana áður en hann fer til vinnu, er hann yfirleitt meB börnun- um um stund. Afmælisdagar eru alveg sérstakir. Þá tekur hann sér fri allan dag- inn og við förum á ströndina. Ég kenni börnunum aB elska pabba sinn og skilja oð hann verður að vinna svona mikiB til þess aB þau geti notið góðs lifs og fengið göBa menntun. Þau hringja i hann I vinn- una á hverjum degi. Dekurdrengir ABspurð hvort hún væri sammála þeirri skoBun, aB uppeldi barna i Thailandi væri yfirleitt þannig, aB dekrað væri viB drengi, en stúlkum sýnd harka, svaraði frd Anong aB það væri rétt. — ÞaB er vegna þess aB við dekrum viB drengina okkar og kennum stúlkunum að lúta vilja eiginmannanna, sem svo marg- lr karlmenn verBa eigingjarnir og sjálfs- elskir eiginmenn. Þeir búast viB þvi að konur þeirra haldi áfram að dekra við þá ú sama hátt og mæðurnar. Ég reyni að kenna syni minum að vera skilningsrfkari gognvart kvenþjóðinni, bætti hún við. Kröfur — en ekki margar Aðspurð um framkomu manns hennar, svaraði hún: — Nú, ég verð að viðurkenna þá staöreynd, að i Thailandi býst karl- úiaður viö þvi að geta alltaf gert eins og onum sýnist, en slöku sinnum geri ég úiinar kröfur lika. Athyglisvert, að frú n°ng notaðiorðið „kröfur” á ensku, þar |Sem ekki er til nein hliðstæða i Thai- y"zku- Þar krefjast konur aldrei neins. — ‘ð höfum þrátt fyrir allt sömu menntun ég vinn lika fyrir fjölskyldunni. 1 ðit frú Anong finnist hjúskaparlögin i jj ðúinu ranglát og þarfnisl breytinga, e ur hún litla samúð með hreyfingum til frelsunar kvenna. — Það er sama hvers konur kunna aö vilja krefjast, við getum ekki sniðgengið þá staðreynd, að við erum konur, við er- um veikari og verðum að fæða og ala upp börnin. Við erum bundnar á mörgum sviðum, þar sem karlar eru frjálsir. Við ættum að vera ánægðar með að hafa nóg fyrir okkur og börnin, eiga góða eigin- menn og friðsæl heimlli. Siðvenjur ásamt menntun Konurnar sex, sem ég ræddi við, voru sammála frú Anong um að fyrir stúlkurn- ar væru siðvenjurnar: — hrein mey til giftingar, kurteisi, undirgefni, virðing og hlýðni — i jafn miklum heiðri hafðar nú sem fyrr og þeim fannst að þetta ásamt góðri menntun nægði stúlkunum til að fá næstum hvað sem þær vildu. Thailenzkar konur geta gegnt hvaða starfi sem er, svo lengi sem eiginmaðurinn er þvi ekki mót- fallinn. Flestir thailenzkir karlmenn eru ekkert á móti þvi að konur vinni úti, þeir fagna viðbótarpeningum, en vilja ráða yf- ir þeim sjálfir. Frá sjónarmiði vestrænna kvenna eru ummæli frú Anong ef til vill gamaldags, en i Thailandi eru þau talin mjög frjáls- leg. Hún sér misréttið gagnvart konunum IThailandi, en telur það hluta af lifinu og eðlilegan hlut. Sjónarmið frú Darunee eru venjulegri og flestir karlmenn i Thai- Framhald á bls. 38 Mæður læra og börn njóta þess sem kennt er i 35 heilsugæslu miðstöðvum, sem UNICEF hefur komið upp i Thailandi. Sér staklega er námið mikilvægt i fátækrahverfunum, þar sem allt vantar til alls. Félagsráðgjafar hvetja konurnar til að koma með börn sin og læra undirstöðuatriðin, sem eru hrein- læti og næringarfræði. 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.