Heimilistíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 36
aftur.— Bíddu svolítið, elskan mín. Þú getur ekki tekið við svona gjöf. AAelissa starði gapandi á móður sína. Vantrú og vonbrigði þurrkuðu út gleðisvipinn í einu vetfangi. — En ég verð að taka við henni. Þetta er hesturinn minn. Þú mátt ekki seg ja, að ég eigi ekki Candy. Ég get haft hana hérna. Hún truflar engan og frú Bracegirdle segir, að ég megi koma hvenær sem ég vil, þegar mig langar að hitta hana, og ég má gista hérna líka. Rödd hennar hækkaði. — Þú getur ekki neitað mér um að eiga hana. Ég þoli ekki að missa Candy núna. Ég á hana og hún þarfnast mín til að vera góð við sig og hugsa um sig. Strákurinn heitir Andrew og hann ætlar að verða hestamaður, þegar hann verður stór. Hann er búinn að lofa að hugsa um Candy fyrir mig, þegar ég er ekki hérna. Það kom uppreisnarsvipur á andlit telpunnar þegar hún sá svip móður sinnar. — Hvers vegna ætti ég ekki að eiga Candy? — Það gengur ekki, AAelissa. Þú ert nógu stór til að skilja, að þú mátt ekki taka við gjöfum frá ó- kunnugum. David frændi hefur líka lofað að kaupa handa þér smáhest, þegar við erum búin að f á okk- ur hús. — Ég kæri mig ekkert um Ijóta hestinn hans.... Ég vil fá Candy. Candy á heima hér og ég ætla að heimsækja hana tvisvar i viku. Brúnu augun leiftr- uðu. — Ef þú segir aðég megi þaðekki, f lyt ég hing- að til herra Courteneys og frú Bracegirdle og verð hérna alltaf. David frændi saknar mín ekkert, þeg- ar hann hefur þig. Þessi innsýn í hugsanagang barnsins varðandi David Glennister, skelfdi Gaybrielle. — Elsku AAel- issa mín, það veiztu vel, að er ekki satt. David frænda þykir mjög vænt um þig og honum mundi leiðast ef hann vissi, að þú segir svona. — Það er svona og mér er alveg sama, hvað hon- um finnst. — Ég hef alltaf haldið að þér líkaði vel við hann. Gaybrielle barðist við að leyna vonbrigðum sín- um. — Já, mér þótti... mér þykir... það er allt i lagi með hann, en ég vil heldur hafa herra Courteney. Hann brosir skemmtilegar og hef ur betri augu, eins og vinalegri. Ekki eins og önnur grá augu. Innst inni var Gaybrielle sammála þessum atrið- um í lýsingu AAelissu. Augnaráð Davids Glennisters var slælegt lögfræðingaaugnaráð, en letilegu, blá- gráu augun í Nick voru dreymin og blíðleg á köfl- um. — Það kemur því ekkert við að þú getur ekki tek- ið við hestinum frá herra Courteney. — Þú færð ekki að taka hann f rá mér, sagði AAel- issa hægt og skýrt. — Heyrirðu það? Þú færð það ekki! Aldrei í lífinu. AAér er alveg sama hvað þú segir. Hún hljóp inn í eldhúsið. — Herra Courtney! hrópaði hún. — Herra Courtney, segðu henni það núna. Hún lyfti höfðinu og leit á hann. — Segðu það! — Hvað á allur þessi hávaði að þýða? spurði hann. — Hún segir, að ég megi ekki halda Candy. Hún ætlar að taka hana frá mér. Þú vilt að ég eigi Candy, er það ekki? 36 — Ég vil að þú hættir að haga þér eins og lítill dekurkrakki. Það er nóg að eiga við eina tauga- veiklaða og móðursjúka kvenpersónu. Hann tók í hönd hennar og leiddi hana til dyra. — Farðu með Candy út á tún svolitla stund. Við komum niður að hlöðunni, þegar ég er búinn að tala við mömmu þína. AAelissa leit upp í andlit hans, beit í neðri vörina, alveg eins og móðir hennar stundum og sagði lágt: — Ætlarðu að fá hana til að lofa mér að eiga Candy? — Ég veit ekki hvort ég get það, en ég skal gera mitt bezta. Af stað með þig! AAelissa lagði af stað niður stíginn, en snerist á hæli og hljóp til móður sinnar. Hún kastaði sér í fang hennar og þrýsti höfðinu að henni. — AAér finnst það leiðinlegt.... að ég talaði svona við þig, kjökraði hún, en það var bara af því mig hef ur allt- af langað svo til að eiga lítinn hest og þegar Candy var hérna og beið eftir mér, varð allt svo gott. Ég trúði því varla. Þetta er bezta afmælisgjöf, sem ég hef nokkurn tíma f engið. AAaður neitar ekki að taka við afmælisgjöfum er það? Hún leit upp í augu móður sinnar. — Þú getur ekki beðið mig að láta hana frá mér. Þú getur það ekki, ef þér þykir al- mennilega vænt um mig. — Farðu með hestinn niður á tún, sagði Gaybri- elle lágt. — En þú ert ekki búin að segja, að ég megi eiga hann. — Gerðu eins og þú ert beðin, AAelissa. Gaybrielle beið, þangað til AAelissa hafði tekið taumana og leitt hestinn burt, áður en hún gekk inn í eldhúsið aftur. — Þú hlýtur að vera stoltur af sjálf um þér núna, sagði hún hörkulega um leið og hún steig yfir þröskuldinn. — AAelissa hef ur aldrei sett sig svona upp á móti mér áður. — Það er líklega mér að kenna líka. — Þú leikur lúmskan leik, Nick. Augnaráð henn- ar var þrungið ásökun. — Hlustaðu nú svolítið á mig. Þegar ég sá þennan hest, keypti ég hann, af þvi mér datt í hug, að villi- kettirnir hans Logie AAaitlands gætu haft gaman af honum. En án þess að ég vissi af því, hafði Logie þegar keypt tvo smáhesta handa tvíburunum í Dublin og ég ætlaði að fara að selja þennan, þegar ég hitti AAelíssu. Það leið ekki á löngu, þar til hún sagði mér að hún væri vitlaus í hesta og langaði í smáhest. Ég var með lausnina í mínu eigin hesthúsi og fannst kjánalegt að uppfylla ekki þessa ósk barnsins. — Þetta hljómar allt ósköp einfaldlega þegar þú segir það. — Get ég sagt það öðruvísi? — Þú hefur ekki þekkt AAelíssu nema nokkrar vikur, Nick.og hitt hana tvisvar eða þrisvar. Getur verið að þú haf ir fengið að vita allt um hana á þess- um tíma? — Já, börn geta sýnt mikið traust og trúað manni fyrir öllu, ef maður ýtir svolitið undir þau. Hún sagðist bráðum eiga afmæli og ég hugsaði með mér, að hesturinn yrði vel þegin gjöf. Það er allt. Hann sá svipinn í augum hennar. — Þú trúir mér víst ekki.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.