Heimilistíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 33
Gunhild w [ . Hestlng: j ^ JK O lí U f i rt fl © CB 0^ S ^ l £K J0 — Bastian! sagði visdómstigurinn.—Ég rýni i teblöðin og les út úr þeim undarlega hluti. — Hvað stendur þar? spurði Bastian forvit- inn. — Mamma þin saknar þin mikið, sagði Chih-hu. — Hún þarfnast hjálpar þinnar. Vont fólk er á ferli, það ætlar að eyðileggja garðhús- ið og garðinn, ef þú kemur ekki i veg fyrir það. Þú verður að fara strax. Vertu blessaður. — Blessaður, Chih-hu, hvislaði Bastian og gekk hægt út úr musterinu aftur. Hann var óskaplega leiður og vissi ekki hvað hann ætti til bragðs að taka. Hann gat ekki lagt af stað strax og skilið Baltasr og Sheherasade eftir, en þau gátu ekki farið eins hratt og hann, sem var vanur lifinu úti i náttúrunni. — Nú, hvað sagði tigurinn? spurði frú Matta spennt, þegar Bastian kom út á veröndina aft- ur. En áður en hann gat svarað, var frú Matta farin að lesa upphátt úr kvöldblaðinu: — Dularfullt kamelljón á kattasýningu, las hún. — Slökkviliðið var kallað á vettvang til að bjarga kamelljóni niður úr ljósakrónunni i sýn- ingarsalnum. Frú Matta rétti Bastian blaðið. Þar voru fjórar litmyndir af kamelljóninu. Lögreglan skildi hvorki upp né niður i þessu, sagðiblaðið, og verið var að rannsaka, hvernig 200 sýningarkettir gátu sloppið úr búrum sin- um allir i einu. Aðeins eitt var við að styðjast i málinu, og það var frásögn ungs manns, sem séð hafði kengúru sitja og prjóna úti i horni og raula — Við göngum svo léttir i lundu... Lög- reglan og læknarnir sögðu, að ungi maðurinn væri greinilega eitthvað bilaður. Hann var líka með bitlahár. Þeir þóttust vissir um að það hefði verið hann, sem hleypti öllum köttunum út. í blaðinu stóð lika, að enn vantaði Baltasar og Sheherasade, og þeim var lýst og allir áttu að reyna að ná þeim og koma með þau til lög- veglunnar. — Já, en hvar er kamelljónið núna? spurði Bastian. — Kamelljónið? sagði frú Matta. — Það er hér og er að tala við pabba þinn og Shehera- sade. — Er allt i lagi með það? spurði Bastian. — Ég er nú hrædd um það, svaraði frú Matta. — Forstjóri dýragarðsins sótti það i morgun, þeg- ar slökkviliðsmennirnir höfðu reist stiga upp að ljósakrónunni og sótt það. Þegar það kom heim i dýragarðinn, voru allir afskaplega glað- ir að sjá það aftur. Vörðurinn grét, miðasölu- stúlkan grét og beltisdýrið í næsta búri og górilluapinn. Þau héldu nefnilega að kamel- Ijónið hefði strokið af þvi einhver hefði móðgað það. Kamelljón eru nefnilega svo skelfing við- kvæm. Jú, ogauðvitað grét krókódillinn, en þvi er nú ekki alltaf treystandi. — Já, en hvernig er kamelljónið þá komið hingað yfir á eyjuna? spurði Bastian. — Jú, sjáðu til. Það langaði svo til að hitta ykkur, að ég sótti það eftir matinn. Þú skilur, ef við erum i dýragarðinum á matmálstimum, tekur enginn eftir neinu. En komdu nú og heils- aði upp á þau hin. Svo gengu þau niður i runn- ana til Baltasars, Sheherasade og kamelljóns- ins. — Þakka þér fyrir hjálpina i nótt, sagði Bastian. — Við gleymum þér aldrei fyrir þetta. — Ó,oooó, sagði kamelljónið og fór svo óskaplega hjá sér, að það roðnaði eins og varð- eldur. — Svona, svona, sagði frú Matta. — Viltu ekki gjöra svo vel að verða dökkgrænt. Ég vil helzt ekki að við finnumst hérna. En þá þagnaði kamelljónið og rak eldsnöggt út úr sér tunguna framan i frú Möttu. Svo varð það gult og bleikt, hvitt og náfölt, grænt og blátt, grátt og fjólublátt og loks kolsvart. — Mér er alveg skitsama, hvislaði það. Bastian 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.