Heimilistíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 14
— Mikið ertu duglegur! hrópuðu nashyrningabörnin hrifin.—Þetta er skemmtilgt! Þau höfðu aldrei séð neinn á skautum áður og gleymdu alveg kuldanum. öll vildu þau svo auðvitað reyna skautana. Nalli var vitanlega montinn yfir þvi að vera talinn svona duglegur. Hann gerði sitt bezta og kom þeim til að hlæja. Minnstu nashyrninga- börnin, sem ekki þorðu út á isinn, fengu að sitja á horninu á honum. En þá kom dálitið fyrir. Nalli kom auga á skilti, sem einhver hafði sett upp úti á vatninu og hann tók á sig stóran krók til að sjá hvað á þvi stæði Þegar hann kom nær, brakaði svolitið i isnum undir fótum hans og þá sá hann það: „Hætta, isinn er ótryggur” stóð á skiltinu. Liklega væri bezt að koma sér i land, hugsaði Nalli, en aðeins of seint. Mikill brestur kom og skyndilega brotnaði isinn. Það var með naumindum, að börnin, sem sátu á horninu gátu stokkið af og hlaupið i land, þvi Nalli datt i vatnið og lá þar og buslaði i iskuldanum. Og hann, sem ekki kunni að synda! — Hjálp! hrópaði Nalli og veifaði með framfótunum, sem stóðu upp úr vatninu. — Hjálp! Ég er að drukkna! Nashyrningabörnin störðu skelfingu lostin á vininn sinn. Hvað i ósköpunum áttu þau að gera til að bjarga honum? Þau gátu ekki farið út á isinn, þvi þá myndu þau drukkna lika. — Hjálp! hrópaði Nalli aftur og þá fóru nokkur barnanna að gráta. Þau voru viss um, að Nalli myndi drukkna og þau misstu bezta vin sinn. Þá fengju þau aldrei framar að 14 heyra sögur um gamla daga.... — Við verðum að hlaupa eft- ir hjálp, sagði eitt af stærstu nashyrningabörnunum. — Við verðum að fá öll hin dýrin i skóginum til að hjálpa Nalla. — Já, hrópuðu hin öll i kór. — Við verðum að bjarga Nalla. Svo hlupu þau i allar áttir til að segja dýrunum i skóginum frá Nalla, sem var að drukkna. Skömmu siðar voru næstum ÖU dýr skógarins komin niður að vatninu og nú reyndu þau að láta sér detta eitthvað i hug, sem verða mætti Nalla til bjargar. Ekkert þeirra þorði út á isinn, þau myndu bara drukkna líka. — Þú nærð áreiðanlega til hans af bakkanum, sagði Zebradýrið við Pella fil. — Raninn á þér er svo langur. Pelli fór eins langt niður að vatninu og hann þorði og teygði ranann út til Nalla, en raninn var bara allt of stuttur. Hann náði ekki til Nalla þó PeUi teygði sig eins og hann gæti. — Þú hlýtur að geta gert eitthvað, með þennan langa háls, sagði ljónið við giraffann. Giraffinn fór alveg niður að vatninu og meira að segja aðeins út á isinn og teygði fram hálsinn, en hann var ekki nógu langur heldur. Giraffinn hugsaði með sér, að fyrst isinn hafði þolað Nalla, svo stór og þungur sem hann var, hlyti hann að halda svolitið lengra út og svo gekk hann aðeins lengra. En hann náði samt ekki til Nalla, sem buslaði þarna i köidu vatninu og var kominn að drukknun. — Hvað eigum við að gera? Hvað eigum við að gera? Það brast i isnum undir fótum Nalla og allt i einu lá hann og buslaði i isköldu vatninu. Og hann sem kunni ekki að synda!

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.