Heimilistíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 12
POI í Status Quo eru þeir Mike Rossi, sólógitar og söngur, Alan Lancaster, bassi, John Goghlan,trommurog Rick Parfitt, gitar Þeir byrjufiu aö fikta viö samspil, 1966, en geröu alvöru úr þvl 1967 og gáfu út plötu „Pictures of Matchstick Men” sem komst á toppinn bæöi heima i Englandi og vestan hafs. Sföan kom „Ice in The Sun” og „Down The Dustbin” og voru ekki siöri. Meöan þeir geröu hvert metsölulag- iö á fætur ööru, sáu umboösmenn um útlit þeirra, klæddu þá I silki og mál- uöu þá og sprautuöu svo hárlakki yfir allt saman. En þeir félagar voru ekki ánægöir meö þetta, þeir vildu komast aö fólki sem tónlistarmenn, en ekki kyntákn . En metsöluhljómsveitir fengu ekki aö fara sinar eigin leiöir fyrir sex árum, þær uröu hreint og Status beint verksmiöjur. En áriö 1970 klæddi Status Quo sig úr silkidótinu og lýsti frati á hárlakkiö. Þeir fóru aö trúa á sjálfa sig og spila þaö sem þeir vildu helzt, sem var hard rock og þeir spiluöu jafnvel I gallabux- um og bolum. En þaö var erfitt aö losna viö gamla oröiö og gerast alvarlegir tónlistar- menn og enginn haföi áhuga á „fyrr- verandi” stjörnum. Þeir léku I smáklúbbum fyrir lúsarlaun, en vildu heldur spila fyrir tug fólks, sem hlust- aöi, en þúsundir æpandi unglinga, sem hlustuöu alls ekki. Brátt eignuöust þeir hóp tryggra aödáenda og 1972 kom albúmiö „Piledriver”, og siöan „Pap- er Plane” og „Mean, Mean Girl”. Þaö var „Caroline” sem kom þeim á topp- inn og sföan albúmiö „Hello”. Status Quo Quo voru komnir til aö vera. Nú reyna þeir ekki aö höföa til áheyrenda með flnum fötum eöa neinu ytra. Þeir láta tónlistina tala sinu máli. Rossi segir: — Viö höfum erfiöaö mikiö til aö ná þangaö sem við erum núna og ég held, að það sé kimnin I þessu, sem hélt i okkur lifinu. Maöur endist ekki lengi, ef maöur tekur alla hluti grafalvarlega. Þegar við ferö- umst, gætum viö þess aö boröa skyn- samlega og passa kroppinn. Aður vor- um viö meö i öllu, næturklúbbaferö- um, partýum og drykkju. A sliku gef- ast allir upp og auk þess þurfum viö engin hneyksli til að fylla húsin. Nú veit fólk, aö viö spilum hard rock og þaö kemur til aö hlusta á þaö, en ekki til aö horfa á sæta stráka, þvi þaö vilj- um viö ekki vera. 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.