Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 3
Kæri þáttur! Ég hef aldrei skrifaö þér áöur, en vona, aö þú getir svaraö spurningum minum. Heitir leikarinn, sem leikur töframanninn, ekki Bill Bixby? Hvernig get ég náö sambandi viö hann? Er möguleiki á aö fá eitthvaö um hann f Heimilis-Tímanum? Að sfö- ustu þakka ég gott blaö. Hvernig er annars skriftin,og hvaö er ég gömul? S.A. svar: Jú hann heitir það, en ég hef ekki hugmynd um, hvernig þú kemst f samband við hann. Reyndu að skrifa til fyrirtækisins, sem framleiðir þættina. Ég man ekki i svipinn, hvað það heitir, en það sézt i lok þáttanna. Möguleikinn er fyrir hendi, ef á fjörur blaösins skyldi reka einhvern fróðleik um Bixby. Skriftin er ágæt, ef til vill svolitið ójöfn. Það er kannski bara æfingarleysi. Þú ert 15-16 ára. Alvitur. Svar til G.J.S.: Þessi draumur er fyrir mjög góöu f fjölskyldu- og tilfinninga- málum. Kvenhrútur og karimanns- naut eiga ágætlega saman, þótt stund- um fylgi sambandinu ef til vill dálitill hávaöi í rökræöum og skemmtan. Alvitur. Kæri Alvitur. Þetta er f fyrsta sinn sem ég skrifa þér,og ég vona aö sjálfsögðu, aö bréfiö veröi birt. Spurningarnar eru svona: 1. Hvernig er þetta meö framburðar- kennsluna i útvarpinu? Hvenær byrjar hún á árinu, hvaöa bækur þarf til aö geta fylgzt með^og hvar fær maöur þær? 2. Hvaö heita hljómsveitarmeölimir Slade og Nazareth? 3. Er hægt aö læra til læknis hér á landi? Mér finnst Heimilis-Timinn ágætis blað. G.G. svar: Eins og fram kemur i útvarpinu, er framburðarkennslan á vegum Bréfaskóla SIS og ASl. Skrifaðu þeim aðilum á Suðurlandsbraut 32 og fáðu allar upplýsingar. Kennslan byrjar á haustin. 2. Slade-menn heita: Noddy Holder, Dave Hill, Jimmy Lea og Don Powell. Þeir í Nazareth eru: Dan McCafferty, Manuel Charlton, Pete Agnew og Darrel Sweet. 3. já. Eftir stúdentspróf fer maður i læknadeild Háskólans. Alvitur. Kæri Alvitur! Ég ætla aö spyrja þig nokkurra spurn- inga, sem hljóða þannig: 1. Hvernig eiga stelpa og strákur, bæði úr sporðdrekamerkinu,saman? 2. Hvaða merki á bezt viö sporödrek- ann? 3. Hvað á ég að vera þung, ef ég er 170 sm há? 4. Hvað heldurðu aö ég sé gömul og hvaö lestu úr skriftinni? Vinur. svar: 1. Þau skilja hvort annað mjög vel, en mega gæta sín á afbrýðisemi. Annars er allt i lagi. 2. Vogin og bogmaðurinn eiga bezt við sporðdrekann og ef um náið samstarf er að ræöa, þá einnig steingeitin. 3. Þú mátt vera u.þ.b. 60 kiló. 4. Þú ert svona 12-13 ára og skriftin er allt of mikið teiknuð til að hægt sé að lesa nokkuð úr henni. Gerðu hana per- sónulegri. ,. Alvitur. Kæri Alvitur! Ég er 9 ára og mig Iangar að spyrja þig nokkurra spurninga: 1. Hvað heita þau, sem syngja inn á Abba-plötuna? 2. Drekkur þú kaffi? 3. Býrð þú til vfs- ur? 4. Finnst þér gaman að svara spurningum? 5. Hvernig er fiskurinn i fiskamerkinu á litinn? 6. Hvernig ei skrifin? Nú þarf ég ekki aö vita meira vertu blessaöur. Ingibjörg svar: 1. Þau heita Annifrid Lyngstad. Benny Anderson, Björn Ulvæus og Agneta Fáltskog,og eins og þú sérð, ei nafniö ABBA myndað úr upphafsstöf um þeirra. 2. Já, heilmikið af þvi. 3 Nei, saklaus af þvi. 4. Já, sérstaklega ef þær eru svona skemmtilegar. 5 Fiskarnir eru tveir og báðir fjólubláir 5. Skriftin er góð prentun, þegar þú er bara 9 ára. Alvitur AAeðal efnis í þessu blaði: Kyrrahafseyjarnar Futuna og Wallis .... Bls. 4 Dýf ið í fondue-pottinn....................— 8 Föndurhornið, f uglahús....................— 11 Pop-Paul Anka..............................— 12 Á morgun breytistallt, smásaga.............— 13 Hvað veiztu? ....,.........................— 16 Einkastjörnuspá............................— 17 Spé-speki .................................— 18 Hann rændi elskunni sinni .................— 19 Börn teikna................................— 20 Halli og Kata á hafsbotni..................— 22 Agatha Christie.........................— 25 37árágöngu..............................— 27 Sumarkápa á heimasætuna.................— 28 Eru þær eins?...........................— 30 Lengasta hár í Bandaríkjunum ...........— 31 Mount Everest...........................— 32 Pabbi, mamma og börn, f rh. saga........— 33 Endurf undir, frh. saga.................— 35 Ennfremur krossgáta, skrítlur, Alvitur svarar, pennavinir o.fl. Forsíðumyndina tók Gunnar V. Andrésson. 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.