Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 12
PAUL ANKA birtist á ný á vinsældar- listaum I fyrra meö eigin lög „You’re having my baby” og „One man woman/One woman man” og meö þau komst hann á topp listanna vestan- hafs. Þaö fyrrnefnda komst einnig hátt i Englandi. Þá seldist mjög vel LP-platan „Anka” þar sem finna má lagiö „Flashback”. í fyrra voru lika rétt 20 ár, siöan Paul byrjaöi aö syngja, 13 ára gamall. Hann er fæddur i Ottawa i Kanada, 30. júli 1941 og áriö 1955 sigraöi hann I áhugamannakeppni I heimaborg sinni, för siöan til Los Angeles og þaöan til New York, þar sem hann söng inn á fyrstu plötu sina 1957 „Diana”. Af henni hafa nú selzt um 15 milljónir ein- taka. Paul fylgdi Diönu eftir meö „I love you baby”, „You are my destiny”, Crazy love”, „Puppy love” og Lonley boy” og á árunum 1957 til 1963 seldi hann meira en 35 milljón plötur. Hann samdi flest lögin og textana lika, en aörir nutu góös af. A sex árum var „Diana” sungin á plötur I 320 útgáfum i 22 löndum. Paul Anka hefur einnig samiö fyrir aöra, m.a. Buddy Holly, Tom Jones og Frank Sinatra. Gary Glitter og Os- monds, einkum Donny og Marie hafa hagnýtt sér mikiö af eldri lögum hans. Á árunum eftir 1960 birtist Paul einnig i nokkrum kvikmyndum, m.a. striösmyndinni „Lengstur dagur” og auk þess samdi hann tónlist i margar myndir. Ariö 1969 komst hann svo aftur eftir fimm ár á vinsældalista, en heldur neöarlega, en þetta lagaöi hann vel I fyrra. Auk þess aö vera söngvari og semja, er Paul Anka skemmtikraftur á heimsmælikvaröa. Hann býr ásamt konu sinni og tveimur börnum i Las Vegas, þar sem hann skemmtir. Viö höfum áreiöanlega ekki heyrt hans siöasta orö I pop-sögunni ennþá. 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.