Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 24
og Kata notuðu tækifærið til að skoða sig um. Þau gengu urn langa, upplýsta ganga og alls staðar voru fagrir skraut- munir. Nú höfðu þau eitthvað að segja pabba og mömmu. Allt i einu sáu þau stóran, dökkan skugga koma þjótandi að sér. Þau urðu hrædd, Halli þreif í Kötu, sneri sér við og tók á sprett til hinna. Þegar þangað kom, voru þau dauð- þreytt. Vinir þeirra spurðu, hvað væri að. í ljós kom, að þarna hafði stóri kolkrabbinn verið á ferð- inni. Loks kom að þvi að veizlan var á enda. Halli og Kata báðu vin sinn að koma þeim heim, þvi pabbi og mamma yrðu kannski hrædd um þau. Þegar gamli þorskurinn heyrði þetta, kallaði hann á þau og rétti þeim tvær afar fallegar perlur. — Þessar eigið þið að fá fyrir að verá svo góð við son okkar, sagði hann. Halli og Kata þökkuðu fyrir sig og kvöddu siðan þessa nýju vini sína, sem báðu þau að koma bráðum aftur. Þegar Halli og Kata gengu aftur fram göngin, sáu þau þar tvo fiska, sem voru menn að hálfu leyti. Þeir voru með sporð, en handleggi og höfuð manna og ljóst, sitt hár. Þau spurðu vin sinn, hver þetta væru og hann sagði að þetta væru prinsessurnar, dætur Neptúnusar sjávarkon- ungs. Loks voru þau öli tilbúin að leggja af stað og Halli og Kata settust á bak vini sinum. Nú lá leiðin upp á við og aftur þaut um eyru systkinanna af hrað- anum. Bráðlega voru þau komin upp i fjöru á sama stað og þau lögðu af stað frá. Þar kvöddu þau vin sinn og flýttu sér heim. Þið megið trúa að það urðu fagnaðarfundir. Foreldrarnir höfðu leitað Ilalla og Kötu tímunum saman og skildu ekki hvert þau hefðu getað farið. Loks töldu þau að þau hefðu drukknað, þar sem báturinn var tómur við land. Siðan sögðu börnin frá við- burðunum og hvnð þau hefðu haft það indælt heima hjá þorskunum. Þau .sýndu for- eldrum sinum fallega perlurn- ar og það var næstum Uðið yfir þau af gleði. Ef þið trúið þessu ekk.5, skul- uð þið bara fara til litlu líyjar- innar úti i hagsauga, þar sem Halli og Kata eiga heirn^ og skoða fallegu perlurnar þeirra. Köttur úti i mýri, setti upp á sér stýri, úti er ævintýri! H n — Karlmenn eru allir eins, verða óðir, ef maður fær sér nýja flík. — Já, en þú hcfðir átt að sjá þann sem slapp.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.