Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 23
— Hvernig getum við það, við hljótum að drukkna? — Nei, treystið mér bara, við björgum þvi einhvernveg- inn. HaUi og Kata litu hvort á annað. Þau langaði að fara með þorskinum. Hugsa sér, hvað þau fengju að sjá margt einkennilegt. — Já, okkur langar mikið, en fyrst þurfum við að róa bátnum i land. — Allt I lagi, en flýtið ykkur þá svolitið. Þau reru til lands og þorsk- urinn elti. Þegar þau höfðu bundið bátinn, gengu þau niður i fjöruna, þar sem þorskurinn beið þeirra. — Vaðið nú eins langt út og þið getið og setjist svo á bakið á mér. Verið ekki hrædd, þetta verður allt i lagi. Þau gerðu eins og hann sagði og settust á bak. Þar var nægilegt rúm fyrir þau bæði. Þorskurinn lagði af stað og fór svo hratt að það þaut um eyru systkinanna og leiðin lá niður á við. Það skrýtnasta var að þau gátu andað alveg eins og á þurru landi. En hvað þarna var margt fallegt að sjá. Þau sáu litla silfurgljáandi fiska, fiska, sem ljómuðu i öllum regnbog- ans litum og marga, marga aðra. Loks voru þau komin alveg niður á botninn. Þau stigu af baki og komust að raun um að þau gátu gengið þarna, rétt eins og heima hjá sér. Þau gengu upp eins konar trjágöng með blómum og vafningsjurtum til beggja hliða. Á þeim voru krossfisk- ar, sem lýstu upp göngin. Undir fótum þeirra var fínn, hvitur sandur, sem var eins og mjúkt teppi. Þetta var fallegt. Brátt komu þau að fjalli einu með stóru hellisopi niðri við botninn og þaðan kom ljós. Þau voru vist komin á leiðar- enda, þvi vinur þeirra var I dyrunum og sveiflaði sporðin- um. Þau fóru á eftir honum inn og þar var svei mér fint. Á langri syllu eftir miðjum hell- mum var lagt á borð með dýr- legustu réttum, sem hægt er að hugsa sér. Þarna átti vist að verða veizla. Við enda syllunnar sat ætt- faðirinn sjálfur, með sitt, grátt skegg niður á bringu. Amma gamla skauzt um og flýtti sér að ganga frá öllu. Systkini vinar þeirra þorsks- ins voru einnig á ferð og flugi og höfðu nóg að gera. Allt var skreytt með perlumóðurskelj- um og kóröllum, blómum og trjágreinum. Þetta var allt svo fallegt, að Halli og Kata stóðu og göptu af undrun. — Nei, sjáið. Þetta eru börnin, sem voru svo góð við son okkar, sagði faðiriún. — Komið hingað, svo ég geti heilsað ykkur. Þau gerðu það og heilsuðu siðan öllum hinum lika. Siðan var sezt að borðum. Annan eins mat höfðu þau Halli og Kata aldrei bragðað og loks voru þau svo mett, að þau gátu alls ekki meira. Þegar þau höfðu hvilt sig um stund, fór einhver að spila á einkennilegt hljóðfæri og allir fóru að syngja og dansa. Þetta var nokkuð, sem Halli og Kata hefðu aldrei trúað að þau ættu eftir að upplifa. Hugsa sér að fara i veizlu niður á hafsbotn. Nei, slikt gerðist aðeins i ævintýrum. Siðan hvildu þau sig og Halli Halli og Kata gengu um trjágöng á hafsbotni. Þar voru blóm og yafningsjurtir og krossfiskar lýstu upp umhverfið, þar sem litl- lr silfurfiskar sveimuðu um. 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.