Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 6
allt heilaga vatnið i Ganges rennur út i Bengalflóa.” Það helgasta þess helga Þessar stjörnubjörtu nætur um borð i pilagrimsferjunni, skiptumst við Sumati á um að nota litla svefnrúmið okkar á þil- farinu. Allt i kringum okkur er fólk og hef- ur það flest safnazt saman i litla hópa, fjölskyldur, vini eða nágranna úr sama þorpi. Að morgni þriðja dagsins sjáum við „sykurtoppinn” á musteri nokkru risa úr hafi. Skömmu siðar greinum við tjöld og kofaþök. Við komum auga á ströndina, þar sem bátarnir liggja og þekja sjávar- flötinn. Þegar við leggjum að, getum við ekki annað en staðið orðlausir og horft á pilagrimaskarann, sem mun nálgast að vera ein milljón talsins. Hvað er það við þessa eyju utan við ós- hólma Gangesar, sem gerir það að verk- um, að hún er eins og segull fyrir Hindú- ana? Hvers vegna færa þeir miklar fórnir og leggja á sig ótrúlegt erfiði og fyrirhöfn til að dvelja fáeina daga á Ganga Sagar? Margir þeirra hafa verið á ferðinni vikum saman til þess að dvelja á iitlum bletti i kæfandi hita. Svariðereftirfarandi: Musterið á eynni er nefnt eftir „helgum manni” sem fyrir þúsund árum var hér einbúi. Hann er sagöur hafa gert kraftaverk á pilagrim- um og veglausum, sem heimsóttu hann. Það er trúin á að kraftur hans sé enn við lýöi, sem dregur þennan mikla pila- A leiðinni bætast fleiri við. Þeir sem ekki komast fyrir á stærri skipunum, fara á smá bátum. Hindúafjölskylda veður út i gruggugt vatnið. 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.