Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 16
maöurinn, er ennþá fyrir utan, sagöi hann og læddist aftur fram aö dyrunum, Frú Pottifer hrökk við. — Hvaö áttu viö? Hvaða vondi maður? • — Mamma sagöi, að það væri þyrla, en Július segir, að það sé Bang-bang-maður- inn úr sjönvarpinu, sem er að njósna um okkur. Frú Pottifer var litt hrifin af sjónvarpi, en skildi, hvað átt var við. Hún varð mátt- laus i hnjánum. —- Af hverju sagðirðu mömmu þinni það ekki? ■ — Já, en hún sá hann sjálf, i kikinum hans Júliusar. Langar þig ekki að sjá lika? Freistingin var of mikil. Fyrst frúin leyfði sér það, gæti hún það lika. Hún dró djúpt að sér andann og fór mað drengnum upp. Það var hætt að rigna og sólin skein á blómstrandi kirsuberjatrén handan göt- unnar og bleik krónublöðin umkringdu manninn meðsvarta hattinn. Frú Pottifer fékk tár I augun af að horfa á hann, svona hnarreistan og einmana. Hann minnti hana á Reginald Pottifer, liðþjálfa, þegar hann var að fara úr siðasta leyfi sinu og haföi höfuðið út um lestargluggann þar til lestin hvarf i fjarskann... Július sagði: — Viltu kikinn minn, Potty? Þá sérðu vel, hvað hann er vondur. Frú Pottifer greip sjónaukann og stakk honum rólega niður i töskuna. — Nú setj- um við’hann upp i efstu hillu i skápnum, sagði hún og lét ekki sitja við orðin tóm. — Þar verður hann, þangað til þú ert búinn aðlæra að tala ekki illa um saklaust fólk. Július vissi, að ekki þýddi að mótmæla frú Pottifer og auk þess var hann búinn að búa til teygjubyssu úr gömlum sokka- böndum, til að dagurinn i rúminu væri fljótari að liða. Bófinn á horninu væri ágætis skotmark. Frú Pottifer fór aftur niður i eldhúsið með gremjusvipá andlitinu. Jane forðað- ist að mæta augnaráði hennar, þegar þær gengu þegjandi upp hvor með sinn matar- bakkann handa drengjunum, sneru aftur ogborðuðu sjálfar. Jane var að velta fyrir sér, hvort hún ætti að hringja á skrifstof- una og tala við CharleS, en gat ekki séð aö það gerði neitt gagn. Frú Pottifer hætti að hugsa um manninn sinn sáluga og hugsaöi i staðinn um, hvað Júllus og Benedikt væru vel upp aldir, ef hún ætti hlut að máli. Allt i einu gaf dyrabjallan frá sér litið bofs og siðan kom löng hringing, Sá, sem úti var, var greinilega óþolinmóður. — Dyrnar, Potty, hvislaði Jane. En frú Pottifer hreyfði sig ekki. — Það er hann, sagði hún bara og Jane reyndi ekki að bera á móti þvi. — Þá fáum við loksins að vita, hvað hann vill. — Ég opna ekki. — Þá geri ég það. Satt að segja Potty, þetta er alveg út i biáinn. Auðvitað er til skynsamleg skýring á þessu..... Júlian læddist fram i eldhúsið, sót- rauður i andliti. — Það er hann, maðurinn, mamma. Ég ætlaði ekki að hitta hann og það var bara sápukúla, svohann hefur ekki fundið til.... Jane kom auga á teygjubyssuna, sem stóð upp úr náttjakkavasanum og gat sér til um gang mála. Henni létti heil ósköp. — Þá skaltu biðja hann afsökunar, sagði hún ákveðin og Július setti upp skelfingarsvip. — Já, en mamma, hann er með skjalatösku.... það getur verið vél- byssa I henni. Jane hugsaði sig um. — Útbrotin á þér hafa versnað. Flýttu þér upp i rúmið. Hún laut að frú Pottifer. — Vertu við simann til vonar og vara. Bein i baki en máttlaus i hnjáliðunum gekk hún fram I forstofuna og opnaði rifu á útidyrnar. Kannske var þetta morðingi. Hann stóð þarna og starði á hana án þess að segja orð. Þetta var hættulegt. Jane skalf af hræðslu við tilhugunina um börn- in. Hún neyddi sig til að segja: — Hvað er yður á höndum? Hann ræskti sig. — Eruð þér frúin? Röddin var óskýr. Hún kinkaði kolli og sá þegar fyrir sér blaðafyrirsagnir um fjöldamorð i ibúða- hverfi. Hann lyfti skyndilega upp töskunni og studdi hana með hnénu, meðan hann opn- aði hana. Jane rak upp háifkæft óp og reyndi að dyrunum, en taskan var á milli . Maðurinn stundi, þegar hún lenti á miðhnappnum á regnfrakkanum og á næsta andartaki datt hann aftur fyrir sig á nýþvegnar flisarnar. Innihald töskunn- ar dreifðist út um allt. Burstar i öllum lit- um og af öllum stærðum þeyttust út i blómabeðin, fjaðrasópur hékk i sýrenu- runnanum og liktist hitabeltisblómi. Jane horfði með skelfingu á árangur gerða sinna. — Þetta verðið þér að af- saka... Hún reyndi að hjálpa manninúm á fætur, en tókst ekki. Það var eins og hann væri limdur við flisarnar. — Fóturinn á mér, kveinaði hann. — Fóturinn á mér. Július opnaði gluggann fyrir ofan og þegar hann sá móður sina og manninn bjástra þarna, greip hann það vopn, sem hendi var næst, matarbakkann og sendi hann beint i mark. Maðurinn lá hreyfing- arlaus. Frú Pottifer, sem ekki gat lengur hamið forvitni sina, kom nógu snemma út til að verða vitni að þvi og rak upp mikið óp* — Þetta er ekkert Potty, stundi Jane. Bakkinn er bara úr plasti. Komdu, við skulum reyna að koma honum inn i sófann i dagstofunni. En frú Pottifer var alltof æst til að geta hjálpað og eftir miklá fyrir- höfn, tókst veslings manninum með að- stoð Jane að komast inn á sófann. Jane dró frú Pottifer út i horn. — Pottý, mér þykir það svo leitt. Hann er bara að selja bursta. Maðurinn leit á þær, og það var hræðsla og öryggisleysi i svipnum. — Ég bið frúrnar að afsaka, byrjaði hann hátiðlega — ég bið ykkur að trúa, að ég hef aldrei áöur á ævi minni hagað mér svona.... hann lagði höndina á hjartastað regn- 'frakkans.... — en ég vissi ekki hvernig ég átti að fara að þvi öðruvlsi..að hitta... rödd hans dó út, meðan hann starði hug- fanginn á frú Pottifer. — Já, en má ég ekki kynna? sagði Jane fljótmælt. — Þetta er frú Geirþrúður Pottifer. Þér heitið? — Harding. Tod Harding. Frú Pottifer var orðin eins og önnur manneskja. Hún leit nánast út eins og hún stæði við dyr himnarikis. — Ég ætla að laga kaffi, sagði Jane og flýtti sér fram að dyrum, á sama hátt og Benedikt. — Það er ágætt við áföllum. Þegar hún var búin að segja Charles alla söguna yfir kvöldkaffinu, varð hún svo hrærð, að tárin streymdu niður vanga hennar. — Já, en elskan min.... Charles tók utan um hana. — Af hverju ertu að gráta? Þetta er indæl frásögn og þér getur varla þótt mikið fyrir þvi að vera án Potty.... hún er svoddan blaðurskjóða. — Það er einmitt það, kjökraði Jane. — Okkur hefur alltaf fundizt það. Og það er rétt. En skilurðu ekki, að einhverjum finnst hún dásamleg, dásamlegust af öll- um. — Jú, elskan min. Þú ert útkeyrð.... — Alls ekki, Charles. Þessi maður gerði allt til að komast i samband við Potty. Hún er ekki i kirkju eða á bingó eða þess háttar. Svo lét hann hana hjóla á sig og þegar það dugði ekki, tók hann heilan dag i að elta hana alla leið hingað.... Charles, það er svo fallegt.... svo óendanlega fall- egt.... — Já, ég ber ekki á móti þvi. — Og ég, sem var allan morguninn að gera grin að þvi að Potty væri orðin kyn- ferðislega rugluð á þessum aldri.... Hún hélt áfram að kjökra. Charles strauk henni yfir hárið. — Mér finnst þú hafa staðið þig vel. Þið Július björguðuð málinu.... hann kyssti hana.... — eða var það rommið? Satt að segja, elskan, heil flaska.... —■ Nei, heyrðu nú, sagði Jane gröm. — Þú getur þá unnað Potty einnar flösku til að halda upp á trúlofunina. Svo var það alls ekki rommið....ef við Július hefðum ekki haldið að hann væri morðingi.... Benedikt kom inn. — Ég er kominn með belti, tilkynnti hann stoltur og sýndi á sér snjóhvitan magann. Charles skoðaði hann. — Þú hefur erft fjöruga hugmynda- flugiö hennar mömmu þinnar, sagði hann og hristi höfuðið. Jane mundi eftir uppeldisaðferðum frú Pottifer. — Hypjaðu þig, sagði hún og Benedikt hlýddi. 16

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.