Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 12
POI Focus Hollenzku hljómsveitinni Focus tókst aö brjótast gegn um yfirráðamúr ensk/bandariskrar rokktónlistar. k Hljómsveitin kom til sögunnar árið 1969 og lék þá undir i hollenzku upp- setningunni af Hárinu, en áheyrendur voru ekki lengi að gera sér grein fyrir, að þessir menn voru frábrugðnir þvi venjulega. Eftir þessar góðu undir- tektir ákváðu þeir að mynda varan- lega hljómsveit og eins og tiðkast um flestar pop-hljómsveitir meginlands Evrópu, ákvað Focus að hasla sér völl i Bretlandi. Þar kvaö vera hliðið að al- þjóðlegri frægð. Heldur gekk það tregt til aö byrja með, en með LP-plötunum ,,In and out of Focus”, „Moving Waves” og „Focus III” komst Focus inn á brezka markaðinn, sem er þó ærið sérvitur. I árlegri atkvæðagreiðslu pop-blaðsins Melody Maker, var Focus kjörin „bezta von ársins” og segir það all- nokkuð. Frægðin kom siðan með tveimur LP-plötum, sem lentu i öðru og þriðja sæti vinsældalistans og tvær litlar plötur voru báðar i einu ofarlega á vinsældalistanum. 1 Bandarikjunum hefur hljómsveitin einnig látið að sér kveða, bæöi með hljómleikum og á vinsældalistunum. Þessar vinsældir eru fyrst og fremst að þakka hinum framúrskarandi tón- listarmönnum Thijs van Leer, sem er i rauninni stofnandi Focus og Jan Akkerman. Thijs leikur á orgel, flautu og syngur, en Akkerman leikur á gitar og lútu. Hinir eru bassaleikarinn Burt Reiter og trommuleikarinn Colin Allen. Allen er Breti, hann lék áður með Stone in the Cróws, Zoot Money og John Mayall. t október 1973 kom hann i stað Pierre van Linden i Focus, en Pierre hætti þar vegna tónlistarlegs á- greinings milli hans og hinna og hóf að leika með Trace. Fjórmenningarnir i Focus hafa allir stundað nám i sigildri tónlist. Ná- kvæmni og mikil tæknileg kunnátta er vörumerki hljómsveitarinnar og erfitt er að flokka hana á sérstökum stað. Auðvitað ráða fjórmenningarnir við þungt, traustlegt rokk, jafnvel flestum betur. En þeir slá lika á ljóðræna strengi og nálgast oft rólegan, róman- tiskan jazz. A sviði eiga þeir til að bregða fyrir sig einu og einu sigildu stefi, en hvert svo sem efnið er, er út- setningin þeirra eigin. Thijs van Leer og Jan Akkerman hafa báöir gefið út sólóplötu og bæði þeir og hljómsveitin i heild eiga nýjar LP-plötur i búðum ytra á næstunni. Akkerman er orðinn vel þekktur sóló- gitarleikari og honum er iðulega jafn- að við Eric Clapton og John Mayall. Á myndinni eru frá vinstri: Jan Akkerman, Colin Allen, Thijs van Leer og Burt Reiter.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.