Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 22
Spár dýranna bregðast aldrei Maöur i Massachusetts sá iæðuna sina taka kettlingana og koma þeim á öruggan stað. Rétt á eftir fór fellibylur yfir bæinn. AAörg dýr finna á sér veðurbreytingar. Hestar, hundar og kettir verða óróleg, þegar loftvogin fellur. En það er ekki það eina leyndardómsfulla við spár dýranna. Hvemig geta hundar varað við jarð- skjálfta? Hvernig finna hestar á sér, að fer að rigna? Hvaða dularfullur áttaviti er það, sem leiðbeinir fuglum og skordýrum á langferðum þeirra? Er fugl á heimili yðar? Gott, horfið á hann þegar hann kvakar eða syngur. Hann gefur frá sér margvisleg hljóð og misháa töna og svo er eins og röddin sviki hann. Nefið er opið hálsinn titrar. En hann er samt að syngja, við heyrum bara ekki hæstu tónana. Við vitum, að hljóðið eru bylgjur, sem fara um loftið með 340 metra hraða á sek- úndu og eyra okkar nemur. En við heyr- um aðeins tóna sem eru miili 16000 og 20000 sveiflur á sekúndu. Tónninn hækkar eftir þvi sem sveiflurnar eru fleiri. A sama hátt og augað nemur ekki inn- rauða og útfjólubláa geisla, nemur eyrað ekki hljóð, sem hefur hærri tiðni en áður er nefnt. A þessu sviði geta dýrin betur. Hundarnir boðuðu jarðskjálfta. Nokkur dæmi: Maður verður undrandi af að sjá lögregluhunda æfa sig. Þeim er stjómað með flautu, sem gefur frá sér há- tiönihljóð, sem aðeins hundarnir heyra. En hreyfingar leðurblökunnar vekja enn meiri furðu. Þrátt fyrir mjög takmarkaða 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.