Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 4
Bækistöðvar Creative Community Project eru i stóru hvitu húsi, i viktoriönskum stil, sem stendur við Washing- ton stræti. Mér Ieið hálfilla, þegar ég hringdi dyrabjöll- unni. Áður en ég hafði hringt i annað sinn qjnuðust dyrnar. — Komdu inn fyrir og taktu þátt i þvl, sem viöerum að gera, sagöi ungur maöur meö stirönaö bros á vörum. Hann réttí Keeler höndina. Ég tók varfaernislega I hönd hans, og settist svo niður. Hann þrýsti þéttingsfast hönd mlna, brosti áfram og starði á mig. Siðar um daginnvarborinnfram eggja- hvitusnauöur málsverður, sem líktist helzt þvl, sem grænmetisætur velja sér, hnsgrjón og kál. Ég tók eftir því að allir þeir, sem voru nýkomnir höföu viö hliö sér Moon-ista, sem viku ekki frá þeim. — Komið nú hingað og fáum okkur teppi, sagði ungur maður, og lagði handlegginn utan um mig, og geislaði allur I framan. Hann hét Bob. Ég tók eftir þvi, að hann hafði ekki fengið sér neitt að borða. — Ætlar þú ekki að borða neitt? spuröi ég. — Nei, ég fasta þessa viku. Þetta er fasta af trúarlegum orsökum. Sumir hér á meðal okkar gera þetta. Einni og hálfri klukkustund síðar sat Bob enn við hlið mér og hélt I höndina á mér. Það var verið að halda fyrirlestur yfir okkur og gerði það Sherri Sagar, einn af Moonistaforingjunum. Þá heyrðist allt ieinu mikiö háreystivið dyrnar. Þar stóö maður oghrópaði, Jeannie! Hann reyndi að ryðjast inn i húsið. Skyndilega þustu fram að minnsta kosti 25 Moonistar og gerðu sig liklega til þess að hrinda honum Ungur piltur í Kaliforníu reyndi að kynna sér Moon-söfnuðinn og segir hér frá því, sem Ahangendur Moon-safnaðarins munu vera nokkrir hér á landi, þótt þeir skipti llkiega ekki mörgum tugum. Einnig eru nokkrir isiend- ingar starfandi meðai Moonista I öðrum löndum t.d. f Noregi. Grein sú, er hér birtist að þessu sinni er skrifuð af 18 ára gömlum San Francisco-búa, Scott Keeler. Hann hann komst að vissi, eins og reyndar allir aörir táningar, sem alizt hafa upp i San Francisco og nágrenni, að til væri staður I borginni, sem hægt væri að leita á, ef börn lentu I útistöðum við foreldra sina. Fólkiö á þessum ákveöna stað myndi taka fagnandi á móti hverjum unglingi, er að garði bæri. Keeler vissi Uka að þessi staöur var undir stjórn þess sem kaliaðist Creative Community Project og eigandinn var séra Sun Myung Moon og söfnuður hans, Unification Church. Keeler var formaður skólafélags Alameda-gagnfræöaskóians. Hann var einnig blaðamaður hjá skóla- blaðinu, Oak Leaf. Þess vegna HVER ER MOON 06 HVERNIG STARFAR SÖFNUÐUR HANS? 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.