Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 7
Simeon II konungur af Búlgariu í útlegð en lifir þó í voninni Fyrir hvern einvald, sem situr aö völdum, eru aö minnsta kosti tveir sem veröa aö lifa i útlegö fjarri þjóö sinni og konungsriki. Simeon II fyrr- um Búlgariukonungurhefur komizt aö raun um, aö hásætier ekki öruggt sæti. Hann hefur aldrei hætt aö vonast eftir þvi aö komast aftur til valda I landi sinu, allt frá þvl þaö varö lýöveldi áriö 1946. Hann býr nú á Spáni og þar lifir hann stööugt I voninni. Konungurinn lifir þægilegu lifi I út- legðirini. Frá risastóru skrifboröi sinu I glæsilegu húsi i Madrid stjórnar hann blómstrandi fyrirtæki, auk þess sem hann rekur ráðleggingaskrifstofu, sem hjálpar Búlgörum, sem eru I útlegð eins og hann sjálfur. Enn er hann nefndur „konungur”, hann stjórnar enn ráðstefnum og fundum, þar sem landflótta Búlgarar hittast og ræða vandamál sin. Draumurinn er að geta snúið aftur til Búlgariu sem eins konar friðarboði. Friður var nokkuð, sem ekki var mikið um á uppvaxtarárum konungs- ins. Faðir hans, hinn vinsæli Boris III, dó á mjög dularfullan hátt. Margt bendir til þess að Hitler hafi látið eitra fyrir hann, vegna þess að konungurinn neitaði að segja Sovétrikjunum striö á hendur. Arið 1945 var svo prins Kyril drep- inn, og það gerðu kommúnistar, sem tekið höfðu við völdum eftir byltingu árið áður. Stjórnin batt enda á blóðugt hernám Þjóðverja, en annað kom i staöinn. Fjöldi manns, sem voru and- vigir kommúnistum, var hengdur, og árið 1946 var konungsstjórnin afnum- in. öll mótmæli voru bönnuö, og við kosningar til þings árið 1948 hlaut Fööurlandsfylkingin 99% allra greiddra atkvæöa. Simeon IIkonungur, sem tekið hafði viö völdum 28. ágúst, árið 1943, fékk aldrei tækifæri til þess að sýna hæfi- leika sína sem einvaldur. Hann komst undan til Madrid, og þar hefur hann verið eins og nokkurs konar samein- ingartákn fyrir búlgarska flóttamenn. Ar ið 1962 kvæntist hann hinni fögru Margaretu, dóttur Mercedes og Manuel Gomes-Acebo y Modet, sem er af spænskri aðalsætt. Þau eiga nú fimm börn, sem erft hafa búlgarska titla. Það elzta er 14 ára, Kardam prins af Tirnova og krónprins Búlgariu. Þá er Kyril 12 ára, prins af Preslav, Kubrat 11 ára, prins af Panagiurishte, og Konstantin 9 ára, prins af Vidin. Lestina rekur svo Kalina, 5 ára gömul, prinsessa af Búlgariu. Með þessu ætti þó að minnsta kosti að vera tryggt, að ein- hver mun erfa Simeon II, þótt ekki sé vist, að nokkurt barnanna eigi eftir að taka við völdum i BUlgarlu. Þfb Simeon og Margareta meö börnin sín fimm. Frá vinstri: Konstantin, Kubrat, Kiril, Kardam og Kalina. 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.