Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 8
Lesendur Heimilis-Timans minnastþess eflaust að i vetur sögðum við frá landkynn- ingarstarfi, sem islenskar konur vestan hafs vinna á sin- um nýju heimaslóðum. Enn berast okkur fréttir af þessu óeigingjama starfi þeirra og nú af þátttöku i alþjóðlegri sýningu, sem haldin var i Civic Hall i Philadelphiu dag- ana 5., 6. og 7. mai. Vegna sumarleyfis Heimilis-Timans hefur frásögn af þessari sýn- ingu ekki birst fyrr en þetta. Þaö er Asta Gunnars Lapergola sem segir frá nú eins og fyrr: — Eftir mikla vinnu leit sýningarbásinn okkar mjög vel út. Viö höföum þar marga fallega hluti til sýnis. Ýmislegt var þarna ur lopa auk, þess sem viö sýndum hluti úr Islenskum leir, skartgripi, Islensk spil, dúkkur I þjóöbúningum og margt fleira. — Fyrsta daginn sóttu sýninguna ein- göngu skólabörn, og voru þau I fylgd meö kennurum slnum. Bæöi börnin og kennar- arnir voru mjög forvitin um ísland. Helstu spurningarnar, sem borriar voru upp viðokkur voru: Hvaöa mál taliö þið? Hver er aðalatvinnuvegur Islendinga? Hvernig er veöráttan? Er alltaf snjór? Hafið þiö séö eldgos? Viö reyndum aö svara þessu öllu eftir bestu getu, og ég held aö flestir hafifariö I burtu margs vís- ari um Island og þá þjóö sem landiö bygg- ir. / Sýningarbásinn okkar var afar vinsæll og I honum var gestkvæmt. Viö höföum ekki viö aö svara spurningum alla dagana þrjá. Höföum viö mjög gaman af aö fræöa fólkiö um landiö okkar. Viö vorum þarnaflestar íþrjá daga frá þvl klukkan 9 á morgnana og fram til klukkan tlu á kvöldin. Auk þess haföi veriö nóg aö gera hjá okkur 4. mal, daginn fyrir sýninguna, viö að koma öllum sýningarmununum fyrir I sýningarbásnum. Viö klæddum vegginn bak viö básinn bláu og einnig borðin í básnum. Nú kynni einhver aö Asta Gunnars Lapergola segir frá íslenzkri sýningu í ^Philadelphiu y „Margir komið sögðu til ísli Eftir mikla vinnu var búiö aö koma öllu fyrir f sýningarbásnum okkar. Viö kiæddum veggina meö bláu efni og einnig boröin, sem sýningarmununum var komiö fyrir á. Hér sjást Ragna'r Krebs, Lovisa og Albert Cimini og Margrét Klapa. Smávaxin Indiánakona, 90 ára aö aldri, stendur hérmeöf jórum islenzkum konum á sýningunni. Þær eru Kristin Napier Asta Gunnars Lapergola, Lára Clarke og Disa Shook.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.