Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 23
Tárin runnu niður á pöntunarbókina fyrir framan hana. Hún gat ekki gert að þvi að hún fór að bera saman kvöldið i kvöld og aðfanga- dagskvöld fyrir ári, þegar Hugh og Fran og hún sjálf höfðu borðað saman kvöldmat heima i ibúðinni þeirra. Hugh hafði komið með kampavinsflösku og þegar Fran var farin út, settist hann niður við hlið Barböru og lagði handlegginn utan um hana og þau horfðu i glæðurnar i arninum. Nú var Fran horfin og Hugh var i þann veg- inn að yfirgefa Hilton General. Hún heyrði skröltið i matarbökkunum á göngunum fyrir ofan. Brátt myndi allt vera hljótt á sjúkrahúsinu rétt áður en kvöld- heimsóknartiminn hæfist. Þegar Barbara var búin að ganga frá siðustu gjöfinni tók hún káp- una sina og slæðuna og ætlaði að fara að fara. Það var kalt og bjart úti, og vindurinn smaug i gegn um merg og bein þegar hún gekk i áttina að bilnum sinum. Hún var næstum komin að honum, þegar einhver ávarpaði hana með nafni. — Ungfrú Benson? Hún sneri sér við og sá John Davidson ganga hratt i áttina til hennar. Hún hefði átt að þakka Jennie fyrir að hún skyldi hafa minnt þennan mann á að jólin væru að koma,var það fyrsta sem henni datt i hug, þar sem John Davidson var næsta ólikur sjálf- um sér og þeim þreytta manni sem hafði farið með hana út að borða áður. —-Ert þú ein i kvöld spurði hann ákafur. Bar- bara kinkaði kolli. — Þú ert ekkert upptekin? — Nei. —Kannski við gætum þá borðað saman... Ég verð að vera kominn aftur á sjúkráhúsíð klúkk an tiu. Sjúklingurinn minn ofan úr fjöilunum hefur það ekki sem bezt. Hann tók i handlegg hennar um leið og hann sagði þetta. — Það væri heldur óheppilegt ef barninu batnaði ekki Hann varð þungur á brún. — Ég var að vona að þetta yrði það tilfellið sem riði baggamuninn. Þegar þau voru setzt inn i bilinn sat hann kyrr nokkra stund og starði fram fyrir sig, áður en hann setti bilinn i gang. — Það er eins og vant er, sagði hann, — móðirin er æst i að fá barnið sitt heim aftur. Það er alltaf sama vandamálið. Ef ég aðeins gæti fengið að hafa sjúklinginn nægilega lengi, þá gæti verið að ég fyndi einhverja nýja aðferð til þess að hjálpa honum. — Áttu við að drengurinn verði bæklaður? spurði hann um leið og hann setti bilinn i gang. — Ef til vill. Hann sagði ekkert fleira um sjúklinginn, en kom Barböru algjörlega á óvart með að segja: — Hver er þessi stúlka, Jennie? — Ég veit mjög litið um Jennie,sagði Bar- bara þurrlega. — Hún fór heim til sin i kvöld. Hún er frá smábæ i Suður-Karolinu. Foreldrar hennar eru dánir, en hún á bróður, sem er miklu eldri en hún. — Þetta er mjög lagleg stúlka. — Þú kemur mér á óvart. Hún var búin að segja þetta áður en hún vissi af. — Jennie er sannkölluð fegurðardis. Þú heldur kannski að fegurð hafi engin áhrif á mig. — Hefur hún það? spurði Barbara. — Nei, ég hef ekki tima til þess að vera að velta þvi fyrir mér hvernig konur lita út. En þú mannst að ég sagði þér að þú værir falleg. —Enda þótt ég likist á engan hátt Jennie. —Það er alveg rétt. Þú ert svo sjálfstæð. — Og það eru engin meðmæli sagði Barbara. Hann svaraði þessu engu og það átti eftir að fara i taugarnar á henni siðar. Þau fóru á veitingahús i bænum þetta kvöld, veitingahús sem starfslið sjúkrahússins sótti gjarnan. Barbara sá þarna nokkra lækna frá Hilton Géneral á meðan hún og John Davidson stóðu og biðu eftir að fá borð. Förunautur Bar- böru var aftur orðinn þeigjandalegur og hún velti þvi fyrir sér hvort htín hefði móðgað hánn. Svo ákvað hún að hún yrði að sætta sig við þessa skyndilegu breytingar sem alltaf urðu á honum. Það var ekki nema þegar John David- son var að tala um starf sitt að hann var mælskur. Var hún afbrýðisöm út i Jennie? Barbara spurði sjálfa sig þessarar spurningar. Gat átt sér stað að hún öfundaði Jennie af vinsældum hennar? Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún tekið undir það þegar John Davidson fór að tala um að Jennie væri aðlaðandi. Meira að segja Hugh hafði talað um, að stúlkan væri falleg. Barbara hafði þó alltaf verið viss um, að hann væri hrifnari af stúlkum eins og henni sjálfri. Dr. Davidson hafði kallað á hana og fengið hana út með sér i kvöld vegna þess að hann hafði ekkert annað að gera i kvöld ekki vegna þess að hann hefði ánægjú af að vera með henni. Þegar pöntun þeirra kom sagði hann óvænt: —Það er slæmt að Harding skuli hafa farið frá Hilton General einmitt núna,finnst þér það ekki? Hann var önnum kafinn við að ná sundur 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.