Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 3
Kæri Alvitur! Ertu ekki í stuði? Vonandi er rusla- karfan ekki svöng. Viitu ekki vera svo sætur að svara örfáum spurningum fyrir mig? 1. Ég þekki tvo stráka. Annar er jafngamali mér. Hann virðist glæsi- legri og hann á áhugaverðari fjöl- skyidu. Hann hefur áhuga á íþróttum og er fremur áberandi i sinum hópi. Hinn er tveimur árum eldri en ég, gáfaðri en hinn og hefur meira sjálfs- álit, þótt það sé svo sannarlega til staðar hjá þeim fyrrnefnda. Hann er lika á kafi í iþróttum og er alltaf sá, sem talar i slnum hópi. Báðir eru þeir dökkhærðir og lagleg- ir. Hvorn á ég að velja? Það er mjög erfitt. Ég á við, hvorn list þér betur á? 2. Ég er hrifin af strák, og hef reynt að láta hann taka eftir þvi, án þess að aðrir sjái það. Svo sem með þvi aö horfa á hann og þess háttar. Og ég er næstum viss um, að hann veit, aö ég er hrifin af honum. Spurningin er bara sú, hvort hann er hrifinn af mér. Hann hefur stundum, að þvi er mér finnst, gefið það i skyn, að hann sé hrifinn af mér, en ég veit bara ekki hvort hann meinar eitthvaö meö því, eða er bara að gera gys að mér. Hvaö get ég gert til aö vita, hvort hann meinar eitthvað með þessu? Bæ, bæ, elsku Alvitur. Já, þú setur mig svo sannarlega i mikinn vanda. Fyrst með þvi að spyrja mig hvorn strákinn þú átt að velja i fyrstu spurningunni. og svo þegar þú ferð að tala um þann þriðja. og hvernig þú eigir að fá hann til þess að taka eftir þér. bú virðist ekki vera við eina fjölina felld. Ég held að til að byrja með ættir þú að reyna að ákveða þig. Þú getur aldrei haldiö þeim öllum þremur. Slepptu þá þeim þriðja strax. það gerir málið mun auðveldara. Ef við reiknum með. að aðeins séu tveir eftir, þá held ég nú að best væri að ástin væri látin ráða. ef einhver al- vara er á ferðum varðandi samband þitt og annars hvors hinna. En þar fyr- ir utan held ég að mér félli sá fyrsti best. Ég er svolitið veik fyrir. áhuga- verðum fjölskyldum. Þú segir kannski að þú ætlir ekki að giftast fjölskyld- unni heldur manninum. en hver veit nema fjölskyldan eigi eftir að hafa föluverð áhrif á iifið i framtiöinni. Sæll Alvitur! Ég vona, að þetta bréf lendi ekki i rusbnu. t hvaða skóla þarf maður aö fara, áður en maður fer i hjúkrunar- nárít, og hvað er þetta nám langt? Viltu sundurliða þetta allt? Hvað er búnaðarskólanámið langt? Er ekki hægt að setja aðra mynda- sögu i blaðið. svipaða Stinu og Stjána í Yikunni? Ég spyr að einu enn: Hvernig endist þú til að svara öllum þessum vitlausu bréfum frá fólkuiu um bólur og þessi ástarmál. sem nærri öll eru jafnvit- laus? Ef fólkið leggur höfuðið I bleyti smástund. getur þaö leyst þetta sjálft. Mörg bréf eru samt almennileg. en ekki þetta. Bless. Austfirðingur Ég er nokkuö oft. held ég. búin að segja f rá hjúkrunar- og búnaðarskóla- námi. svo ég ætla ekki að fara ítarlega út i það að þessu sinni. Búfræðinám tekur einn vetur og hjúkrunarnámiö þrjá. Leitaðu svo að frekari upplysing- um i,gömlum Heimilis-Timum. Þvi miður höfum við ekki aðstæður til þess að fjölga myndasögunum i Heimilis-Timanum i bili. en hver veit. hvað framtiðin ber i skauö sér á þvi sviði. Og svoer þaö með þessi ..vitlausu" bréf, eins og þú kallar þau. Þau eru nú siður en svo vitlaus öll saman. og hver ogeinn hefursitt mat á málunum. eins og eðlilegt er. þess vegna reynir mað- ur að svara sem flestum og s.em bezt. hvernig sem það nú annars tekst. * Akiko Otsu i Japan hefur nú snúið sér til Alviturs og beðið hann liðsinnis. Þannig er mál meö vexti að Akiko lét birta nafn sitt i pennavinadalki Heimilis-Timans ekki alls fyrir löngu. Hann fékk fljótlega þrjú bréf frá ls- landi og segist hafa svarað þeim um hæl. En siðan hefur ekkert gerzt. hann hefur ekki fengiö bréf aftur frá þessum nýju islenzku vinum sinum. Þvi miður er litið sem Alvitur getur gert. nema hvetja þessa þrjá bréfrit- ara til þess að skrifa Akiko sem fyrst nú eða þá benda öðrum á að hann hef- ur áhuga á lslandi og tslendingum og enn geta verið einhverjir sem vildu skrifa honum. Heimilisfengið er Akiko Otsy 8-13 Miyamachi 3-C. Sendai-S 980 Japan. Meðal efnis í þessu blaði: Betlehemsstjarnan.............. 15 Lifgað upp á ruggustólinn........16 Útsaumaður dúkur.................17 Margvislegar má nota vöflurnar...18 Kvikmyndaauglýsingarnar öðlast gildi.20 ódýrirog fallegir skermar........36 bls Hvers vegna erú börnin ekki úti....... 4 Húnþværþvott.......................... 6 Dreymir um að fá pabba í heimsókn.... 8 Bonnie Tyler..........................13 Joan Fontaineskrifar ævisögu.......... 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.