Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 27
sínurri/ hvað þeir væru miklir ærslabelgir, og Soila hlustaði með athygli. Ö, hvað hún þráði að eignast lítið barn, en hún mátti ekki hugsa um það, ekki fyrr en Geiri væri búinn að ná sér betur. Tíminn, sem þau dvöldust úti hafði sitt að segja um útlit Geira. Hann var miklu hraustlegri og hann hafði dökknað mikið og roði var kominn í kinnar hans. Eftir að þau komu heim fór hann langtum meira út en áður. Svo fór áhuginn á starfinu að segja til sin. Hann útvegaði sér vinnu, sem hann gat unnið við heima. Hann fór að þýða. Morgun einn, er Solla fór á fætur fékk hún svo mikla ogleði, að hún kastaði upp. Hvernig stendur á þessu? sagði hún við sjálf a sig. Þetta hlýtur að vera einhver pest, en ekki hætti hún við að fara í vinn- una. Hún hresstist f Ijótlega. Næsta morgun kastaði hún aftur upp. Hún var ekki komin á fætur. Hún bað Geira um að sækja fyrir sig fat. Þegar hann kom með það hafði hún þegar kastað upp á gólfið. Hún haf ði ekki getað komið í veg f yrir það. Geiri kom til hennar og strauk henni um hárið. — Solla mín, líður þér mjög illa? — Nei, nei, ekki núna. Mér líður miklu betur. — Þetta hlýtur að vera einhver pest, sem er að ganga, sagði Geiri. — Nei, það held ég ekki Geiri minn. Ég kastaði lika upp í gærmorgun. Ég held að ég sé ófrísk. Ég hlýt að hafa gleymt að taka pilluna einhvern daginn. Svoeru komnir nokkrir dagar fram yf ir hjá mér. — O, elskan mín, þú verður að hvíla þig í dag, sagði Geiri. Ég skal hringja á sjúkrahúsið og segja, að þú sért lasin. Dagarnir liðu. Solla hafði farið í skoðun, og lækn- irinn staðfesti grun hennar. Hún var barnshafandi. Geiri var óumræðilega hamingjusamur. Hann gerði allt sem hann gat fyrir Sollu á meðan hún gekk með barnið. Hún vann alveg fram á síðasta mánuð. Hún fór reglulega í læknisskoðun og allt var í lagi, og hún var miög f rísk og hress allan meðgöngutímann. Eina nóttina vaknaði Solla með mikla verki. Hún vakti Geira. — Geiri! Ég held að hríðirnar séu að byrja. — Heldurðu það. Á ég ekki að hringja á nætur- vaktina? — Nei, nei, Geiri minn. Það liggur ekkert á. — En Solla, á ég ekki að vekja mömmu? — Jú ætli það ekki. Helga kom fljðtlega og hjápaði Geira að útbúa Sollu á sjúkrahúsið. Hríðirnar jukust og þegar tíu mínútur liðu á milli verkja, keyrði Jón hana á spítalann. Geiri fór með. Fæðingin gekk vel, og um hádegið fæddi Solla fjórtán marka dreng, sem var lifandi eftirmynd pabba síns. Solla þráði nú að sjá manninn sinn. Hann hafði farið heim klukkan sjö um morguninn, en hún átti von á honum á hverri stundu. Henni leið mjög vel eftir fæðinguna. Hún var búin að sofa og hvíla sig í nokkra tíma, þegar bankað var á dyrnar. — Kom inn, sagði Solla, sem var ein í herbergi. — Geiri kom inn, og þegar hann sá Sollu Ijómaði hann allur í framan. Hann gekk til hennar og viti menn. Hann sleppti hækjunum og gekk, já hann gekk óstuddur. Það hafði gerzt kraftaverk. — O, elskan mín, sagði hann og kyssti konuna sina. — Mikið er ég hamingjusamur. Við erum búin að eignast son, Ijómandi fallegan dreng. — Geiri minn, ég er líka mjög hamingjusöm af tveimur ástæðum. Þú slepptir hækjunum og gekkst fáein spor. — Er það Solla min? Ég hef ekki einu sinni tekið eftir því sjálf ur. Ég var svo ákaf ur að koma til þín, elskan mín. Það hefur gerzt kraftaverk dásamlegt kraftaverk. Það var sunnudagur, bjartur og fagur. I dag á að messa í Staðarkirkju og einnig að færa barn til skírnar. Sólveig og Geiri ætla að láta skíra drenginn sinn, sem er orðinn f jögurra mánaða gamall. Það er margt fólk við messu þennan dag. Foreldrar og systkini Sollu höfðu komið snemma um morguninn. Og messan er haf in. Presturnnn heldur mjög hjart- næma ræðu um dásemdir lífsins og hamingju mannanna. Síðan er sunginn sálmur og Geiri og Solla standa upp. Skirnin er hafin. Presturinn spyr, hvað barnið eigi að heita. — Jón Einar, ég skíri þig í nafni föðurins, sonar- ins og hins heilaga anda. Amen. Er messunni var lokið kepptust allir um að óska þeim Sollu og Geira til hamingju með barnið. Er heim var komið var haldin skírnarveizla. Móðir Sollu og móðir Geira sáu um veitingarnar. Geiri gat núgengið óstuddur og hafði hann alveg sleppt hækjunum. Það voru hamingjusamir foreldrar, sem sátu fyrir framan vöggu litla barnsins. — Geiri, mikið getur lífið verið dásamlegt. — Já, elskan mín. Líf mitt hefur verið sann- kallaður sólskinsdagur, síðan ég kynntist þér, ástin min, sagði Geiri og tók konu sína í f aðminn. Sögulok I>ú útt ekki aft RanKa 10 skref 1 skylniingaeinvigi. 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.