Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 24
málefni mín, sagði Barbara enn styttri í spuna en fyrr. — Ef við værum að því, hefði ég líka töluverðu við þetta að bæta. Hann var orðinn reiður líka. — Hins vegar vildi ég gjarnan ræða um Lane lækni. Joe Lane getur ekki orðið mér til frekara gagns varðandi þennan sjúkling. Læknisfræðilegur áhugi hans hefur vikið fyrir löngun hans til þess að hafa áhrif á stúlkuna. Það getur einungis orðið til þess að kippa fótunum undan öllu því, sem mig langar til þess að gera fyrir Jennie. — Við hvað áttu með því? spurði Barbara. — Ég er ákveðinn í því að kvænast henni. Þá get ég haft eftirlit með henni þangað til hún hefur náð f ullkomlega heilsunni á nýjan leik. Það getur tekið mörg ár. — Og hvað svo? Hann starði á hana. — Ég get farið eftir öllu sem ég vil, vegna þess að ég veit, að mér mun takast allt, sem ég tek mér f yrir hendur. Ég er f ús að f ara f rá Hilton General, þar sem ég get hvort eð er ekki gert allt sem ég vil varðandi þennan sjúkling, og fengið mér starf annars staðar. Ég verð að fá að gera það sem ég tel vera réttastog bezt. — Eftir því sem ég bezt veit hefur enginn mót- mælt aðferðum þínum við lækningu Jenniear, né gripið fram fyrir hendurnar á þér, sagði Barbara varfærnislega. Hún var staðráðin í því að reita ekki þennan mann til reiði, en hún var líka ákveðinn í því að koma í veg fyrir að honum tækist að fram- kvæma þá fyrirætlun sína að kvænast Jennie. — Ég leyfi engum að grípa fram fyrir hendur mínar, sagði hann hryssingslega. — Eina leiðin til þess að ég sé viss um, að það verði ekki gert er að hafa Jennie hjá mér alltaf. — Það er ekki víst að Jennie vilji þetta sjálf. — Ég held hún muni samþykkja það, ef é heiti henni algjörum bata. — Hvernig dirfist þú að lofa henni slíku? Hann létsem hann heyrði ekki tóninn í spurningu hennar. — Mér hefur boðizt staða við Northern sjúkrahúsið, og þar fæ ég betra tækifæri til rann- sókna heldur en ég hef hér við Hilton General. Ef ég tek boðinu fer ég héðan í maí. Ekki fyrr en í mai, hugsaði Barbara. Jennie hlaut að verða komin til það góðrar heilsu fyrir þann tíma, að hún væri fær um að taka viturlega ákvörð- un varðandi framtíð sjálfrar sín. Það var næsta undarlegt, að dr. Davidson skyldi hafa svona mikil áhrif á hamingju bæói hennar sjálfrar og Jenniear, þótt hvorug þeirra væri ást- fangin af honum. Hún hafði verið mesti kjáni, og hún vissi það líka vel. En hvað um Jennie ef henni yrði heitið f ullkomnum bata gegn því að hún giftist manni, sem hún elskaði ekki? Enda þótt Jennie hefði nú fengið meiri og meiri áhuga á Joe Lane lýsti hún þvi oft f yrir, að hún ætti einvörðungu dr. Davidson að þakka þann bata, sem hún þegar hafði fengið. Vel gæti verið, að hún hik- aði við að hafna bónorðinu þegar henni yrði heitið því, að hún ætti eftir að fá fullan mátt í fæturna á nýjan leik. Barbara þráði heitt, að Hugh væri kominn til þess að ráða henni heilt. Gæti hún aðeins rætt um þetta •/4 við Hugh, var/hún viss um, að hann myndi ráð- leggja henni hvað bezt vaéri að gera. Gerum nú ráð fyrir, að dr. Davidson ofmæti lækningamátf sinn? Setjum nú svo, að hann gæti ekki læknað ^Jennie? Þá gat Jennie aldrei búizt við að nóta af yhans hálfu tillitsemi eða góðmennsku, enda hafði hann lýst því yfir, að hann hefði ekki tíma fyrir. tilfinningasemi. Vegna þfess að Barböru höfðu orðið á mistök var hún ákveðnari en nokkru sinni fyrr að reyna að stuðla aoþví, að Jennie mætti verða hamingjusöm. Hún hafoi sjálf að lokum gert sér grein fyrir því, hvað hamingja væri, og það með fyrir bitra reynslu, hugsaði hún nú. Hún skildi nú Hugh betur en áður, þegar hún fylgdist með Joe Lane og Jennie. Joe varð nú til þess að hún f ór að hugsa um þá daga, þegar hún hafði þegið ást Hughs og góð- mennsku án þess að kunna á nokkurn hátt að meta það, hvað slíkt gat þýtt fyrir konu. Nú, þegar allt var um seinan, sá hún þetta Ijóslega. Barbara fór heim um kvöldið, eftir að hafa talað við John Davidson og hitti þá f yrir Jennie, þar sem hún þeyttist um stofugólfið í hjólastólnum sínum, kinnarnar voru rauðar, og geislandi svört augum — Joe segist geta boðið mér út, almennilega, eft- ir tvær vikur, ef ég fer í einu og öllu eftir því, sem mér er sagt, hrópaði hún upp yfir sig hrifin. — En ég verð að læra að gera allt, sem ég get sjálf. Á morgun ætla ég að þvo upp diskana. Bráðlega þarftu ekki að fá Mary hingað til þess að taka til. Ég stend í svo mikilli þakkarskuld við þig. Bar- bara. Svo óskaplega mikilli þakkarskuld. — Þú ert í meiri þakkarskuld við læknana þína. Jennie yppti öxlum, og gamli gáskinn var kominn aftur í augu hennar. — Hvorn þeirra? — Báða. Doktor Lane gerir einfaldlega það, sem doktor Davidson skipar honum að gera. — Ekki algjörlega, sagði Jennie, og snéri stóln- um við, og kom aftur til baka. — Fellur þér ekki við Joe, Barbara? — Þú talar ekki nógu virðulega um lækninn þinn. — Hann er bara Joe í mínum augum, sagði hún brosandi. Barbara hugsaði um það siðar, að hún hefði verið með óþarfa áhyggjur. Hún hefði mátt treysta Jennie til þess að kunna betur lagið á karlmönnun- um, heldur en hún sjálf kunni. Þær skemmtu sér vel yf ir kvöldverðinum. Jennie sat í stólnum sínum við borðsendann. Það var rauð- ur borði í svörtu hárinu, sem var orðið svo sítt eftir veikindin. Jennie var einstaklega skemmtileg, og í fyrsta skipti siðan hún veiktist kom það berlega í Ijós. En þegar þær voru að Ijúka við eftirmatinn varð hún alvarleg á ný. — Doktor Davidson kom í dag, sagði hún og það var áhyggjuhreimur í röddinni. — Hann hlýtur að hafa verið mjög ánægður með það, hversu mikið þér hefur farið fram. — Hann var það, en hann sagði, að mér myndi aldrei barna til fulls, nema ég færi til Northern- sjúkrahússins. — Hvernig gætir þú gert þaö, jennief — Ég veit það ekki. — Hvers vegna ertu að hafa áhyqqjur af framtíð-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.