NT - 13.07.1984, Blaðsíða 2

NT - 13.07.1984, Blaðsíða 2
 Föstudagur 13. júlí 1984 2 Gæði aflans nú mun betri ■ Miklu meira af þorski, ufsa og löngu fór í 1. gæðaflokk á nýliðinni vetrarvertíð en á ver- tíðinni í fyrra, samkvæmt skýrslu Framleiðslueftirlits sjávar- afurða. Nemur aukningin á þorski veiddum í net um 6%, en ufsa um 8%; er um 65% af þorski í 1. flokki, en 75% af ufsa. í skýrslu Framleiðslueftirlitsins er gefið nákvæmt yfirlit um gæðaflokkun fisks eftir veiðar- færurn, veiðivikum og löndunar- stöðum. Fram kemur að best er flokkun línu - og handfærafisks, því næst botnvörpufisks, og lökust flokkun er á netafiski. Athygli vekur að yfir landið í heild fóru nálægt 60% af neta-- þorski í 1. flokk í febrúar, en hlutfallið fór í um og yfir 70% í mars. Flokkunin datt síðan niður í 60% í aprfi og fyrri hluti maí, en allt niður í 50% síðustu tvær vikur maí mánaðar. Einnig er athyglisvert að gæða- flokkun netaþorsks á Vestur- landi er mun betri heldur^n á Suður- og Suðausturlandi. Þannig fór á Vesturlandi í 1. flokk um70%,eðanánar75,5% á Rifi, 68,5% í Ólafsvík, 72 J% á Grundarfirði og 73,7% í Stykkishólmi. Aftur a móti var flokkunin á Suðurlandi nær „Höfum reynt að ýta við mönnum og áminna þá.“ - segir Jón B. Jónsson, skrifstofustjóri um degi. Þeir bera ýmsu fyrir sig, og svo er þetta stórt svæði og mikill fjöldi að fylgjast með. Við höfum reynt að hreyfa við mönnum og hótað að svifta þá leyfunum. Það hefur komið til leyfis- sviftinga á hverri vertíð. Enda verður að segjast eins og er að sumir haga sér svívirðilega í þessu, svo það er engu lagi líkt. Menn hafa jafnvel farið í sumar- frí suður á land og skilið netin eftir í sjó. En þetta eru sem betur fer undantekningar.“ - Ffvaða skýringar átt þú á þessum mun milli landshluta. „Þessi mismunur hefur verið til. Vesturlandið hefur mörg árin fengið betra mat heldur en Suður- og Suðausturlandið. Ég held að það verði ekki nein skýring á því. Það hefur verið sagt að matið væri annað, en það hefur verið gert átak í því að samræma matið. Ég held að eina skýringin verði sú að menn þarna sinni þéssu bara betur. Séu líka með færri net,“ sagði Jón B. Jónasson, skrif- stofustjóri. ■ „Ein af forsendum kvótans var að menn færu betur með þetta, og einhverjir hafa gert það. Svo hefur ástandið á mörkuðum verið þannig að menn hafa reynt að forðast ákveðna flokka, sem ekki er hægt að nýta til annars en skreiðar, vegna þess að þeir markaðir hafa verið lokaðir," sagði Jón B. Jónasson, þegar NT bað hann að skýra betri gæðaflokkun en í fyrra. „Síðan hefur ráðuneytið ver- ið með þessa áróðursherferð. Og við höfum líka lagt dálítið upp úr því að fylgjast með netaveiðum, þ.e.a.s. að ýta við mönnum og áminna þá sem stunda þetta ekki sem skyldi." - Hvaðgeturráðuneytiðgert nánar í þeim efnum? „Þetta eru leyfisveiðar, og við höfum heimildir til að binda þær við að menn rói á hverjum degi. En þá lendum við í veður- farsmálunum og getum ekki skipað mönnum út í opinrL dauðann. En við höfum reynt að fyfgja því eftir að menn sæki á hverj- 60%, eða á Hornafirði 59%, Grindavík 59,5%, Sandgerði 57,4%, Keflavík 58,4% og Eyrarbakka 61,7% en í Þorláks- höfn var hún 64,5%. NT leitaði álits nokkurra sér- fróðra manna á þeim upplýsing- um sem fram komu í skýrslunni. „Kannski er matið mis- munandi?“ - segir Dagur Ingimundarson ■ „Ég hef ekki farið yfir þetta hjá okkur,“ sagði Dagur Ingi- mundarson, sem gerir út Arney í Sandgerði, í samtali við NT um gæðamatið. „Það hefur allt- af verið misjafnt mat á milli staða. Það var hérna fyrir tveim- ur eða þremur árum að verið var að tala um það hvað mat kæmi illa út í Keflavík; að þegar bátar færu út eftir brælu þá færu þeir ekki inn á Keflavík, en frekar til Sandgerðis og Grinda- víkur þar sem þeir fengju betra mat.“ - Hvað heldur þú að þeir geri betur, til að fá betra mat, á Vesturlandi heldur en á Suður- nesjum? „Ég veit það ekki.Nema þeir dragi kannski tvisvar á dag. Eg held að t.d. í mars hafi verið róið alla daga nema sunnudaga hjá okkur.“ En hefur þú tölur frá salt- fiskstöðum út? Ef þú tækir mat- ið aftur út úr vinnslu þá gætir þú séð hvort það sé verra ástand á Suðurnesjum heldur en annars staðar. Ef svo væri ekki þá benti það til að það væri kannski öðruvísi ferskfiskmat hér. Það er erfitt að segja í fljótu bragði hvar munurinn liggur Eg skal ekki segja hvort loðnan stendur lengur við þar, en það er stórbreyting á fiskinum á meðan hún gengur yfir,“ sagði Dagur að lokum. Mannlíf og mannréttindi ■ Fyrir skömmu hóf nýtt tímarit Mannlíf göngu sína og strax í upphafi virtist blað- ið lofa góðu. Það hafi for- síðumynd og viðtal við þroskaða og lífsreynda konu, sem var mjög ánægjulegt miðað við önnur tímarit af svipuðu tagi. Þarsjást aðeins uppstríluð ungpíuandlit á forsíðum. Ritstjórinn, fram- kvæmdastjórinn og dreif- ingastjórinn eru allar konur, sem ætti að sýna og sanna að konur eru engir eftirbátar karla. Það skaut því skökku við að sjá auglýsingu frá þessu frjálslynda, fjölbreytta blaði í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins. Þar varauglýsteftir skrifstofustjóra, starfsmanni á skrifstofu, auglýsinga- stjóra, blaðamönnum, Ijósmyndara og sölumanni áskrifta í aukavinnu. í aug- lýsingunni um starfsmann á skrifstofu var sérstaklega tekið fram að óskað væri eftir stúlku innan við 25 ára. Skrifstofustjórinn og auglýs- ingastjórinn máttu vera karl eða kona en ekki eldri en 39 ára. Ekki voru blaðamenn og Ijósmyndari kyngreindir en eldri en 35 ára máttu þeir ekki vera. Sölumaður áskrifta í aukavinnu mátti hins vegar vera eins gamall og hann vildi. Flestum er það ljóst, að stór hluti þess fólks, sem er að leita sér að vinnu og komið er yfir fertugt eru konur. Oft konur, sem lok- uðust inni á heimilum með menntun sína eða konur, sem ekki komust til mennta fyrr en börnin voru komin á legg. Eða konur, sem væru vel hæfar í þau störf sem auglýst voru. Ef útgáfufyrirtæki á við Fjölnir hf. hefði sett svona auglýsingu í stórblað í Bandaríkjunum, en Mannlíf virðist sækja sínar frjálslynd- ishugmyndir þaðan hefði auðveldlega mátt fara í mál við það vegna brots á mann- réttindalögum. Af Jóni og séra Jóni ■ Það hefur vakið athygli margra, ekki síst þeirra er fylgjast með íþróttum, hvernig staðið hefur verið að auglýsingamálum stóru íþróttasamtakanna, Knatt- spyrnusambands íslands og Handknattleikssambandsins fyrir landsleiki að undan- förnu. Þannig hefur veirð, að öll þau dagblöð sem fjalla um íþróttir hafa gert lands- leikjum okkar íslendinga góð skil og jafnan reynt að hvetja landánn til að mæta og haft viðtöl og fleira bæði fyrir ogeftir leiki. Svo bregð- ur þó við að bæði KSÍ og HSI hafa ekki gert eins vel við blöðin eins og þau hafa gert við Samböndin. Fyrir landsleik íslendinga ■ Samkvæmt tölum Framleiðslueftirlitsins hafa gæði aflans batn- að mikið. Er það raunhæft og þá hvers vegna? „Aflakvótinn og áróður- inn helstu skýringarnar“ - segir Jónas Bjarnason ■ „Já, þetta eru ánægjulegar tölur, sagði Jónas Bjarnason, forstjóri Framleiðslueftirlitssins í samtali við NT um gæðaflokk- unarskýrsluna. „Það má náttúr- lega alltaf deila um hvað langt er hægt að ná hverju sinni. Um leið og við höfum ekki obbann af öllum íslenskum fiski í efsta gæðaflokki þá má alltaf gera betur. Það eru 35% af þorskin- um eftir.“ - Hvaða skýringar hefur þú á gæðaaukningunni? „Ég held að það sé augljóst að aflakvótinn, og sú vitneskja manna að það er lítill afli í sjó, hafi valdið því að menn hafa kosið að fara vel með afla sinn. En það er líka búið að hafa uppi mikinn áróður um gæða- málin, og mönnum er að verða það ljóst að íslendingar eiga í varnarbaráttu í Bandaríkjunum um að halda yfirburðum sínum í gæðalegu tilliti. Menn vita að leiðin til úrbóta í þessu rriáli byggist náttúrlega á því að koma með bættan afla að landi.“ - En er nægilegt að bera saman gæðaflokkun milli tveggja ára? Eru ekki ársbundn- ar sveiflur, t.d. vegna veðurs, það miklar að rétt væri að taka fleiri ár inn í samanburðinn? „Þetta er rétt að því leyti að samanburður tveggja ára segir mjög lítið, bara um tvö ár. En um leið og þú ferð að skoða lengri tíma þá kemur annað í staðinn; það er hvort breytingar séu smámsaman að gerast á mat- inu sjálfu. Þannig að um leið og þú ætlaðir að segja til um þetta yfir lengri tíma þá minnkar nákvæmnin í mælieiningunni.“ „Ef við lítum á hina ýmsu tíma þá kemur í Ijós að veðrið hefur sína þýðingu, en ég held að veðrið í heild sé ekki afger- andi þarna. Það fer upp og niður.“ - Er matið á hinum ýmsu stöðum fyllilega sambærilegt? „Nei, en við höfum færst í áttina.“ Jónas sagði að gæðaflokks- matið væri notað við útreikn- inga á fiskverði hverju sinni, en upplýsingar um það gegndu öðru hlutverki jafnframt. Þær gæfu vísbendingar um það hvernig auka mætti gæði aflans enn frekar. Gera þyrfti stórátak í að koma þessum upplýsingum á framfæri. „Veðráttan miklu betri ogskreiðin í lágmarki" - segirHjálmar Gunnarsson í Grundarfirði ■ „Nú vegna aflamarksins þá spöruðu menn veiðarfæri, höfðu minni net í sjó heldur en þeir máttu samkvæmt reglu- gerð. Og færri net í sjó skapa náttúrlega betri afla,“ sagði Hjálmar Gunnarsson útgerð- armaður á Grundarfirði í viðtali við NT um fiskmatið. Hann var sammála Jónasi Bjarnasyni um að kvótinn og áróðurinn í vetur hefðu haft mest áhrif á betra gæðamat á netaþorski. „Svo var veðráttan á þessari vetrarvertíð miklu hagstæðari heldur en á undanförnum tveimur eða þremur vertíðum, en það hefur náttúrlega mikið að segja. Svo var skreiðar- markaður í lágmarki í ár, en það hefur þau áhrif að það sem hefði annars farið í skreið fer í mjög laka saltfiskframleiðslu.“ - Hvers vegnasveiflastgæðin frá byrjun, um miðbik, og til loka vertíðarinnar? Þetta er allt eðlilegt. Á fyrri hluta vertíðar eru menn að sækja fiskinn á djúpmið; hann er viðkvæmari á dýpra svæði, og þar áttu víst að fá verra hráefni. Hins vegar á meðan þessi klassíski vetrarvertíðartími stendur í mars, þá eru menn með hugann við þetta á fullu, og reyna að fá góðan vertíðarfisk. Svo er það segin saga að þegar líður á vorið, og veiðin fer að tregðast, þá hætta menn að draga nema annan hvern dag, og þá hrapa gæðin.“ - Hver er skýringin á betri gæðum á Vesturlandi en annars staðar? „Ég er ekkert hissa á þessu. Menn stunda þetta ákaflega vel hér við Breiðafjörð á meðan vetrarvertíðin er. Það er orðið fátítt að menn séu með lélegan fisk. Og í vetur kom það ekki til, það voru svo góðar gæftir. Menn eru hér um slóðir búnir að reyna að bæta þetta í mörg ár. Þetta speglast best í afkomu fiskvinnslufyrirtækjanna hér, en hún er með miklum ágæt- um hér á þessu svæði, ég hugsa bara einna best yfir landið. Þetta er að meginhluta að þakka árvekni sjómanna um afla- gæði,“ sagði Hjálmar að lokum. og Norðmanna í knattspyrnu þá virtist sem KSÍ hefði ráðið til sín auglýsingastjóra Morg- unblaðsins því það birtust dag eftir dag heilsíðuauglýs- ingar sem þó voru frekar „diskóauglýsingar" þar sem stillt var upp fegurðardísum og Rollsum, diskurum og öðrum vinum auglýsinga- stjórans. Önnur blöð sem ekki fjölluðu minna um leik- inn en Mogginn fengu enga auglýsingu þó eflaust hefði verið hægt að marg auglýsa í öðrum blöðum fyrir það sem kostar að kaupa heilsíðu í Mogga. Sama skeður í sambandi við handknattleikslandsleik við V-Þjóðverja. Það er munur á Jóni og séra Jóni. Nýmynd: Nýtt fyrirtæki í myndbandagerð ■ Nýtt fyrirtæki í framleiðslu myndbandaefnis var stofnað í Reykjavík í síðasta mánuði. Fyrirtækið hefur hlotið nafnið Nýmynd og að því standa 25 einstaklingar og fyrirtæki, þar á meðal margir starfsmenn sjón- varpsins. Áð sögn Jóhanns Briem, eins af stofnendum, mun Nýmynd í fyrstu einbeita sér að gerð kynn- ingar- og fræðslumynda fyrir fyrirtæki og stofnanir, og hefur hún þegar hafið gerð mynda fyrir sjávarútvegssýningu, sem haldin verður í Reykjavík í haust. í náinni framtíð mun Nýmynd standa að gerð sjónvarpsefnis, bæði fyrir íslenska sjónvarpið og erlendar sjónvarpsstöðvar. Loks stefnir fyrirtækið að gerð auglýsingamynda í sjónvarp.. Nýmynd hefur fest kaup á vönduðum tækjum af Sony gerð og verða þau öll komin til landsins í september. Fyrirtæk- ið verður hins vegar komið í fullan gang í næsta mánuði. Þá verður gengið frá leigu á húsnæði undir myndver á næstu dögum. Stjómarformaður Nýmyndar er Böðvar Guðmundsson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.