NT - 13.07.1984, Blaðsíða 24

NT - 13.07.1984, Blaðsíða 24
Útlönd Föstudagur 13. júlí 1984 24 St.Paul, Minnesotu-Reuter ■ Walter Mondale tilkynnti í j>ær aö hann heföi valið Gerald- inu Ferraro fulltrúadeildar- þingmann frá New York sem varaforsetaefni í forsetakosn- ingunum í haust. Mondale er líklegastur til aö hljóta útnefn- ingu sém forsetaframbjóðandi demókrata, en flokksþing þeirra hefst í San Fransisco á mánudag og veröur forsetaefni útnefnt á miðvikudag. Ferraro er fyrsta konan sem útnefnd er varaforsetaefnj fyrir annan hvorn stóru flokkana í Banda- ríkjunum. Mondalc tilkynnti ákvöröun sína í höfuðborg heimaríkis síns, Minnesota, og var Fcrr- aro þangað komin. Nokkrum klukkustundum áöur tilkynnti skrifstofa þingmannsins í New York um ákvörðun Mondales. Þetta val kemur ekki á óvart. O’Neill þingforscti hefur fyrir nokkrum vikum stungiö upp á Ferraro sem varaforsetaefni og margir af öðrum áhrifamönnum í Demókrataflokknum hafa lýst fylgi viö hana til þessa embættis. Þegar Mondale tilkynnti ákvöröun sína gullu viö mikil fagnaöarlæti fylgismanna beggja og sagði Mondale að hann hafi eítir vandlega íhugun valið besta varaforsetaefniö, en hann hefur rætt við nokkra ■ Mondale og Ferraro þegar tilkynnt var um aö hún hefði verið valin sem varaforsetaefni í St. Paul í Minnesota í gær. Simainjnd-POLFOTO Mondale tilkynnir varaforsetaefni: Kona varaf orsetaef ni Gary Hart segist enn vera fullviss um útnefningu lýðsins, væri hinn sanni amer- demókrata, sem til grcina hafa komið til þessarar útnefningar. Gary Hart sem einnig sækist eftir að verða forsetaefni Demókrataflökksins, sagði cftii útncfningu Fcrraro að val hcnn- ar heföi engin áhrif á þann ásetning sinn að sækjast cftir útnefningu sem forsetafram- bjóðandi á flokksþinginu. En liann óskaði Mondale til ham- ingju með val sitt og sagöi að Fcrraro væri glæsilegur vara- forsetaframbjóðandi. Hart sagði að val meðfram- bjóðandans gæfi fulltrúum á flokksþinginu enn bctra tæki- færi til aö dæma Mondale, en það væri vissa sín að þegar til kastanna kæmi myndu þingfull- trúar velja þann mann til for- setaframboðs scm hefði bcstar líkur á aö sigra Reagan. Geraldine Ferraro steig í stól- inn eftir að Mondale hafði til- kynnt um útnefningu hcnnarog sagði: „Varaforseti... það hljómar yndislega." Hún sagði að valið segði mikið um Mond- ale og hvc langt Bandaríkin seu komin og hvert þau vilji stefna. Hún sagði að frami sinn í lífinu, sem hefði hafist í grasrót verka- íski draumur. Demókratar vonast til að val varaforsetans muni afla þeirn meginhluta atkvæða kvenna, en þær cru 53% kjósenda. í nýlégum skoðanakönnun- um kemur í ljós að Reagan hefur meiri sigurlíkur en Mond- ale og munar 7-19% atkvæða. Blaðamenn spurðu Reagan hvort val Mondales á varafor- setaefni væri sögulegur atburð- ur. - Já, eins og skipun mín á Söndru Day O’Connor í Hæsta- rétt. En hún er fyrsta konan sem skipuð er dómari í Hæsta- rétti Bandaríkjanna. Forsetinn var spurður hvort hann áliti að konur myndu kjósa frambjóð- endur demókrata: „Ég ætla að keppa við þau.“ ■ Ferraro ásanit eigin- manni sínum John Zacc- aro. Hún heldur fjöl- skyldunal'ni sínu í viröing- arskyni við inóður sína, sem var henni mikil stoð á crfiðum tímum. ■ I þinginu. Hér ráðfær- ir þingkonnn sig við O’Ne- ill forscta fulltrúadeildar- innar og áhrifamesta þingmann Demókrata. O’Neill hefur mikla trú á Ferraro og á sinn þátt í frama hennar. Skörp og ákveðin baráttukona varaforsetaefni Bandaríkjanna ■ Geraldine Ferraro er 48 ára að aldri. Hún er dóttir ítalskra innflytjenda. Faðir hennar dó þegar hún var 8 ára gömul. Hún braust til mennta og vann fyrir námi sínu. Að loknu lögfræði- prófi gerðist hún aðstoðarsak- sóknari í Queens, útborg New York, þar sem hún hcfur búið alla tíð. Ferraro er kaþólsk, frjálslynd og hörð af sér. Það hefur hún sýnt bæði sem saksóknari og í stjórnmálum. Hún er gift auðugum fast- eignasala, John Zaccaro og eiga þau þrjú börn 18-22 ára. Hún kaupir tilbúin föt og heimili hennar er skreytt útsaumi eftir hana sjálfa. Ferraro fór snemma að láta stjórnmál til sín taka og árið 1978 var hún kosin í fulltrú- adeildina fyrir New York.í þinginu vann hún sér fljótlega traust samflokksmanna sinna og hlaut þar fljótlega vegtyllur. M.a. á hún sæti í hinni öflugu fjárveitinganefnd deildarinnar. Gagnrýnendur Ferraro segja að hún njóti þess að vera á réttum stað á réttum tíma. Hún ■ Geraldine Ferraro sker sig ekki úr hópi annarra húsmæðra í Queens, en vegur hennar í stjórnmálum er með ólíkindum. er kona. frjálslynd, kaþólsk og frá New York, sem er fjölmennt fylki og mikilvægt í forsetakosn- ingum. Hún heíur ekki mikla þingreynslu en þekking hennar á utanríkismálum er dregin í efa. Sjálf segir Ferraro að sann- leikskorn felist í þessari gagn- rýni og hefur sagt að hún kæmi tæpast til greina sern varaforseti ef hún héti Gerald Ferraro. En Geraldine Ferraro er eng- inn veifiskati. Þeir sem þekkja hana best og hafa starfað rneð henni bera að hún sé tillögugóð, hörð af sér og ákveðin þegar því er að skipta og um baráttu- viljann efast enginn. Fámennur hópur kvenna í æðstu stöðum London-Kcuter ■ Ef Geraldine Ferraro verður kjörin varaforseti Bandaríkjanna í kosning- unum í nóvember mun hún teljast til fámenns hóps kvenna sem skipa háar pólitískar stöður. Ef Mondale tekst að sigra Reagan í forsetakosning- unum verður Ferraro fyrsti kvenkyns varafor- setinn í sögu Bandaríkj- anna. Fjórar konur eru nú forsætisráðherrar, Marg- rcat Tatcher í Bretlandi, Eugenia Charles í Domin- iku, Indira Gandhi í ind- landi og Milka Planink í Júgóslavíu. A íslandi varð Vigdís Finnhogadóttir fyrsta kon- an í heiminum sem hlaut kosningu til embættis for- seta í almennum kosning- um 1980, þótt hún stýri ekki ríkisstjórn. Nokkrar aðrar konur hafa erft þjóðhöfðingjatit- il án þess að hafa pólitísk völd. Þær eru Beatrix Hollandsdrottning, Mar- grét Danadrottning og Elísabet Englandsdrottn- ing, sem jafnframt er þjóðhöfðingi 16 annarra samveldislanda. í maí sl. var fyrsta kon- an skipuð landstjóri í Kan- ada og sérstakur fulltrúi drottningar þar. Hún er Jeanne Souve fyrrum ráð- herra og þingforseti. Konur eru ráðherrar í mörgum ríkisstjórnum og stjórna þar aðallega mál- efnum kvenna og félags- málum. Eiginkonur forseta eru sums staðar rnjög valda- miklar. Á Filippseyjum hefur Imelda Macos mun meiri völd og áhrif en eðli- legt er af ráðherra mannrétt- indamála, eins og hún er. Elena Ceausescu, kona Rúmcníuforseta, skipar æðri stöðu en nokkur önnur kona í kommúnista- ríki, en hún er fyrsti vara- forsætisráðherra. I ríkis- stjórn Sovétríkjanna er engin kona. Einn litríkasti stjórnmálamaður síðari ára er Maria Estela (Isabe- lita) Peron, sem var eitt sinn varaforseti Argentínu og varö forseti aö manni sínum Juan Peron látnum. Hún var forseti í tvö ár áður en herforingjar veltu henni úr sessi. Peron varð fyrsta konan sem gegndi valdamiklu forsetaembætti. en nokkr- ar aðrar konur en taldar eru hafa gegnt embætti for- sætisráðherra. Meðal þeirra eru Golda Meir í ísrael, Sirima Bandaran- aike á Sri Lanka, sem varð fyrsti kvenkyns forsætisráð- herrann 1960. Hún gegndi embættinu í 12 ár. Gro Harlem Brundt- land var forsætisráðherra Noregs í átta mánuði 1981 og Maria de Löurdes Pint- asilgo veitti portúgölsku stjórninni forstöðu í fimm mánuði frá ágúst 1979. Fyrsta konan sem varð forsætisráðherra í Afríku er Elizabeth Domitien sem gegndi því embætti í Mið-Afríkulýðveldinu í 16 ntánuði, frá 1975.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.