NT - 13.07.1984, Blaðsíða 6

NT - 13.07.1984, Blaðsíða 6
Föstudagur 13. júlí 1984 6 Forsendur starfs okkar brostnar - yfirlýsing frá starfshópi sem unnið hefur að gerð nýs námsefnis í samfélagsfræði fyrir grunnskóla ■ Við undirrituð sem að undanförnu höfum unnið að gerð nýs námsefnis í samfé- lagsfræði fyrir grunnskóla á vegum menntamálaráðuneyt- isins lítum svo á að forsendur starfs okkar séu brostnar. Við komumst ekki hjá að álykta af aðgerðum menntamálaráð- herra að hið langvinna þróun- arstarf að uppbyggingu samfé- lagsfræði sem við höfum tekið þátt í hítfi nú verið stöðvað. Þessu til skýringar teljum við nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram: 1. Endurskoðun á námsefni í samfélagsgreinum á rætur að rekja til ársins 1970. Þáskipaði menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, nefnd til að gera áætlun um námsefni og kennslu á þessu sviði. Nefndin skilaði áliti í árslok 1971; mið- uðust tillögur hennar við að námsefni samfélagsfræða yrði samþætt í eina námsgrein. Ráðherra fellst á þessar til- lögur, þ.á m. að myndaður yrði starfshópur til að hefja samningu námskrár og náms- efnis í samfélagsfræði. Dr. Wolfgang Edelstein, sem verið hafði ráðunauturmenntamála- ráðuneytisins frá 1966, var árið 1973 fenginn til að veita starfs- hópnum forstöðu, marka starfi hans farveg og leiðbeina höf- undum um gerð námsefnis. Dvaldist hann hér á vegum ráðuneytisins í fullu starfi um eins árs skeið. Þess var gætt að við upp- byggingu og gerð námsefnis störfuðu jöfnum höndum kennarar barna og unglinga og fulltrúar hinna ýmsu félags- fræði. Ráðuneytið gerði verk- samninga við höfunda og stað- festi árlega áætlanir um samn- ingu nýs námsefnis. Arið 1975 var settur námstjóri í geininni en dr. Wolfgang var áfram ráðgjafi hópsins. Til að tryggja samráð með höfundum og samræmi í uppbyggingu grein- arinnar efndi ráðuneytið ár- lega til sameiginlegra vinnu- funda undir leiðsögn dr. Wolfgangs. Þessir fundir voru jafnframt nýttir til að gera starfsáætlanir, undirbúa kynn- ingu á nýju námsefni meðal kennara og foreldra, skipu- leggja endurmenntunarnám- skeið, fræðslufundi og til- raunakennslu, svo og til að meta fengna reynslu af liinu nýja efni. 2. Við mótun hins nýja námsefnis hafa höfundar haft að lciðarljósi að námsefnis- gerðin taki mið af þroskasál- fræði, möguleikum til að virkja nemendur og nýta reynslu þeirra eftir föngum; enn frem- ur að landafræði og saga tengist öðrum þáttum félagsvísinda með eftirfarandi markmið fyrir augum: nemendur öðlist skiln- ing á samtíð sinni og sögu; tengslum einstaklingsins við umheiminn; mannsins við nátt- úruna; íslandssögu við mann- kynssögu. Þessar meginhug- myndir eru leiddar af lögum um grunnskóla nr. 63/1974, einkum 2. og 42. grein. Árið 1974 voru þær lagðar fram í kynningarbæklingi mennta- máiaráðuneytisins til umræðu í skólum og meðal almennings. Árið 1977 voru þær síðan stað- festar af menntamálaráðuneyt- inu með útgáfu námskrár í samfélagsfræði. Ýtarlegar skýrslur um framvindu verksins hafa verið gefnar út árlega frá 1978. og sendar öllum grunn- skólum. Nálega á hverju ári frá 1974 hefur Kennaraháskóli íslands haldið endurmenntun- arnámskeið í samfélagsfræði. Þá hafa einnig verið haldnir fjölmargir fræðslu- og kynn- ingarfundir að ósk foreldra og kennara. 3. Samningu hins nýja náms- efnis hefur miðað hægar en ætlað var. Til þess liggja gildar ástæður. Gerð námsefnis í nýrri grein þar sem þarf að taka tillit til margra fræðilegra sjónarmiða og álitamála er viðamikið og vandasamt verk- efni, ekki síst ef stefnt er að kennslufræðilegum framförum og virku námi. Til samfélags- fræði eru þar að auki gerðar kröfur um fræðslu um margt sem ekki fellur undir sérstakar námsgreinar (svo sem starfs- fræðslu, færðslu um ávana- og fíkniefni, umferðarfræðslu og fræðslu um umhverfisvernd). Tilfinnanlega hefur skort fé og mannafla til að hægt væri að vinna að þessu umfangsmikla verki af fullum krafti. Það hefur að mestu verið unnið í hjáverkum af mönnum sem eru störfum hlaðnir. Nú er að mestu lokið samn- ingu námsefnis fyrir fyrstu þrjá bekki grunnskólans; hún er allvel á veg komin fyrir 4.-7. bekk en miklu skemur fyrir 8.-9 bekk. Rétt er að leggja áherslu á að með námsefni er hér auk námsbóka átt við kennsluleiðbeiningar, viðbót- arlestrarefni, ýmiss konar verkefni, skyggnuflokka, hljómbönd, glærur og önnur námsgögn. Þegar á heildina er litið hefur nýtt námsefni í samfélagsfræði hlotið góðar undirtektir þótt eðlilega séu skiptar skoðanir um einstaka þætti. Þess má geta að námsefnið hefur vakið nokkra athygli erlendis meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins. Ford stofnunin í Bandaríkjun- um styrkti verkefnið um árabil. 4. 1 Ijósi þess sem hér hefur verið rakið vekur það furðu að menntamálaráðherra skuli ekki hafa talið sér skylt að bregðast við þeim árásum og ómaklegu ásökunum sem dun- ið hafa yfir í fjölmiðlum mán- uðum saman og stefna að því að gera hið nýja námsefni tortryggilegt í augum almenn- ings sem og þá einstaklinga sem að því hafa unnið. Hér er ekki beðist undan gagnrýni; hins vegar hefði mátt vænta þess að æðstu yfirmenn menntamálaráðuneytisins sinntu þeirri skyldu sinni að verja starfsmenn sína and- spænis persónulegum óhróðri vegna verka sem unnin voru á vegum þess. 5. Réttur ráðherra til að beita sér fyrir breyttri stefnu verður að sjálfsögðu ekki vé- fengdur. Það hlýtur jafnframt að vera réttmæt krafa þeirra er starfa á vegum ráðuneytisins að þeir séu upplýstir um þá stefnu sem ráðherra vill að fylgt sé. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að komast að því hver vilji ráðamanna er varðandi framhald samfélags- fræðiáætlunarinnar hafa skýr svör ekki fengist. Hins vegar verður vart annað ráðið af aðgerðum ráðherra undan- farnar vikur en að um stefnu- breytingu í grundvallaratriðum sé að ræða: a) í fyrsta skipti í áratug kom ráðuneytið í veg fyrir árlegan vinnufund námsefnis- höfunda undir leiðsögn dr. Wolfgangs Edelstein. b) Við nýlega ráðningu í stöðu námstjóra í samfélags- fræði var þess ekki gætt að til starfans væri fenginn maður er hefði þekkingu á undangengnu þróunarstarfi í samfélagsfræði og gæti leiðbeint kennurum og kennaraefnum um kennslu- fræði hins nýja efnis. Ljóst er að án slíkra leiðbeininga er kennurum gert örðugt um vik að hagnýta sér námsefnið. c) I fréttatilkynningu mennta- málaráðuneytisins frá 15. júní Landbúnaðurinn og Framsóknarflokkurinn: Nýsköpun eða stöðnun? - eftir Bolla Héðinsson ■ í kjölfar greinar um ný- sköpun landbúnaðar, er ég reit og birtist hér í blaðinu fyrir sköminu, þá hafa nokkrir séð ástæðu til að svara skrifum mínum, sem ég svo aftur sé ástæðu til að gera athugasemd- ir við nú. Þannig sendir Guðni Ágústsson mértilskrif, þarsem hann gerir mér upp þær skoðanir, að þar fari sérlegur talsmaður „stórra eininga". Mér er hinsvegar Ijúft og skylt að leiðrétta þennan misskiln- ing, því enginn mundi fagna því meir en ég, ef landbúnaður „smárra cininga" gæfi af sér meiri arð en landbúnaður „stórra eininga“. Kjarni máls- ins er hinsvegar ekki hvað það er sem við Guðni viljum, held- ur hvor einingin geti framleitt ódýrari vöru. Því miður hefur íslenska þjóðin ekki ráð á því að halda úti of dýrum landbún- aði, hvað sem vilja okkar Guðna kann að líða. Það er tæplega sanngjarnt, að við Guðni ætlumst til þess, að neytendur greiði hærra verð fyrir landbúnaðarafurðir en þeir þurfa í raun, til þess eins að halda úti óarðbærum býlum, hvort sem þau eru stór eða smá.Geti hinarminni ein- ingar í landbúnaði séð neyt- endanum fyrir ódýrari vöru og gefið bóndanum meiri arð, þá munu þær að sjálfsögðu verða ofan á í samkeppni við stærri búin. Sigurður Lárusson á Gilsá, sem einnig sendi mér tilskrif, virðist ekki gera sér Ijóst, að það er hlutverk bænda að bregðast við breyttri neyslu neytenda (án tillits til þess af hvaða völdum neyslan breyt- ist), en ekki neytenda að laga sig að framleiðslu bænda. Þannig segir hann að, Guðni Agústsson skrifar: Landbúnaður stórra 7 eða smárra eininga ' VeWvangur Bolli Hcðinsson - þrátt fyrir margra alda for- skot kindakjöts og - þrátt fyrir að öll þjóðin sé alin upp við neyslu þess, - þrátt fyrir ýmsar nýjungar sem bryddað hefur verið upp á til aukinnar neyslu kinda- kjöts og síðast en ekki síst, - þrátt fyrir stórfelldar niður- greiðslur á kindakjöti, þá þykir Sigurði einfalt að af- greiða breyttar neysluvenjur Islendinga svo: „Ef hinn stanslausi áróður gegn neyslu kindakjöts en fyrir neyslu svína- og alifuglakjöts hefði ekki verið eins vel skipu- lagður og magnaður og raun ber vitni um, þá hefðu ekki verið fyrir hendi eins miklar birgðir kindakjöts og nú er. Það eru ekki bragðlaukar al- mennings eins og Bolli talar um, sem skipta hér höfuðmáli, heldur markviss og þrautskipu- lagður áróður sem þarna á stærsta þáttinn." Hér höfum við það. Þjóðin hefur látið glepjast af lítilsigld- um áróðursmönnum. Nýsköpunin Formælendur óbreytts ástands í skipulagsmálum landbúnaðar falla í þá gryfju að spyrða saman alla þá, sem leyfa sér að mæla fyrir breyt- ingum á landbúnaðarháttum okkar íslendinga. Þannigerég t.a.m. hlynntur því að banna innflutning landbúnaðar- afurða, sem við getum fram- leitt hér innanlands og fellst alls ekki á röksemdir þeirra, sem vilja láta íslendinga kaupa niðurgreiddar landbúnaðar- vörur frá útlöndum. Þvert á móti tel ég, að á íslandi þurfum við sjálfra okkar vegna að halda úti öflugum landbúnaði, sem lagi sig að innlendri eftir- spurn hvað varðar vörur og verð. Ritsmíðar Þorvaldar Búa- sonar um reikninga sláturhúsa og deilur í kjölfar þeirra, vekja heldur ekki minnsta áhuga minn. Kjarni vandans þar er annar en sá, sem Þorvaldur, og þeir sem skrifum hans svara, ganga út frá. Ég fæ ekki komið auga á þær röksemdir er að því hníga, að í þjóðfélagi okkar í dag sé verið að finna út ein- hvers konar miðlungs slátur- kostnað, auk annars kostnað- ielur umbreylinguna? 8 »A buin hafa þroail 1 ohofltga (loror tiningar vinnualagi þar dyru vtrdi ktypl j. útt.mmí Mtt luta mt þau gþtugu Ukmórt »A trtendar Undbun»i»/il- SUVVMMMf Mtnit «nranl*<A«kr u/Air **fAi h|»l(- »r og keppr »,A i»t*n»k»r aturAir tygAu Mr UiA trl »A*Mn»yUnd- ur og AAU»t og noU (tyrt þoim t.l »A »1* nokkur . þotm.' II.... „H I..,, unnionbara kartMur* Grein Guðna Ágústssonar í NT ar, af einhverju „apparati" úti í bæ og gefið sé út eitt verð kindakjöts fyrir landið allt. Þvert á móti eiga allir þeir, sem uppfylla heilbrigðis- kröfur, að fá að slátra gegn því verði, sem þeir telja sig komast af með. Þá er sjálfgefið að þau hús, sem ódýrast geta slátrað og boðið bændum best kjör, munu hafa vinninginn í sam- keppni sláturhúsa um hylli bænda. Og það hljóta að verða samvinnufélög bænda sjálfra sem best munu bjóða, eða er ástæða til að ætla að önnur sláturhús muni bjóða þeim betri kjör? Guðni Ágústsson segir í grein sinni: „Öflin sem sett hafa sér þau göfugu takmörk að erlendar landbúnaðarafurð- ir verði frjálsar og keppi við íslenskar afurðir, eygðu sér leið til að æsa neytendur og öðlast og nota styrk þeirra til að slá nokkur væn högg að bændum og forsvarsmönnum þeirra.“ Þessi orð Guðna get ég tekið undir, en vildi jafnframt bæta því við, að því miður hafi forsvarsmenn bænda legið vel við höggi, nánast beðið eftir því að til þeirra yrði slegið. Því vil ég hvetja landbúnaðarráð- herra til dáða og til þess að taka forystuna í nýsköpun landbúnaðar, svo þau myrku „Formælendur óbreytts ástands í skipu- lagsmálum landbúnaðar falla í þá gryfju | að spyrða saman alla þá, sem leyfa sér að mæla fyrir breytingum á landbúnaðarhátt- I um okkar lslendinga.“ „Framsóknarflokkurinn ræður nú þýðing- armiklum ráðherraembættum, sem eru embætti sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra. I báðum þessum atvinnugrein- um skortir ný sjónarmið, nýja afstöðu til rekstursins, nýsköpun er aukið getur arð þessara atvinnugreina, þjóðinni allri til aukinnar hagsældar.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.