NT - 12.01.1985, Blaðsíða 3

NT - 12.01.1985, Blaðsíða 3
Fæðingum fækkaði Frekari fækkun spáð ■ Um 200 færri börn fæddust á síðasta ári miðað við undanfarin ár. Nemur fækkunin 4-5%. Þetta kom fram í samtali NT við Gunn- laug Snædal, lækni á Fæðingadeild Land- spítalans, en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir ennþá. Árið 1984 fæddust 2.009 börn þar í stað 2.089 árið 1983. Árin 1981-83 voru fæðingatölur stöðug- ar, frá 4.377-4.370. Meðaltöl hverra 5 ára frá 1966-1980 eru einnig á bilinu 4.300-4.400 á ári. Stærstu árgangar íslandssögunnar fædd- ust árin 1960-63. Gunnlaugur spáði því að fæðingum ætti eftir að fækka enn frekar á næstu árum, meira en spáð hefur verið, því konur úr minni árgöngum, eftir 1964, komi inn í mæðrahópinn. Útflutningsmál í endurskoðun ■ Ólafur Davíðsson, framkvstj. Félags ísl. iðnrekenda hefur verið skipaður formað- ur nefndar á vegum viðskiptaráðuneytisins sem á að athuga og gera tillögur um fyrir- komulag útflutningsmála. Meðal annars á að kanna hvort rétt sé að ein stofnun, útflutningsmiðstöð, annist að- stoð við útflytjendur, þar sem allar greinar útflutnings ættu fulltrúa, ásamt fuíitrúum ríkisins í sérstöku útflutningsráði. 40% afslátt- ur í innan- landsflugi ■ Flugleiðir bjóða 40% aflsátt á fargjöldum innanlands frá og með laugardeginum 12. janúar. Þetta eru hin svokölluðu APEX-fargjöld. Bóka þarf far fram og til baka og kaupa far- seðil minnst sjö dögum fyrir brottför. Farseðillinn gildir í 21 dag frá upphafi ferðar, en lág- marksdvöl er fimm dagar. Mæti farþegi ekki til flugs er heimilt að endurgreiða 50% af andvirði farseðils. Hamli veður flugi má nota hann í næsta flug eða fá hann endurgreiddan. Hamli veður heimflugi má nota næstu ferð eða fá 50% endurgreidd. Sætafjöldi er takmarkaður. Sem dæmi um APEX-far- gjöldin má nefna að hægt verður að fljúga til Egilsstaða fyrir 2.773 krónur, til Hornafjarðar fyrir 2.445 krónur og til Húsa- víkur fyrir 2.352 krónur. APEX-fargjöldin gilda ekki til Akureyrar enda verða Hopp- Góð blanda af hagsýni og skemmtun. NISSAN CHERRY fer ekki bara vel með þá sem sitja í framsætunum. í CHERRY eru öryggisbelti fyrir fimm og farþegarnir í aftursætinu sitja líka þægilega og hafa gott rými. Auðvitað er CHERRY með framhjóladrifi og hæð undir lægsta punkt er 17,5 cm. Bensíneyðslan er aðeins 4,7 I á hundraðið á 90 km/klst. og þó eru hestöfl þessarar stórskemmtilegu vélar 84. Engum bíl í verðflokki NISSAN CHERRY fylgja jafnmargir aukahlutir. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að NISSAN er mest seldi japanski bíllinn í Evrópu. Verð frá kr. 327.000. 20.000 kr. staðgreiðsluafsláttur sé billinn greiddur upp innan mánaðar. Tökum flesta notaða blla upp I nýja. Munið bílasýningar okkar allar helgar kl. 14—17. IMISSAN CHERRY Lyfjamál NT á lokastigi ■ Rannsókn vegna kæru landlæknis á hendur blaða- mönnum Helgarblaðs NT, vegna meintra brota á hegningarlöggjöf og fyrir að hafa tekið sér opinbert vald sem þeir ekki hafa í svokölluðu lyfjamáli, er komin á lokastig. Að sögn Hallvarðs Einvarðs- sonar, rannsóknarlögreglu- stjóra, verður málið sent ríkis- saksóknara strax og rannsókn lýkur. Er það hans að ákveða hvort frekari rannsókna sé þörf. eða hvort eigi að sækja blaða- mennina til saka. Hallvarður vildi ekki tjá sig um niðurstöður rannsóknarinn- ar á þessu stigi málsins, en landlæknir kærði blaðamennina eftir að þeir höfðu sýnt fram á að hver sem er getur þóst vera læknir, hringt inn svokallaða símalyfseðla og náð út sterkum lyfjum. Gerðu blaðamennirnir þetta til að sýna fram á gloppur í kerfinu en töluvert mun hafa verið um að eiturlyfjaneytendur kæmust yfir lyf á þennan hátt. |H INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalunnn/Rauðagerði, simi 33560 OPIÐ í DAG til kl: Munið jia -hornið ÍJIS-portinu Jli Ol og gosdrykhir á kassaverði Flöskumóttaka JL- GRILLIЗ GRILLRÉTTIR ALLAN DAGINN Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála Jón Loftsson hf. deildum Liacíaq^ □ uuoa, Hringbraut 121 Sími 10600

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.