NT - 12.01.1985, Blaðsíða 6

NT - 12.01.1985, Blaðsíða 6
Vettvangur Laugardagur 12. janúar 1985 6 Stefán Ingólfsson verkfræðingur: íþróttaafrek og íþróttafréttamenn ■ Nýafstaðið kjör íþrótta- manns ársins 1984 vekuróneit- anlega upp ýmsar spurningar. Þetta kjör lýsir þvf hvernig íþróttafréttaritarar meta afrek íslenskra íþróttamanna. Niðurstöður kjörsins hafa oft gefið ýmsar vísbendingar um hæfni fréttamannanna til að framkvæma mat á íþrótta- afrekum ekki síður en íþrótta- mennina sjálfa. Oftast hafa þeir menn hlotið kjör, sem ekki hefur verið deilt um að hafi unnið til þess en þó eru einnig dæmi um að menn hefur greint á um kjörið. Að þessu sinni mun kjör íþróttamanns ársins orka mjög tvímælis, ef gengið er út frá þeirri viðmiðun að sá íþrótta- maður, sem vinnur mesta eða glæstasta afrekið sé best að kjörinu kominn. í þessari grein, sem undirrit- aður hefur óskað að fá birta í blaði formanns félags íþrótta- fréttamanna eru nokkrar hug- leiðingar um kjörið í ár. Hvaða mælikvarði? Að þessu sinni stóð val íþróttafréttaritaranna greini- lega á milli tveggja stórglæsi- legra íþróttamanna, sem báðir standa á hápunkti ferils síns. Annar var kjörinn næst besti knattspyrnumaður Vestur- Þýskalands af íþróttafréttarit- urum þar í landi og leikmenn í úrvalsdeildinni völdu hann sjálfir sem besta leikmanninn. Hann vann meistaratitil þar í landi rneð félagi sínu. Hann var á árinu einnig talinn tólfti eða þrettándi besti leikmaður heims í þeirri íþróttagrein sem dregur að sér flesta áhorfendur allra íþrótta. Hinn íþróttamaðurinn vann það afrek að standa á palli á Ólympíuleikum, annar Islend- inga frá upphafi og varð þriðji í sinni keppnisgrein. Hans íþróttagrein er ekki mikil áhorfendaíþrótt og lítið um hana fjallað í fjölmiðlum. íþróttafréttaritarar urðu því að meta hvort væri meira afrek: a) Að vera talinn tólfti besti einstaklingur í heimi í vin- sælli íþróttagrein og næst bestur í Vestur-Þýskalandi. b) Að vera þriðji besti ein- staklingur á Ólympíuleik- um í „fámennari“ íþrótta- grein. Mat íþróttafréttaritaranna var þannig að tveir af hverjum þremur töldu fyrra afrekið meira, en aðrir hið síðara. Þá vekur það sérstaka at- hygli að einn íþróttafréttaritari af sex setti Ólympíuverðlauna- hafann ekki hærra en í þriðja sæti. Um það verður ekki deilt að júdómaðurinn hafi náð betri árangri í sinni grein en knatt- spyrnumaðurinn í sinni. 1 flokki júdómannsins stóð eng- inn Evrópubúi, Norður Ame- ríkumaður eða Afríkumaður honum framar á þeim leikum, sem ekki verður jafnað við neinn annan íþróttaviðburð. Hér er því um það að ræða að íþróttagrein hans júdó, jafnast, að mati íþróttafrétta- manna, ekki á við knattspyrnu. Að vera í sviðsljósinu Það er löngu þekkt á meðal forystumanna í íþróttahreyf- ingunni að íþróttafréttaritarar leggja ekki sama mat á allar íþróttir. Innan íþróttahreyfingarinn- ar hefur þetta almennt verið talið meiri háttar vandamál. Lausleg athugun á efni því, sem framreitt er á íþróttasíð- um dagblaðanna, sýnt er í sjónvarpi og fjallað er um í útvarpi sýnir að örfáar íþrótta- greinar taka 90%-95% af allri umfjöllun íþróttafréttanna. Sem dæmi um þetta má nefna að í ónefndu dagblaði var í haust fjallað eingöngu um knattspyrnu á rúmum 5 af 6 blaðsíðum, sem fjölluðu um íþróttir þann daginn. íþróttamenn, sem stunda þessar fáu íþróttagreinar, eru margfalt meira í sviðsljósinu en hinir, sem iðka aðrar grein- ar. Það vill síðan verða svo að þegar keppendur í „óæðri“ greinunum vinna góð afrek er fréttaflutningur af frammi- stöðu þeirra oft mjög fábrotinn og óvandaður. Sem dæmi um það má taka fréttaflutning af keppni í júdó á Ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar. Þegar Bjarni Friðriksson vann til bronsverðlauna sinna var enginn íslenskur frétta- maður viðstaddur til að fylgjast með honum í keppninni. Þó hefðu fréttamenn átt að vita að frammistaða þessa íþróttamanns undanfarin miss- eri gaf honum góðar vonir. Ekkert bendir þó til þess að þeir hafi fylgst það vel með júdómönnum að þeim hafi ver- ið þetta ljóst. Hér á landi er þessi íþrótt lítið í sviðsljósinu þó að hún taki sumum af „þjóðaríþróttum" íslendinga fram um vinsældir í heiminum. Fagleg þekking Til þess að leggja mat á íþróttaafrek þarf alla jafna vissa lágmarksþekkingu á íþróttinni. Því betri þekkingu, sem áhorfandi hefur, þeim mun betur er hann í stakk búinn .til að meta hin vanda- samari tilþrif keppenda. Menn hafa alla jafna tilhneigingu til að hrífast meira af „snilldar- töktum" afburðarmanna í íþrótt, sem þeir hafa stundað sjálfir en í þeim greinum, sem Til þess að leggja mat á íþróttaafrek þarf alla jafna vissa lágmarksþekkingu á íþróttinni. Því betri þekkingu sem áhorf- andi hefur, þeim mun betur er hann í stakk búinn til að meta hin vandasamari tilþrif keppenda. Menn hafa alla jafna tilhneig- ingu til að hrífast meira af „snilldartökt- um“ afburðamanna í íþrótt, sem þeir hafa stundað sjálfir en í þeim greinum, sem þeir þekkja einungis af videosnældu eða afspurn. ----------------------- Leitað friðar og einveru - þeir þekkja einungis af video- snældu eða afspurn. íþróttafréttaritarar, sem hlotið hafa þjálfun sína í einni íþróttagrein, og fjalla mest um hana í sínu starfi, verða því að gæta þess að láta ekki eigin hrifningu á einstaklingi, sem stundar þessa íþrótt, yfir- skyggja hlutlaust mat á afreki annars manns, sem stundar íþróttagrein, sem þeir sjálfir hafa ef til vill takmarkaða þekkingu á og lítinn áhuga. Þessi hætta er sérlega mikil í hinum fámenna hópi íslenskra íþróttafréttaritara. Helmingur þeirra er til dæmis fyrrverandi Íandsliðsmenn í knattíþrótt- Þjóðarstolt og atvinnumennska Afreksíþróttir eru í eðli sínu mjögþjóðernissinnaðar. Flest- ir íþróttamenn vinna bestu af- rek sín í nafni þjóðar sinnar. Á merkustu íþróttamótum, sem haidin eru í heiminum, eru keppendur fulltrúar lands síns. Segja má að þjóðarstolt komi sjaldan betur fram en á íþróttavellinum. Sú tilhneiging hins almenna borgara að eigna sér hlutdeild. í sigrum íþróttamanna þjóðar sinnar er svo rík að ólíklegt er að afreksíþróttir geti þrifist án hennar. íþróttamaðurinn, þjóðfán- inn og þjóðarstoltið fylgjast hvergi betur að en á Ólympíu- leikum. Við íslendingar minn- umst til dæmis baráttu frum- herja íslenskrar íþróttahreyf- ingar fyrir að ganga fylktu liði inn á Ólympíuvöll undir ís- lenska fánanum í stað hins danska. Þeir voru einnig ófáir hring- irnir, sem sigurvegararnir í Los Angeles hlupu um íþróttavöll- inn með þjóðfána landa sinna síðastliðið sumar. í þessu tilliti hafa Ólympíu- leikarnir frá fyrstu tíð skilið sig frá öðrum íþróttaviðburðum. Sigur á Ólympíuleikum er slíkur atburður að honum verður naumast jafnað við aðra atburði í lífi íþrótta- manns. Jafnvel heimsmeistara- titlar blikna við hlið Ólympíu- titla. Sigurvegarar á Ólympíu- leikum eru því alla jafna teknir fram yfir aðra íþróttamenn þau ár sem leikarnir fara fram. Á þessu ári hafa erlendir íþróttafréttaritarar til dæmis kjörið Ólympíusigurvegarann Carl Lewis íþróttamaður árs- ins í heiminum með miklum yfirburðum. Hann er tekinn langt fram yfir Michel Platini þótt sá síðarnefndi hafi í knatt- spyrnu sýnt fádæma tilburði á nýioknu ári, unnið meistaratit- il og Evróputitil með félagi sínu, stýrt Iandsliði sínu til Evrópumeistara og borið af keppinautum sínum eins og gull af eiri. Þegar Bjarni Friðrikssön vann til bronsverðlauna sinna í sumar keppti hann undir íslenska fánanum. Hann var fulltrúi íslensku þjóðarinnar, sem hafði styrkt hann til farar- innar. Ég hygg að flestir ís- lendingar hafi litið á þetta afrek, sem sigur íslands og IKRON Mikil velta ekki keppikef li „Það hefur nú aldrei verið neitt sérstakt keppikefli hjá okkur (KRON) að hafa svo mikla veltu.“ Þessi merkilega yfirlýsing kom fram í blaðavið- tali við kaupfélagsstjóra KRON fyrir nokkrum árum og sitja í huga viðmælanda - sem til þess tíma hafði staðið í þeirri trú að góð og vaxandi velta væri eitt helsta keppikefli þeirra er reka verslun. KRON minni en Kf. Fáskrúðsfirðinga í yfirliti yfir 100 stærstu fyrir- tæki á íslandi 1983 kemur líka í ljós, að það er ekki umfangið sem þjakar þetta nær hálfrar aldar gamalgróna fyrirtæki. KRON er þar neðarlega á lista með sína um 270 millj. króna veltu - t.d. 30 milljónum aftan við Kaupfélag Fáskrúðsfirð- inga og með nær helmingi færri starfsmenn. Kaupfélagsstjóri/ stjórn KRON virðist því hafa verið stefnunni trúr. KRON hefur þetta ár tekist að vera aftan við 11 kaupfélög á listan- um, t.d. með aðeins um þriðj- ung af veltu Kaupfélags Borg- j firðinga, að ekki sé nú minnst á risann KEA. Velta KRON er að vísu um 40 milljón krón- um meiri en hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar, en það er| kannski fyrirgefanlegt „slys“. Sé á hinn bóginn litið á stöðu Hagkaups - sem aðeins hefur haft innan við hálfan líftíma KRON til að koma sér fyrir í viðskiptalífinu á Stór- Reykjavíkursvæðinu - kemur í ljós að velta Hagkaups er langt yfir þrefalt meiri en hjá KRON og starfsmenn meira en tvöfalt fleiri. Kom í veg fyrir „útþenslu“ SÍS í framhaldi af þessu rifjast það upp að fyrsta kjörbúðin í Reykjavík var opnuð í Austur- stræti á vegum Sambandsins upp úr miðjum 6. áratugnum. (Nokkrum árum áður en Hag- kaup opnaði í gömlu fjósi við Miklatorg) Verslun þessi náði fljótt miklum vinsældum og viðskiptum langt út fyrir borg- armörkin. Það fór að vonurn að KRON brást hart við slík- um „ósóma" - hafði raunar í gegn að nokkrum árum liðnum, að Sambandið lagði verslun þessa niður. Rök KRON voru þau helst, að ófært væri að „dótturfyrir- tæki“ þess, Sambandið, stæði í beinni samkeppni við sjálft KRON á félagssvæði þess. Fyrirmyndin við Svartahaf Sömu örlög biðu annarrar vinsællar verslunar Sambands- ins - Kjöts og grænmetis á Snorrabraut - nema að í því tilfelli var það KRON sjálft sem yfirtók reksturinn og heppnaðist undra fljótt að breyta honum í hinn rétta KRON-stíl. Líka fyrirmynd þeirrar KRON-búðar fann rit- ari þessara lína raunar fyrst við Svartahafið, Sovétmegin, fyrir 2-3 árum. Nú um áramótin skilaði árangurinn sér líka að fullu - þá lagði KRON-búð þessi endanlega upp laupana eftir að hafa þjónað málstaðn- um dyggilega um langt skeið. Með hinn glæsta áratuga- langa árangur í huga verður vel skiljanlegt hve KRON-for- ystan (Ólafur Ragnar í broddi fylkingar) hefur sótt fast á um- liðnum árum að fá fleiri full- trúa á aðalfundi SÍS og um leið aukin áhrif í stjórn þess. (Blöskrar líklega - eins og félaga Eykoni -útþenslustefna undanfarinna ára). Kröfu sína reisa KRON-menn á miklum fjölda félagsmanna. Þessar þúsundir félagsmanna virðast líka fylgja hugsjónum forystu- manna sinna af alhug því sjald- an leggja þær leið sína í kaup- félagið sitt - a.m.k. ekki til að versla þar, ef marka má veltu- tölurnar. Leitið þið friðar og ein- veru Stefnu og stöðu KRON hef- ur raunar vart verið betur lýst en í „auglýsingu“ sem einn af félagsmönnum KRON og mik- ill velunnari, samdi eitt sinn fyrir óskabarnið (þótt ekki hafi hennar orðið vart í fjöl- miðlum ennþá): „Leitið þið friðar og einveru; þá komið í Stórmarkað KRON“. Mikligarður brugðist „hugsjóninni“ Eftir að hafa í nær hálfa öld tekist að koma í veg fyrir að

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.