NT - 12.01.1985, Blaðsíða 8

NT - 12.01.1985, Blaðsíða 8
BLAÐBERA VANTAR SUNDLAUGAVEGUR OTRATEIGUR HRAUNTEIGUR KIRKJUTEIGUR GULLTEIGUR EINNIG VANTAR BLAÐBERA A BIÐLISTA í ÖLL HVERFI Síðumúlil 5. Sími 686300 Laugardagur 12. janúar 1985 8 ndur haf Upplýsingamiðlun ekki skoðanakúgun ■ Hluti af tækjabúnaði ísmyndar, sem ísfílni hefur nú fest kaup á. Oftá ■ Ágæta blað! Nú get ég ekki lengur orða bundist. Trekk í trekk hef ég ætlað að hringja í einhverja aðila hjá Reyjavíkurborg, en það er alltaf sama sagan - alltaf á tali. Það er einskær hending ef maður nær sam- bandi við þetta ágæta bæjarfél- tali ag sem maður er svo (ó) hepp- inn að bua í. Ég get varla ímyndað mér að ég sé einn um að lenda í þessu og mennirnir hljóta að hafa orðið varir| við þetta mikla álag scm er á símanum hjá þeim. En hvers vegna er ekkert gert í málinu. Það ætti að vera hægt að fjölga línum eða sjá til þess á einhvern hátt að borgararnir geti náð sam- bandi við bæjarfélag sittefþeir þurfa á því að halda. „Símnotandi“ -Svar um hæl Við hringdum í borgina þeirra erinda að afla einhverra svara við spurningum „símnot- anda“. Við höfðum þó ekki árangur sem erfiði! - Það var nefnilega á tali. Skrifíð til: NT Lesendasíðan Síðumúla 15 108 Reykjavík ... eða hringið í síma 686300 milli kl. 13 og 14 ■ íslendingar virðast vera að fara út á þannig brautir í fjölmiðlun að óþekkt er meðal annarra þjóða. I sjónvarpinu á miðvikudagskvöld var okkur gefið í skyn hvað koma skal. Fyrirtækið ísfilm, sem er hluta- félag þarsent Árvakur, útgáfu- félag Morgunblaðsins, Frjáls fjölmiðlun, sem gefur út Vik- una og DV og setti á fót ólöglegan útvarpsrekstur s.l. haust, Almenna bókafélagið h.f., SÍS og Reykjavíkurborg eru helstu hluthafar að. hefur þegar fest umtalsverða fjár- muni í tækjum til að geta hafið sjónvarpsútsendingar þegar útvarpslagafruinvarpið hefur verið samþykkt, en flestir virð- ast nú taka það sem sjálfsagt mál. Þeir sem hafa hæst um einkarekstur á útvarpi og sjón- varpi tala með fyrirlitningu um einokun ríkisins á slíkum rekstri. Þeir hafa þó svo sann- ■ arlega sýnt í verki að þeir eru ekki á móti einokun, svo fram- arlega sem þeir sitja sjálfir að kjötkötlunum. Ekki er hægt að setja upp skýrara kennslu- bókardæmi um einokunar- hugsunarhátt, en birtist í sögu og framferði þessa fjölmiðla- risa. Hvert stórfyrirtækið á fæt- ur öðru, sum á sviði fjölmiðl- unar binst samtökum um að ryðja úr vegi hugsanlegum keppinautum áður en þeir hafa tekið til starfa. Þetta sýnir nauðsynina á, að í löggjöf um útvarpsrekstur verði sett skýr ákvæði til að hamla gegn hringamyndun á þessu sviði. Fáir virðast hafa gert sér grcin fyrir þessu, en vert er að benda á merka grein í Morgunblað- inu nýlega um þessi mál eftir Eið Guðnason alþingismann. Útvarps-og sjónavarpsrekst- ur er til að gefa almenningi kost á afþreyingarefni og til upplýsingainiðlunar. Ekki til skoðanakúgunar. Það er undarlega hljótt um þessi mál um þessar mundir og mættu þó atburðir sl. hausts verða víti til varnaðar í þessum efnurn, fyrir almenning og al- þingismenn. Þá mættu blaða- menn gjarna velta því fyrir sér hver örlög blöðum þeirra verða búin ef útvarps- og sjón- varpsstöðvar fjársterkra aðila fjármagnaðar með auglýsing- um verða að veruleika. Sjónvarpsnotandi. Lúxus að nota ritvél? ■ Ágæta lesendasíða! Ég er einn þeirra ólánssömu manna sem hef atvinnu mína af því að pikka á ritvél og er orðinn af því álútur og boginn í baki langt fyrir aldur fram. Atvinnuveitandi minn sér sóma sinn í að skaffa mér ritvélarrokk, og þó hann sé ekkert til að hoppa hæð sína í loft upp fyrir, þá má notast við hann en spurning hvort hávaða- varnir ríkisins myndu sam- þykkja gripinn. í frítíma mínum „freelansa" ég pínulítið eins og er orðið svo fínt hjá flestum skríbentum á íslandi, enda get- ur enginn lifað af nema hafa mörg járn í eldinum. Til þeirra verka nota ég mína eigin ritvél, af bestu gerð og eru notaðar í hana sérstakar kasettur með leturborða. Og nú fer ég að komast að efninu. Þannig er mál með vexti að hver kasetta kostar 370 kr. út úr búð með leiðréttingarborða og þér að segja, persónulega í trúnaði, þá endist slíkur gripur varla nema vikuna, ef vel er unnið. Útgjöldin eru því mikil í borðakaupum og varla fyrir hvítan launaþræl að standa und- ir þessu. Þeim mun undarlegra finnst mér þetta þar sem ég veit að þessir sömu borðar eru miklu ódýrari í útlöndum. Ég nefndi þetta einhvern tímann við kaupmanninn minn, að mér fyndist þetta allt of dýrt og hann var alveg ■ Eru ritvélaborðar lúxusvara? Spyr Númi. sammála mér! Sagðist hann ekkert geta að þessu gert, ég ætti bara að sjá hversu miklir tollar og gjöld væru lögð á þessa vöru. Mætti helst ætla af því að hér væri um algeran lúxusvarning að ræða. Nú langar mig til, ágæta lesendasíða, að þú kannir þessi mál oní kjölinn og komist að því hversu miklir þessir tollar eru. Einnig væri ekki úr vegi að fá skýringar á því hjá yfir- völdum þessa skattpínda lands hvort ritvélar, sem enn verða að teljast mikilvægt verkfæri í atvinnu margra, sé á pappírum þeirra ennþá á skrá yfir lúx- usvarnig á borð við sykruðu ávextina frystu, sem frægir urðu hér um árið. Með fyrirfram þökk NÚMI. - Svar um hæl Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Lesendasíðan hefur aflað sér leggjast ýmis gjöld á pessa vöru sem samtals nema um 140 prósentum af innflutn- ingsverðinu. Ber þar hæst 80% toll, en auk þess kemur vöru- gjald, svonefnt jöfnunargjald og svo að sjálfsögðu sölu- skatturinn. Ofan á þetta allt saman kemur síðan smásölu- álagningin. Það virðist því engu líkara en litið sé á þetta sem lúx- usvöru af opinberum aðilum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.