NT - 20.04.1985, Blaðsíða 1

NT - 20.04.1985, Blaðsíða 1
Japönsku togararnir: Út af með dollarann: Spara um 2000 lítra á sólarhring - ef skipt verður um vélbúnað ■ Félag eigenda japanskra skuttogara FJAS hefur látíð gera ítarlega könnun á hag- kvæmni og kostnaði samfara þvi að skipta um vélbúnað í þeim japönsku togurum sem keyptir voru 1972-73. Niðurstöður úr könnuninni sem unnin var af Bolla Magnússyni hjá Rekstrar- stofunni í Kópavogi eru, að með því að skipta um vél í skipunum ásamt framdrifsbún- aði og ásrafal við aðalvél, megi spara allt að 3(1% af olíukostn- aði við skipin. I’að þvðir um 2000 lítra á sólarhring. Bolli sagði í samtali við NT í gær að sparnaðurinn fælist fyrst og fremst í þremur atriðum. Skrúfan yrði stærri og hæggeng- ari. mun Landsvirkjun sparaði um milljarð á 3 árum Aðalvéli.n verður eyðsluminni en sú sem er fyrir. Þá verður loks hætt að keyra hjálparvélar til framleiðslu á rafmagni, og aðalvél látin fram- leiða rafmagn. Bolli sagði enn- fremur að það væri sitt mat að þessar framkvæmdir væru mjög hagstæðar og myndu koma til með að lengja líftíma skipanna um 6-7 ár. Tilboð í vélbúnaðinn og niðursetningu á Itonum liafa borist frá tíu íyrirtækjum víðs- vegar um heim. Þegar NT hafði samband við Eirík Ólafsson stjórnarformann l'JAS varð- andi tilboðin, vildi hann ekki segja á þessu stigi málsins hvaða tilboð væri vænlegast. en benti á að meöalverö viö skiptingu á vélbúnaðinum væri í kringum 29 milljónir, en þ'að væri ekki endanleg tala. Nú standa yfir tankprófanir á skipunum í Danmörku þar sem kannaðar eru ýmsar skrokk- breytingar, og sagði Eiríkur að þær breytingar sem aðallega væri einblínt á væri perustefni og skrúfubrcytingar. Rafmagnslaus Borgarspítali: Vararaf- stöðin reyndist biluð ■ Vararafstöð Borgar- spítalans fór ekki í gang þegar rafmagnslaust varð í hluta borgarinnar um miðnætti á fimmtudaginn. „Sem betur fer var þetta nú á þeim tíma þegar minnst starfsemi er á spítalanum,“ sagði Sig- urður Angantýsson yfir- maður tæknideildar þegar NT ræddi við hann í gær. Sigurður sagði að þetta væri í annað skiptið á fjórtán árunt sem rafstöð- in fer ekki í gang þegar ; rafmagnsleysi verður. , „Ástæðan fyrir því að : stöðin fór ekki í gang er sú I að spennufall varð í raf- geymunt. Geymarnir eru ; mældir mánaðarlega og I næsta skoðun hefði átt að ; vera í morgun, þannig að ‘ þetta var alveg í kantin- um,“ sagði Sigurður. Rafmagnsleysið varaði í tíu mínútur og hlaust ' enginn skaði af, utan þess | að tölva spítalans datt úr 1 sambandi og þurfti tals- verðan tíma til lagfæring- ar. J w < % ’ mmm - vegna fækkunar dollaralána ■ Landsvirkjun sparaði 937 milljónir króna frá árs- lokum 1981 til jafnlengdar 1984 með markvissum að- gerðum, sem miðuðu að því að minnka hlut Banda- ríkjadollars í heildarskulda- byrði fyrirtækisins. Á þess- um tíma hefur hlutur doll- arans minnkað úr 70,80% heildarskuldanna í 39,4% Þetta kom fram í ræðu Hall- dórs Jónatanssonar forstjóra Landsvirkjunar á ársfundi fyrir- tækisins í gær. Halldór sagði, að á undanförnum þremur árum, hefði Landsvirkjun ekki tekið ný langtímalán í dollurum. og að við endurnýjun eldri lána hefði það sjónarmið gilt að ntinnka hlut dollarans. „Þessi stefna hefur reynst Landsvirkjun ntjög hagstæð og leitt til verulegrar lækkunar á fjármagnskostnaði og skulda- býrði fyrirtækisins," sagði Halldór. Langtímaskuldir Landsvirkj- unar námu 16,5 milljörðum króna í árslok 1984 og jukust þær um tæpa 4,4 milljarða á árinu. Heildareign Landsvirkjunar nemur tæpum 26 milljörðum króna, og jókst um 6,5 milljarða á síðasta ári. Eigið fé er 8,7 milljarðar, eða 33,9% af heild- areign, og er það meira en eigið fé nokkurs annars fyrirtækis eða stofnunar hér á landi. Sjá nánar bls.2 ■ „Vei, bráðum er puðið búið,“ sögðu þessir eld- hressu nemendur Samvinnu- skólans, sem heimsóttu rit- stjórn NT i gær. En nú tekur við lestur og aftur lestur fyrir lokaprófin. NT-ra>nd:(;K Orðsending til lesenda NT ■ Að undanförnu hef- ur stjórn Nútímans h.f. látið vinna að könnun á ýmsum þáttum í rekstri fyrirtækisins. Meðal annars er í athugun hvernig gera má útgáfu NT hagkvæmari en tryggja jafnframt fulla þjónustu við kaupendur blaðsins. I þessu sambandi hef- ur verið ákveðið að fella fyrst um sinn niður út- gáfu blaðs á mánudög- um meðan kannað er hvernig þessari útgáfu má koma fyrir með hag- kvæmari hætti. Stjórn Nútímans h.f. Steingrímur Hermannsson á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins „Vara við markvissri viðleitni til að brjóta niður samvinnufélögin“ Nýsköpun atvinnulífsins í brennidepli á fundinum ■ „Við framsóknarmcnn gerðum okkur fyrstir flokka grein fyrir að óhjákvæmilegt er að nýta hinn nýja hátækni- og upplýsingaiðnað í þjón- ustu íslcnskra atvinnuvega,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, formaður Fram- sóknarfiokksins í stefnuræöu sinni í upphafi iniðstjórnar- fundar flokksins, sem hófst í Reykjavík í gær. „Á miðstjórnarfundinum fyrir ári samþykktum við að beita okkur fyrir að varið yrði a.rn.k. 500 milljónum kr. af ríkisfé á næstu árum til nýsköpunar." og „strax eftir hclgina mun ég leggja fram frumvarp um Þróunarfélag." Það frumvarp er eitt af sjö frumvörpum, sem samin hafa veriö af ncfnd undir forystu Guðmundar G. Þór- arinssonar. Um stjórnarsamstarfið sagði Steingrímur m.a., að það hcfði valdið nokkrum erfiðlcikum að fornraður Sjálfstæðisflokksins væri ckki í ríkisstjórninni, en þaö væri „hins vegar málefni sjálfstæðismanna sjálfra." Þá ræddi Steingrímur nokkuð um landsfund Sjálf- stæðisflokksins og ræðu for- manns hans um síðustu helgi. Ræða Steingríms er birt í heild sinni á bls. 9-11 í NT í dag. Líflegar umræður um ræðu Steingríms, atvinnu- mál, stjórnarsamstarfið og stjórnarviðhorfið stóðu síðan yfir í allan gærdag. Fundarhöldum var haldið áfram í morgun og standa þau yfir fram á kvöld. Fund- inum verður síðan slitið upp úr hádegi á morgun . Ungir framsóknarmcnn voru all, ábcrandi á fyrsta degi fundarins, en þeir hafa lagt fram ýtarlegar hugmynd- ir um leiðir til bættra lífskjara á næstu árum. Þær tillögur eru birtar á bls. 8 í NT í dag.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.