NT - 20.04.1985, Blaðsíða 27

NT - 20.04.1985, Blaðsíða 27
lli ÍÞ^ ísland - Noregur á NM í Finnlandi: STÓRTAP Norðmenn keyrðu ísland í kaf í síðari hálf leik-unnu 91 -73 Frá Gylfa Þorkelssyni bladamanni NT á Norðurlandamótinu í körfuknattlcik í Finn- landi: ■ Norðmenn sigruðu íslend- inga örugglega í leik liðanna á Norðurlandamótinu hér í Finn- landi í gærkvöld 91-73. Norð- menn léku sinn besta leik á mótinu, og eftir jafnan fyrri hálfleik átti íslenska liðið ekki svar við hamförum jreirra norsku. Mestu munaði um Bandaríkjamann sem er nýorð- inn norskurríkisborgari, Hákan Österfjord, sem skaut íslend- inga hreinlega í kaf. Hann er 2,05 metrar á hæð, skoraði 35 stig og hafði 93% skotnýtingu. Leikurinn fór jafnt af stað, en eftir 5-6 mínútna leik náðu Norðmenn undirtökunum. ís- lendingar minnkuðu muninn í eitt stig um miðjan hálfleikinn, 23-24, en síðan sigu Norðmenn fram úr aftur, og náðu tólf stiga forystu. Góður kafli íslendinga í lok hálfleiksins gerði það svo að verkum að einungis 6 stig skildu í hálfleik, 43-49. Svíar unnu ■ Svíar lögðu í slendinga 19-18 í fyrsta leik Norðurlandamóts drengjalandsliða í handknatt- leik í Finnlandi í gær. Ingólfur með umræðuþátt ■ Ingólfur Hannesson mun stjórna umræðuþætti í sjón- varpssal á mánudagskvöld, þar sem fjallað verður um íþrótta- iðkun barna og unglinga í víðu samhengi. í þáttinn mæta Sveinn Björnsson forseti íþróttasam- bands tslands, og fjögur ung- menni á aldrinum 14-19 ára. Norðmenn komu ákveðnir til síðari hálfleiks. Strax í upphafi gerðu þeir út um leikinn, og juku forystu sína jafnt og þétt þar til fjórar mínútur voru til leiksloka, er 27 stig skildu. ís- lendingar klóruðu í bakkann í lokin, og lokatölur urðu 91-73. Eins og áður sagði var Öster- fjörd sá sem sá um íslendinga í leiknum. Pá var Torger Bryn sterkur, skoraði 22 stig og hafði 73% skotnýtingu. íslendingar iéku meðalleik miðað við getu. Liðið náði aldrei upp þeim fít- onskrafti sem einkenndi liðið gegn Svíurn, þarsem Svíarunnu með 6 stigum. Svíar unnu Norð- menn í upphafi móts með 19 stiga mun, svo það segir sína sögu. Valur Ingimundarson var stigahæstur. með 15 stig, Birgir Mikaelsson skoraði 12, Ivar Webster 12 (skotnýting 71% sem þykir mjög gott), Pálmar Sigurðsson skoraði 11 stig, Tómas Holton 10, Torfi Magn- ússon 7 og Jón Kr. Gíslason 6. Skotnýting íslendinga í leiknum var 47%, en Norðmanna 63%. Úrslitin í mótinu hafa orðið þessi: Finnland-ísland.......90-53 Sv.íþjóð-Noregur .... 94-75 Danmörk-Noregur . . . 70-102 Svíþjóð-Ísland .......74-69 Finnland-Danmörk . . 98-81 Noregur-ísland........91-73 Staðan Noregur ... 3 21 268-237 5 Finnland ..2 2 0 188-134 4 Svíþjóð ... 2 2 0 168-144 4 ísland .... 3 0 3 195-255 3 Danmörk ..2 0 2 151-200 2 Finnar þykja sigurstrangleg- astir á mótinu. Þeir leika síðasta leikinn gegn Svíþjóð á sunnu- dag, en gegn Norðmönnum í dag sem verður spennandi leik- ur. íslendingareiga frí í dag, en mæta Dönum á morgun, þar sem baráttan um að lenda ekki í botnsæti verður í algleymingi. Laugardagur 20. apríl 1985 27 iþróttir helgarinnar: Knattspyrna: ■ Bikarkeppnni Rnattstyrnuráðs Akureyrar fer af stað um helgina. Þór, KA og Vaskur eru með, ásamt Leiftri frá Ólafsfirði. í dag kl. 16 keppa KA og Vaskur á Sanavellinum, og á morgun kl. 14.00 KA og Leifur. Valur mætir Víkingi kl. 15.00 í dag í meistara- flokki karla á Reykjavíkurmótinu, og kvennalið þessara félaga keppa klukkan 19.00 á morgun. ÍA fær FH í heimsókn í Litlu bikarkeppninui í dag. Handknattleikur: Drcngjalandsliðið leikur á Norðurlandamóti í Finnlandi um helgina. Körfuknattleikur: Landslið karla er við keppni í Finnlandi, á Norðurlandamótinu. Liðið mætir Dönum í dag, og er það síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Drengjalandslið er við keppni í Evrópukeppni á Ítalíu. Skíði: Unglingameistaramót íslands er í Bláfjöllum um helgina. Keppni hefst kl. 10.30 í dag, keppt í stórsvigi 13-14 ára og svigi 15-16 ára, og göngu. Á morgun hefst keppni á sama tíma, þá er svig 13-14 ára, stórsvig 15-16 ára og stökk kl. 14.00. Á mánudag er flokkasvig og boðganga, hefst kl. 10.30. Borðtennis: íslandsmótið í borðtennis er um helgina í Laugardalshöll. Tvíliðaleikur karla og kvenna hefst kl. 13.30 í dag og tvenndarleikur kl. 16.45. Á morgun hefst keppni í einliðaleik kvenna kl. 13,30 og karla kl. 14.15. Úrslitaleikir eru: í dag kl. 19 tvfcnndarleikur, á morgun kl. 19.30 tvíliðaleikur, og kl. 20.30 einliðaleikur. Þátttakendur eru alls 46 í karla- flokki, en 18 í kvenna. 19 pör keppa í tvíliðaleik karla, 8 pör í tvíliðaleik kvenna og 11 pör í tvenndarkeppni. Vaxtarrækt íslandsmótið í vaxtarrækt er á sunnudags- kvöldið í Broadway. lgromet ABURÐARDREIFARI 2,5 tonna Verð aðeins kr.110.000.- Prófaðir af Bútæknideild Aðeins 1 stk. óselt Bíldshöfða 8 - Símar 8-66-55 & 8-66-80 Óska eftir að taka á leigu 2ja-3ja herbergja íbúð í Kópavogi. Öruggar mánaðargreiðslur. Upplýsingar í síma 78240 (Jóhanna). 13,6/12-28/6 14,9/13-28/6 16,9/14-28/8 16,9/14-28/10 18,4/15-28/12 16,9/14-30/6 16,9/14-30/10 18,4/15-30/10 12,4/11-32/6 16,9/14-34/8 13,6/12-38/6 600-16-6 650-16/6 750-16/6 900-16/10 750-18/8 10,0/75-15/8 11,5/80-15/10 l/L-16/lO 12.5L-16/12 10,0/80-18/10 13,0/65-18/10 16/70-20/10 9,5/9-24/6 11,2/10-24/6 12.4/1/-24/6 14,9/13-24/6 19.5L-24/12 21L-24/12 18,4/15-26/10 23,1/18-26/10 11,2/10-28/6 12,4/11-28/6 Laugavegi 170-172 Simar 21240-28080 GOODWYEAR GEFUR 0'RETTA GRIPIÐ Til átaka sem þessa þarí gott jarósamband. Paó nœst meó GOODYEAR hjólböröum. Gott samband jarövegs og hjólbaröa auöveldar alla jarövinnu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.