NT - 20.04.1985, Blaðsíða 6

NT - 20.04.1985, Blaðsíða 6
Laugardagur 20. apríl 1985 6 Vettvangur Jens í Kaldalóni: Stjórn eða stjórnleysi Þá fer einnig að læðast sú grunsemd inn í hugskot manna hvort nokkur samtök, flokkur eða maður geti stjórn- að þessari þjóð í þeim frjálsa lýðræðis- kærleika, sem svo lofaður er í öllu mannlegu gildi, að þjóni því stefnu- marki sem flestum er hugleiknast ■ Þegar maður lítur yfir veg þeirrar ríkisstjórnar, sem nú ræður ríkjum á landi hér, - verður manni á að þenkja um það, hvort hún er ennþá komin að þeim nótum þeirra góð- verka sem hún hafði í upphafi vegferðar sinnar talið sig svo af guði vel gerða til þess að vel mætti breyta okkar syndum- spillta og afvegaleidda þjóðfé- lagi í það siðmenningarfélags- heimili, sem sæmandi væri, - og eitthvað í takt við það gáfuríka hugarfar, - greind og menntun, sem svo í aldanna rás við íslendingar höfum svo lengi státað af, að citthvað nálgaðist þá kenningu, að nær mætti telja siðuðum mönnum, en sundrungarlýð. Og enda þótt í sumum þeim betrunarháttum, sem í reisu- passann ritaðarvoru, afandagt og kærleiksríku hugarþeli, finnst þó einum og einum henni skrikað hafi fótur á svelli fagurra hugsjóna. Var þá ekki síður, eins og sumir færu að gjóa augum sínum að þeim fagurfclldu stjórnarstólum, sem ætlaðir voru til setu þeirra dáindis gáfumanna, sem flestir töldu þá þar veglcgan sama- stað eiga, til þess ráðum sínum mættu þar svo saman tvinna, sem til mættu duga að meðal- greindur háskólaborgari mætti grannt þekkja, að þar í stóla væru þeir bændur sestir í hús- bóndasæti þjóðarheimilis okkar, að þeim mætti þjóna af kostgæfri, virðingu og tillits- semi, en ekki af neinum þræls- ótta né illum hvötum, að hlaupa frá verkum sínum í miðjum gegningum um hávetr- artíð. Þá fer einnig að læðast sú grunsemd inní hugskot manna, hvort nokkur samtök, flokkur eða maður geti stjórnað þess- ari þjóð í þeim frjálsa lýðræðis- kærleika, sem svo lofaður er í öllu mannlegú gildi, að þjóni því stefnumarki, sem flestum er hugleiknast. Spurningin er þá stór; sem sc; hvort neyðin geti ekki jafnvel kennt svo naktri konu aðspinna, að grípa verði hér til einhverskonar ein- ræðisaðgerða, svo skrönglast megi yfir þá illfæru urðar- dranga, sem við svo óhöndug- lega höfum álpast inná í öllu hinu margrómaða frelsi okkar, - sem engan veginn virðist svo réttum fótum fetað hafa, að til farsældar megi telja. Formaður annars stjórnar- flokksins taldi sig, - er hann var yfirheyröur í sjónvarpinu nýlega, - ekki skilja hvað for- sætisráðherrann hefði átt við, er hann talaði um kollsteypu frá í haust. Hélt maður nú samt að slíkir hlutir væru ekki svo torskildir, - þar sem svo blasti við allra sjónum, að líkja mætti við brunarústir einar eft- ir hlöðubruna hjá bónda, - þar sem heyforði vetrarins liefði þar upp fuðrað í einni glóð, og eftir stæði tóftin ein þaklaus og sótsvört á að líta. Enda stóð ríkisstjórnin blessuð eins og glópar niðrí hyldjúpri jökul- sprungu, þar sem ckki sást til neinna átta, og rökkur auönar- innar blasti viö, í sjálfu sér ráðþrota og áttavillt, sem von var, þar sem 20-30% verð- hækkun í einum hnút á vinnu- afli stórra launahópa í mestan- part þjónustugerðar í ýmsu i'ormi, scm svo fjarstætt var öllu eðli, að aldrei gat gengið án vandræða á ýmsum sviðum þjóðlífs okkar, það sáu allir menn í hcndi sinni, að slík mál eru ekki ræðandi af nokkru viti, enda kom á daginn að þar var mikið unnið fyrir litlum arði. Nákvæmlega sama foræðið er nú yfir gengið, og má þar til viðbótar nefna þar að auki nær 70% verðhækkun á bílatrygg- ingum landsmanna, að mánað- arlaun þarf til að borga trygg- ingarskatt at'einum bíl fyrir þá sem ekki eru í bónus, en kr. 12.000.00 rúm hjá þeim sem 50% bónus hafa, en vel að merkja að ríkissjóðurinn hagn- ast á þeim um 2.200.00 krónur, sem svo óheppnir liafa orðið að missa bónusinn, um fram hjá hinum sem 50% bónusinn hafa hlotið. Svona hlutir gerast ekki nema þar sem brjálæðis- kenndar og algerlega ábyrgð- arlausar gerðir manna hafa þróast í það hyldýpisforæði, sem teygt og togað hefur verið í eftirlæti og afskiftaleysi þeirra, sem falið hefur verið að sjá þjóð okkar farboða í skjóli þess frelsis, - sem allir telja þó þann bjargfasta grunn sem mannlífið á að byggjast á. Já, og með hrokafullum ögr- unartón hóta þeir, sem frelsinu unna, að nú skuli hrikta í stoðum þjóðfélagsins, verði ekki gengið að þeim „sann- gjörnu" kröfum, sem fram eru bornar, og sem fiskinum svo hefur fækkað að ekki má nú úr sjó draga nema 2 fiska þar sem áður fengust þrír, - skuli það bætt með hækkuðu fiskverði, svo hluturinn verði sá sami hvað sem aflamarkinu líður. Nei, slíkir hlutir gerast ekki nema þar sem máttur öfganna hefur svo þróast í einræði og ómæliskennd vitleysunnar, að hið raungilda lögmál náttúr- unnar hefur svo frá öllu sínu gullvæga gildi horfið, að hin steindauða hönd, og hugsun leggst þar yfir allar skynsemis- leiðir til úrbóta. En það er fleira en launa- kröfur og allar þeirra öfgar, sem ekki stenst lögmál tilver- unnar, þar á meðal sá ólýsan- legi óskapnaður, að verð- tryggja húsnæðismálalán og aðrar skuldir þegar kaupgjald á að standa í stað. Pað er líklega ein þeirra djúpstæðasta dýflissa sem nokkrum mennsk- um manni hefur verið varpað í, enda á daginn komið að líkja má við stórslysafaraldur af- leiðingar þeirrar gerðar, cnda þótt aldrei á almannafæri upp verður gefinn allur sá hrika- leiki, sem af því leitt hefur. Já, svona er nú stjórnarfarið í dag, en var það þá nokkru betra fyrir tveimur árum, þeg- ar þá þótti eitt til ráða, að hengja þann neyðarkross um allra manna hálsa, sem þar skyldi dingla í minnst fjögur ár, þar sem sú neyðarganga fetuð yrði fótmál fyrir fótmál, að við hefðum lært eitthvað það af spjöldum sögunnar, að ekki væri sá dýrmæti auðnu- vegur best genginn með fífla- látum og fyrirhyggjuleysi. En í allri þessari flóðbylgju hús- næðislána og húsbyggjenda, blasir við þeim sú staðreynd að allt þeirra afl og máttur sem duga skyldi fyrir venjulegum afborgunum og vöxtum, dugar nú ekki fyrir dýrtíðarhækkun- um á lánum þess, og ef einhver þeirra hefur nú ekki getað borgað útsvarið sitt, sem var 100 þúsund krónurás.l. ári, er það orðið að 150 þúsund króna skuld núna með aðeins eins árs vöxtum. Ef að Þorsteinn Pálsson, minn elskulegi for- maður Sjálfstæðisflokksins skilur ekki að þarna hafi verið um kollsteypu að ræða, og meira að segja, svo hroðalega, að ótalið er hvað jafnvel marga góða drengi liefur lagt í gröf- ina, já og meira að segja konur með, þá vildi ég nú meina, að svo fari bráðlega að birta skammdegisskugga vetrarins, svo fari hann bráðum að sjá inní skuggaskot tilverunnar. Ég held að hann geri sér þó öllu betri grein fyrir þeim af- leiðingum en kannski margur annar. En það er best jafnan að skilja hlutina eins og þeir eru. En það er með þetta eins og annað, að það verður annað- hvort að duga eða drepast. Það hefur aldrei verið til tignar metið á stjórnanda skips, að hlaupa frá stýri þá áhlaupsveð- ur hefur á skollið, og gefast upp við að bjarga fleyi sínu og farmi heilu í höfn. Og það væri skárri hroðalegheitin ef ríkis- stjórn landsins hlypi nú svo frá öllu því umfangi sem fyrir liggur, skjálfandi af tauga- spennu frá öllu saman. Róm var ekki byggð upp á einum degi, stendur einhversstaðar, og enginn bjóst við þeim afrek- um neinnar stjórnar, að allar þær glæfragildrur sem þjóðin hefur ratað í undanfarna ára- tugi, yrðu hreinsaðar útúr öllu mannlífi á einum til tveimur árum. En því er ekki að neita, að vel hefur nokkuð þokast í vissum hlutum, en vettlinga- tökin alltof mörg, og svo dýrast spanna þar inní vaxtaokrið og óguðlegustu verðhækkanir, sem svo hafa öllum húsum og röftum riðið, að engu tali tekur. Við erum komin í snarvit- lausan kreppudans útaf sællífi og eftirlæti, og þjóð sem komin er svo í útlendan skuldahaug, að enginn sér útúr þeim rok- svörtu skýjabólstrum skuli ekki skammast sín hreinlega fyrir að flytja inn hundruð tonna af súkkulaði og frönskum kartöflum en henda sinni eigin framleiðslu í skítinn, og kaupa svo tugi tonna af méli frá útlöndum til að ala á endur, gæsir og kalkúna í stað þess að éta sitt heilnæma og í alla staði okkar ágæta lambakjöt. En því ræði ég þessi mál hér og nú, að raddir hafa heyrst um einskonar stjórnarþreytu. og jafnvel jaðrað við stjórnar- slit. En sjálfstæðismenn lofuðu góðum og miklum umskiftum í síðustu kosningum, fengju þeir til þess mátt og völd að betrumbæta það sem úrSkeiðis gengið hefur, en svo hissa sem maður er á þeim kröfum laun- þegaforustunnar að heimta verðbætur á laun sín, eftir þær hroðalegu ófarir, sem þær á allan hátt hafa skapað. ermað- ur þó enn meira undrandi á þeim ráðstöfunum ríkisvalds- ins að afnema það bann, ein- ungis vegna þess, að verðbæt- ur, að raungildi nokkru á laun, er óframkvæmanlegt af neinu viti, og á engum aðgerðum hefur launafólkið tapað jafn hroðalega í hagsmunum sínum. En hvað skyldu svo menn ætla að sækja í nýjar kosning- ar, nema að sóa peningum og útmála þann sama blaðursvað- al, sem allir eru löngu orðnir leiðir á. Eða halda þeir að betur hafi þeim svo vaxið fisk- urinn um hrygginn, sem þá duttu fyrir borð í síðustu kosn- ingum, að liðtækari verði í áratoginu við að rétta þjóðar- skútuna núna. Nei, mínir kæru stjórnvaldshafar, þið hafið ekki mörgum færari á að skipa en þeim er nú sitja, þótt margt megi að þeim finna, og sjálf- sagt gerir enginn svo öllum líki hvort sem er, en það skulið þið muna. að láta sem jafnast yfir alla ganga. Læra af ykkarpólit- ísku mistökum, og munið ekki síður, að það er mann- legra að gangast við yfirsjónum sínum en að þræta fyrir þær með einhverjum hætti, - og þar um sagði Steingrímur hið rétta orð: Kollsteypa. Jens í Kaldalóni. Svona hlutir gerast ekki nema þar sem brjálæðiskendar og algjörlega ábyrgð- arlausar gerðir hafa þróast í það hyl- dýpisforæði sem teygt og togað hefur verið í eftirlæti og afskiptaleysi þeirra sem falið hefur verið að sjá þjóð okkar farborða í skjóli þess frelsis, sem allir telja þó þann bjartasta grunn sem mannlífið byggist á. Markmið okkar eru skýr! - snjöll ræða formanns Bjargræðisflokksins ■ Það dylst varla neinum að landsfundur Bjargræðisflokks- ins var haldinn fyrir skömmu í íþróttaskemmunni og voru málin rædd þar af mikilli hrein- skilni. Landsfundarmenn sem komnir voru hvaðanæva að af landinu hlýddu í upphafi fund- ar á skörulega og tæpitungu- lausa setningarræðu Hersteins Sigurpálssonar, formanns Bjargræðisflokksins. Að lok- inni ræðunni risu fundarmenn úr sætum, allir sem einn, og hylltu formanninn unga með langvinnu lófataki. Ræða Hersteins hefur birst í heild sinni í Árdegisblaðinu, málgagni Bjargræðisflokksins, en þó teljum við ekki stætt á öðru en að birta hér valda kafla úr ávarpi formannsins: Góðirbjargræðismenn! Vin- ir og samherjar! Veður ræður akri. í öllu lífi manna skiptast á skin og skúr- ir.Mönnum munar annað hvort aftur á bak eða nokkuð á leið. Hvað getum við gert til að efla samstöðu þjóðarinnar í framfarasókn hennar? Jú, við þurfum að stilla strengina, auka samheldnina, leita stuðn- ings við baráttumál okkar á líðandi stund og grundvallar- hugsjónir okkar. Verða verkin látin tala? Markmið okkar eru skýr. Það er brýnt að lyfta þjóðinni allri upp úr óvissu og öryggisleysi. Ég hygg að ekki sé ofsagt að landsfundur Bjarg- ræðisflokksins sé eina aflið sem getur eytt óvissu og snúið vörn þjóðar til sóknar og bjart- sýni.Bjargræðisflokkurinn er tilbúinn til þess að veita forystu til að sigla þjóðarskútunni úr öldurótinu. En um leið og við horfum fram veginn verðum við nú sem fyrr að meta það sem gerst hefur í ljósi stefnu okkar og markmiða og huga að aðstöðu okkar á taflborði stjórnmálanna. Markmiðið var fyrst og fremst að vinna bug á verð- bólgudraugnum og treysta rekstur höfuðatvinnuveganna. Ekkert skorti þó á hrakspár stjórnarandstöðunnar, sem reyndi að sá frækornum efa- semda í okkar raðir. Byrðunum verður að jafna sem réttilegast niður, við höfum sýnt fram á hvað unnt er aö gera með santvinnu stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Ég minni líka á að plægður hefur verið akur með hugmyndum bjar- græðismanna um tengsl heimila og skóla og á hinn bóginn atvinnulífsins og skól- anna. En við megum hvorki mikl- ast um of né ofmetnast. Við verðurn líka að gera okkur grein fyrir því sem úrskeiðis hefur farið og glöggva okkur á því hvar hefur ekki tekist sem skyldi. Það er ljóst að þjóðin þolir ekki aðra kollsteypu og í því sambandi er nauðsyn að ræða málin hispuslaust og af fullri hreinskilrfi á þessum fundi. Það er okkar hlutverk að reisa skorður við óheillaþró- un af þessu tagi. en um leið verðum við að gera kröfur til okkar sjálfra um heilsteyptan málflutning og vilja til að tak- ast á við verkefnin. Þó veður ráði jafnan akri eigum við á þessum fundi og í kjölfar hans að láta reyna á það hvort unnt reynist að tak- ast á við verkefnin af þeirri festu, þeirri áræðni, þeirri bjartsýni og þeirri framsýni, sem nauðsynleg er til að hefja þjóðina upp úr öldudal. Ekk-’ ert afl er betur búið til að hafa forystu þar um en Bjargræðis- flokkurinn. Styrkleiki bjarg- ræðisflokksins er öðru fremur fóglinn í því að hann hefur verið það trausta afl sem fólkið í landinu hefur getað reitt sig á til að tryggja festu og öryggi í stjórnarháttum. Við megum ekki bregðast því trausti, en verði þess þörf þegar á hefur reynt hikum við ekki við að leggja mál okkar í dóm kjós- enda. Hvað sem líður þeirri óvissu sem að undanförnu hefur ríkt hafa komið upp einkar skýrar línur. Við höfum lagt meiri áherslu en fyrr á þá hugmynd sem var kjölfestan í boðskap þeirra sem stofnuðu til þessar- ar fylkingar bjargræðismanna fyrir meira en hálfri öld. Okkar stefna á rætur í heimspeki framfaranna. Undir forystu okkar er róið fyrir aukinni velmegun og hagsæld fólksins í landinu. við getum verið vissir um það, íslendingar, að við tökumst ekki á við ný verkefni til að auka hagsæld okkar og velmegun með stöðugum innanlandsófriði. Það er hlutverk okkar á þessum fundi að þétta raðirn- ar. Vinna okkar hér verður að vera svo trúverðug að við fáum ótvíræðan stuðning til að fylgja fram hugmyndum okkar. Þar er ekki síst spurning um .að nýta hugvit og atgervi sem fellt er í dróma og halda áfram að plægja akurinn fyrir samstarfi til þjóðarsáttar. Bjargræðisflokkurinn hefur haft forystu um að varða veg- inn með þessum hætti. Þetta er nú að okkar mati eina færa leiðin út úr þeim örðugleikum sem íslenska þjóðin býr við. Eftir þessari braut getum við gengið á vit framtíðarinnar og í þessu Ijósi er einmitt mikil- vægt að við herðum sóknina til að styrkja þessa málefnalegu stöðu okkar. Heill þjóðarinar er sem fyrr í veði. Það verður lögð á það þung áhersla að hvergi verði hvikað frá þeirri stefnu sem Bjarg- ræðisflokkurinn hefur markað. Við höfum aldrei vikið okkur undan ábyrgð, og sú ábyrgð er ekki síst í því fólgin að fylgja fast og einarðlega fram þeim málefnum sem við höfum boð- ist til að vinna að. Þessum skyldum okkar við fólkið í landinu megum við ekki bregðast. Við verðum á hverj- um tíma að meta á hvern hátt við erum f bestri aðstöðu til þess að vera í sókn fyrir hug- sjónir okkar og einstök bar- áttumál. Þegar erfiðleikar steðja að í þjóðarbúskapnum mæðir jafn- an mest á Bjargræðisflokkn- um. Við slíkar aðstæður hafa andstæðingarnir alltaf byrjað sama sönginn. Það er alið á sundurlyndi og togstreitu. Slíkt illgresi upprætum við aðeins með samtakamætti. Því hugarfari verðum við öll að vera trú í störfum okkar ef styrkurinn og aflið á að haldast óbreytt. Frumherjarnir sem hófu verkið slógu á þá sterku strengi þjóðernishyggju og íslenskrar menningarsem hefurgert okk- ur bjargráða þjóð í samfélagi þjóðanna. Menning þjóðarinn- ar og bjargræði eru svo sam-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.