NT - 04.07.1985, Blaðsíða 2

NT - 04.07.1985, Blaðsíða 2
ASÍ og BSRB: Vel undirbúin fyrir nýju útvarpslögin Fimmtudagur 4. júlí 1985 2 - nefndir hafa starfað um útvarpsrekstur mánuðum saman ■ ASÍ og BSRB sendu í gær út bréf þar sem ýmsum aðilum er formlega boðið til viðræðna um hugsanlegt samtarf á sviði fjölmiðlunar, einkuni með út- varps- og sjónvarpsrekstur í huga. Nefndir á vegum beggja samtaka hafa unnið að þessum málum að undanförnu og út- breiðslu- og fjölmiðlamál laun- þegahreyfingarinnar og sam- vinnuhreyfingarinnar hafa verið mjög til umræðu undanfarið, einkum eftir að Ijóst varð að heimildir til útvarpsrekstrar yrðu rýmkaðar. - „Þing Alþýðusambandsins ályktaði um það síðast liðið haust, að samtökin byggju sig undir nýja tíma í þessum efnum og í framhaldi af því setti mið- stjórn ASÍ á laggirnar fjölmiðla- nefnd, sem hefur verið að störf- um í vetur sagði Helgi Guð- mundsson formaður fjölmiðla- nefndar ASÍ í gær. „Hún hefur verið að skoða upplýsingamiðl- un hreyfingarinnar í heild og samskipti verkalýðshreyfingar- innar við þá fjölmiðla sem fyrir eru í landinu, en nú eftir að ný útvarpslög eru orðin stað- reynd liafa menn að sjálfsögðu tekið til umræðu þessa breyttu stöðu, sem komin er upp. Við vissum af því að hjá BRSB hafa innar á þessu sviði eins og menn muna, og við lýstum yfir vilja til að ræða við SÍS einnig.“ Hjá BSRB hafa málin þróast á líkan hátt. BSRB setti á lagg- irnar fjölmiðlanefnd fyrir einu ári með líkum formerkj- um og nefnd ASÍ. Kristján Thorlacius formaður BSRB sagði í samtali við NT í gær, að eftir að útvarpslagafrumvarpið komst á dagskrá í haust hefðu útvarpsmálin orðið yfirgnæf- andi í störfum nefndarinnar. Hún hefur látið vinna ýmsar áætlanir um tæknileg mál og um fjárhagslegar hliðar útvarps- rekstrar en ekki vildi hann stað- festa þær tölur sem nefndar voru í útvarpsfréttum í fyrra- kvöld um kostnað við að koma upp útvarpsstöð. Kristján kvaðst hafa tekið sér ferð á hendur upp í Bifröst meðan aðalfundur Sambandsins stóð þar yfir og gert stjórnarfor- manni SÍS, Val Arnþórssyni grein fyrir niðurstöðum nefnd- arinnar, sem þá hafði skilað af sér til stjórnar BSRB, og rætt þessi mál ítarlega við hann. En hvers konar útvarpsstöð kemur út úr þessu samstarfi ef af verður. Eru helstu hagsmuna- samtök landsins að sameinast um útvarpsstöðvar til að heyja áróðursstríð á öldum ljósvak- ans? Helgi Guðmundsson var spurður þessarar spurningar. „Það er alveg gefið mál,“ sagði Helgi, „að fjölmiðlun félaga- samtaka og verkalýðshreyfing- arinnar í nútíma þjóðfélagi get- ur ekki orðið í því formi að þar sé fólki boðið upp á einhverja messugjörð. Ég held að allir sem um þessi mál sýsla átti sig á þessu og innan okícar raða eru margir sem búa yfir reynslu og sérþekkingu á fjölmiðlum. Ef af útvarpsrekstri yrði, þá yrði hann að standast samkeppni við ann- að sem í boði er, vera opinn öllum sjónarmiðum, og þó slík útvarpsstöð yrði kannske félags- lega sinnuð ef svo má orða það, þá þýðir ekkert að vera með predikanir eða áróðurs- maskínu, þar verður allra venjulegra faglegra sjónarmiða gætt,“ sagði Helgi Guðmunds- son. Aðspurður urn samstarfs- grundvöll verkalýðshreyfingar- innar og SÍS minnti Helgi á að þessir aðilar væru í samstarfi um ýmsan rekstur með góðum árangri og mjög góðu sam- komulagi. Hann sagði að ef til útvarpsrekstrar kæmi á vegum verkalýðshreyfingarinnar hlyti hún að telja það skyldu sína að láta sendingar ná til landsins alls. menn einnig verið að ræða þessa hluti og nefndir þessara aðila hittust svo í fyrsta skipti í gær og þá var ákvcðið að bjóða ýmsum launþegafélögum sem ekki eru aðilar að ASÍ til viðræðna. Aðalfundur SÍS nýlega ályktaði um samstarf samvinnuhreyfing- arinnar og launþegahreyfingar- ■ Rásarmenn mega búast við harðri samkeppni eftir næstu áramót er einkaréttur ríkisútvarpsins rennur Út. NT-mynd: Ari. Elliðaárnar - 32 á sunnudag ■ Mjög vel hefur veiðst í Ell- iðaánum undanfarna daga. í fyrradag fengust til dæmis 17 laxar fyrir hádegið og eitthvað á annan tug eftir hádcgið á sex stangir. Samtals eru komnir rétt tæpir 200 laxar á land og sagði Friðrik Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur að laxinn nú væri áberandi vænni en í fyrra. Hann sagði að í gegnum teljarann væru komnir einir 800 laxar, sem væri fjórfalt meira en um sama leyti í fyrra. „Veiðimenn háfa sagt mér að það sé kominn fiskur um allar ár og að hann sé mjög viljugur að taka.“ Fóru heim með 54 úr Norðurá Hátt í fjögur hundruð laxar eru nú komnir á land fyrir utan Stekkinn í Norðurá. Tólf stanga holl, sem hætti veiði á hádegi í gær eftir þrjá daga, fór lieim með 54 laxa, sem er besta veiði síðan áin opnaði í sumar. Haft er eftir veiðimönnum að laxinn sé um alla á og að hann taki grimmt eftir rigningarnar um helgina. „Ef meira rignir á næstu dögum verður veisla í Norðuránni," sagði Friðrik Stefánsson. Hann sagði að mik- ið hefði fengist af 8 til 10 punda laxi. Fiskur um allt í Soginu Mun betur hefur veiðst í Sog- inu það sem af er veiðitímanum nú en var á sama tíma í fyrra. Áin opnaði 21. júní og hafa síðan fengist einir fimmtíu laxar. Fiskur mun vera kominn í öll svæðin, Alviðru, Ásgarð, Bíldsfell og Syðri Brú. Er laxinn mun fyrr á ferðinni í Soginu en venja er til og hann er líka vænn, feitur og sællegur eftir góðan vetur í sjónum. ■ Meira en 800 fiskar eru komnir í gegnum teljarann í Elliðaánum, sem er fjórfalt á við það sem var í fyrra. 'a*3a+( Félagi foringi ■ Það hefur vakið athygli undanfarnar vikur aö Þjóð- viljinn hefur birt heilsíðu- greinar og lengri um heim- sóknir foringjans í hinar og þessar stofnanir. Frágangur skrifa þessara er allur á hinn sama veg og ef um heimsókn- ir þjóðhöfðingja væri að ræða og eru þær skrifaðar undir yfirskriftinni: „Svavar heimsækir......“ (nafn fyrirtækis). Þetta ku vera liður í „public relation" herferð Svavars og Alþýðubanda- lagsins, og mun Svavar hafa kallað til hina færustu menn í auglýsingabransanum til skrafs og ráðagerða. Þetta er sumsé fyrsti liðurinn í her- ferðinni, en kunnugir segja að með haustinu komi hcr- ferðin öll í ljós og þá verði ekki sparaðar kanónurnar. En sagan er ekki öll. Fiski- sagan segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Svavar fær sér svona almannatengsla- ráðgjöf, en gallinn sé að Svavar hefur sjálfur mjög ákveðnar hugmyndir um málið og ef ráðgjafarnir ætla að tolla í djobbinu þá er eins gott fyrir þá að vera sammála Svavari. Aðstoð við hvem? ■ Aðstoð við nauðstadda húsbyggjendur getur verið flóknara mál en margur gæti ætlað í fljótu bragði - það hafa bæði þeir sjálfir og pólu- tíkusarnir fengið að reyna á umliðnum mánuðum. Skyldu- sparnaður á „hátekjumenn" var meðal þeirra úrræða sem mikið var rætt um á tímabili í þessu sambandi, en hann gufaði síðan upp án mikilla skýringa. Það kom sem sé í ljós, þegar farið var að keyra „skyldusparnaðarprógramm- ið“ gegn um tölvurnar, að skyldusparnaOurmn mundi leggjast með tölu- verðum þunga á stóran hluta hinna nauðstöddu hús- byggjenda sjálfra, þ.e. ein- mitt þá sem bjarga átti með þessum aðgerðum. Niðurstaðan i þessu máli varð sem alþjóð veit að hækka verð á brennivíni og tóbaki, að hækka eignaskatta en þó fyrst og fremst að hækka söluskatt úr 24% upp í 25%, sem eitt og sér hækkar heimilisútgjöld vísi- tölufjölskyldunnar um rúmar 4.000 kr. á ári. Auk þess sem söluskatts- hækkunin bitnar með enn meiri þunga á húsbyggjend- ‘um þar sem hann leggst á allt byggingarefni, þýðir hækk- aður söluskattur hækkun á lánskjaravísitölu og þar með hækkun á allri skuldasúpu húsbyggjendanna sem er víst ærin fyrir. Peningana sem aflað er með söluskatts- hækkuninni á síðan að nota til að veita hinum skuldum vöfðu húsbyggjendum við- bótarlán og auka þar með skuldabyrðina enn frekar. Dropateljari veltir því nú fyr- ir sér hver/hvort einhver hafi haft eitthvað upp úr þessari flóknu „aðstoð".

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.