NT - 04.07.1985, Blaðsíða 23

NT - 04.07.1985, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 4. júlí 1985 23 ■ Ormarr Örlygsson lætur vaða en boltinn virðist hafa lent í Einari Einarssyni. NT-mynd: a Framarar óstöðvandi Vörn IBV svaf - meðan FH-ingar skoruðu mörkin Frá SigfÚM (iuðmundssyni. frcltamanni NT í Vestmannaeyjum: ■ FH-ingar voru sannarlega heppnir er þeir léku gegn 2. deildarliði ÍBV í Vestmanna- eyjum í gærkvöldi í bikarkeppn- inni. Vestmannaeyingarnir sóttu nær allan leikinn en vörnin var sofandi og því fór sem fór. Þá var Halldór Halldórsson nijög góður í marki FH og erfiður hjalli að yfirstíga. Fyrsta markið var FH-inga. Á 23. mínútu labbaði Ingi Björn í gegnum vörn ÍBV og skoraði örugglega. Á 26. mínútu gaf Ólafur Danivalsson góða send- ingu á Hörð Magnússon sem skoraði annað mark FH. Á 30. mínútu minnkaði Tómas Páls- son muninn. Hann fékk boltann rétt fyrir utan teig, snéri sér við og þrumaði bogabolta yfir Hall- dór og í bláhornið. Hörður Magnússon skapaði þriðja mark FH. Hann gaf á Jón Erling sem skallaði í netið. Hörður fiskaði víti á 82. mínútu sem Guð- mundur Hilmarsson skoraði ör- ugglega úr, 4-2. Þessi úrslit voru ekki í fullu samræmi við gang leiksins en vörn ÍBV var sofandi og það kann ekki góðri lukku að stýra. KA áf ram en Einherji út Einherji í 2-1 en KA vann 4-2 unnu Víking 4*3 eftir að hafa verið undir 0-2 og ■ Víkingar eru enn við sama heygarðshornið í knattspyrn- unni. Þeir hafa komist tveimur tii þremur mörkum yfir í síðustu leikjum en síðan tapað forskot- inuniður. Á þessu var engin breyting er liðið mætti Fram í 4. umferð bikarkeppninnar. Víkingur komst í 2-0 og síðan 3-1 en tapaði síðan 3-4 eftir framleng- ingu. „Það er sætt að vinna tvis- var upp tveggja marka mun og ég er mjög ánægður,“ sagði Ásgeir Elíasson þjálfari Fram eftir sigurinn á Víkingi. „Þeir skoruðu tvö falleg mörk úr tveimur sóknum í fyrri hálfleik en við gáfumst ekki upp og jöfnuðum tvisvar. Ég er hrædd- ur um að það hafi verið lítill karl inni í okkur flestum sem sagði að þessi leikur myndi verða léttari en aðrir þó við töluðum um annað,“ sagði Ásgeir enn- fremur og var að vonum ánægð- ur. Fram er þar með komið í 8 liða úrslit bikarkeppninnar. Færin í fyrri hálfleik voru ekkert sérstök framanaf. Þó komst Guðmundur Torfason einu sinnieinn innfyrir og lék á Jón Otta í marki Víkings en hann skaut þvert fyrir markið úr þröngu færi og varnarmennirnir hreinsuðu. Víkingar náðu for- ystunni á 23. mínútu. Markið kom upp úr engu eins og sagt er. Andri Marteinsson fékk bolt- ann rétt fyrir utan vítateig Fram og skaut gullfallegu skoti í blá- hornið á markinu. Óverjandi. Aðalsteinn Aðalsteinsson bætti öðru við fyrir Víking á 34. mínútu. Einar Einarsson gaf góða sendingu á hann upp hægri kantinn og Aðalsteinn skaut yfir Friðrik í marki Fram og í netið. Friðrik var ekki nógu vel staðsettur í þetta skiptið. Vík- ingar komnir í 2-0 og menn hugsuðu með sér: Fer þetta eins og vanalega hjá Víkingum? í seinni hálfleik fóru Framar- ar að vakna til lífsins. Leikurinn var góður hjá báðum liðum og færi á báða bóga. Til dæmis átti Ítalía: BoniektilRoma Gerði þriggja ára samning við liðið ■ Pólski landsliðsmaðurinn. í knattspyrnu, Zbigniew Boniek, sem spilaði með Juventus á ítal- íu hefur nú fært sig um set á Ítalíu. Hann hefur gert þriggja ára samning við Roma sem spilar í 1. deild. Roma hefur nú í sínum herbúðum tvo Brasi- líumenn, þá Falcao og Cerezo, en liðinu er aðeins leyft að spila með tvo útlendinga innanborðs. Það er því ljóst að annar Brass- anna verður að fara. Reyndar segir eitt stærsta íþróttablað Ítalíu, La Gazzetta Dello Sport, að liðið ætli að selja báða Brass- ana. Boniek hefur unnið til allra titla með Juventus og hann sagðist ekki hafa minnstu áhyggjur afþví aðfaratil Roma. „Það skiptir mig engu þótt þeir keppi ekki í Evrópukeppni á næsta ári,“ sagði kappinn á blaðamannafundi. Bursca til Auxerre ■ Ungverski landsliðsmaður- inn í knattspyrnu, Gyoso Bursca, skrifaði í fyrradag undir þriggja ára samning við franska 1. deildarliðið Auxerra. Bursca hefur leikið með Videoton undanfarin ár og var t. d. í liðinu sem komst í úrslit UEFA keppninnar nú í vor. Þá tapaði liðið fyrir Real Madrid. Bursca, sem er 31 árs, er sóknartengiliður og hefur leikið 20 landsleiki fyrir Ungverja- land. Hannermarksækinnmjög og skoraði 110 mörk í þeim 280 leikjum, sem hann lék með Videoton. Auxerre varð í 4. sæti í frönsku 1. deildinni s.l. keppn- istímabil og tekur þvf þátt í UEFA keppninni í haust. 1-3 Atli Einarsson skot í stöng á 58. mínútu. Enáól. mínútu minnk- uðu Framarar muninn. Ásgeir Elíasson gaf á Ómar Torfason á kantinum hægra megin og hann sendi á Guðmund Torfason sem skallaði glæsilega í bláhorn Vík- ingsmarksins, 2-1. Sex mínútum síðar bættu Víkingar við. Einar Einarsson tók innkast á móts við vítateigs- hornið hægra megin og kastaði inn í teiginn. Framarar voru að vandræðast við að hreinsa og Andri Marteinsson þakkaði fyr- ir sig og skoraði flott mark. * En Framarar sóttu látlítið eftir þetta og á 76. mínútu gaf Viðar Þorkelsson góðan bolta á Guðmund Torfason upp í vinstra horni. Guðmundur kom boltanum fyrir markið og þar var nafni hans Steinsson á rétt- um stað og þrumaði í netið. Jöfnunarmark Fram kom á 89. mínútu. Ormarr Örlygsson gaf fyrir, Ómar Torfason skall- aði fyrir fætur Guðmundar Torfasonar sem þrumaði við- stöðulaust í markið. Liðin fengu mörg færi áður en sigurmarkið kom á 112. mínútu. Þá var Guðmundur Steinsson felldur í vítateig Víkings og Þorvarður Björnsson dómari dæmdi víti. Guðmundur Torfason skoraði þriðja markið sitt úr vítinu. Framarar voru mun markviss- ari í leik sínum, sérstaklega í seinni hálfleik og framlenging- unni. Víkingar léku þó ágætlega en fengu ekki eins góð færi. Allt Framliðið var mjög gott og samleikurinn skemmtilegur. Þeir voru sterkari á miðjunni og áttu sigurinn skilinn. Frá Gylfa Krisljánssyni frcttamanni NT á Akureyri ■ KA tryggði sér rétt til að leika í 8 liða úrslitum bikar- keppni KSÍ í gærkveldi með því að leggja Einherja frá Vopna- firði að velli á Ákureyri með fjórum mörkum gegn tveimur. Staðan í hálfleik var þó 1-2 fyrir Einherja. KA komst í 1-0 á 6. mínútu. Jón Kristjánsson skallaði í slá eftir hornspyrnu og boltinn barst út á Bjarna Jónsson sem þrykkti í netið. Á 17. mínútu jöfnuðu Ein- herjar. Þeir léku laglega upp vinstri kant og boltanum var rennt út fyrir miðjan vítateig þar sem Baldur Kjartansson tók við honum og þrumaði glæsilega í markhornið neðst. Á 25. mín- útu náði Einherji forystunni með svipuðu rnarki nema hægra megin frá. Baldur skaut að þessu sinni í hornið efst. Einherji ætlaði greinilega að hanga á þessu í seinni hálfleik en það hefði hann ekki átt að gera. KA jafnaði 2-2 á 57. rnínútu. Tekin var aukaspyrna en Einherjar skölluðu frá. Þó ekki langt því Erlingur Krist- jánsson skallaði aftur upp að markinu og þar framlengdi Hinrik Þórhallsson boltann í netið með höfðinu. Á 76. mín- útu skoraði svo Jón Kristjáns- son eftir horn og síðasta markið kom á 87. mínútu og þar var Hinrik að verki öðru sinni. KA menn léku fallega upp miðjuna, Njáll renndi boltanum á Hinrik sem skoraði gott mark. Einherji fékk tækifæri til að ntinnka muninn á síðustu ntín- útu leiksins en Þorvaldur Ör- lygsson markvörður varði vel. Þorvaldur cr útileikmaður sem hleypur í skarðið fyrir Þorvald Jónsson. Svanhildur setti met ■ Svanhildur Kristjönsdóttir UMSK setti íslandsmct í 200m hlaupi á móti í Óðinsvéum í Danmörku í fyrradag. Svanhildur hljóp á 24,3 sek. og bætti met Oddnýjar Árnadóttur lítillega. Reynir vann Svarfdæli - með 3 mörkum í fyrri hálfleik ■ Einn leikur fór fram í 4. deild íslands- mótsins í knattspyrnu í fyrrakvöld. Þá vann Reynir Árskógsströnd Svarfdæli á Árskógs- strönd í D-riðli 3-0. Heimamenn voru ekki í vandræðum með að innbyrða enn einn sigurinn í riðlinum. Guðmundur Hermannsson, Haukur Snorra- son og Björn Friðþjófsson (víti), skoruðu mörk Reynis í fyrri hálfleik. I seinni hálfleik datt leikurinn nokkuð niður en Reynismenn náðu oft upp ágætis spili í þeim fyrri. Reynir og Hvöt eru nú efst og jöfn í riðlinum með 12 stig. Reynismenn hafa leikið fimm leiki en Hvöt sex. Við erum að vísu ekki famir að selja niðursuðuvörur á Mars eða Tunglinu en þú færð þær í öllum betri verslunum á íslandi! fr Kjötiðnaðaistöð KEA Jt Akureyri

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.