NT - 04.07.1985, Blaðsíða 24

NT - 04.07.1985, Blaðsíða 24
HRINGDU ÞÁ f SÍMA 60-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • iþróttir 686495 ■ Það var handagangur í oskjunni hjá löndunarkörlunum við Reykjavíkurhöfn í gær, þar sem þeir hömuðust við að landa um 250 tonnum af fiski úr togaranum i| Snorra Sturlusyni. Var því víst ekki nema við að búast að einhverjir kassar lentu um koll. Meira en helmingur aflans var þorskur, en af karfa og ufsa voru í kringum 50 tonn af hvorri tegund. Afgangurinn var blandaður afli. NT-mynd: Ari Kísilmálmverksmiðjan: ViðræðumviðElkem fram haldið í dag - ekki búist við neinum ákvörðunum að skýrast, og stefnt er að því, að endanleg afstaða þeirra liggi fyrir í september. Annað fyrirtæki, Rio Tinto Zinc frá Bretlandi, kemur einnig alvar- lega til greina sem hugsanlegur meðeigandi í kísilmálmverk- smiðju hér á landi, og var Geir A. Gunnlaugsson ytra fyrir skömmu í viðræðum við forráðamenn fyrir- tækisins. Rio Tinto menn eru að safna að sér upplýsingum um verk- smiðjuna hér á landi og ætti af- staða þeirra að skýrast síðar í þessum mánuði. Tvö fyrirtæki, sem íslendingar hafa átt í viðræðum við Voest Alpine frá Austurríki og Dow Corning frá Ameríku, eru ekki lengur inni í myndinni um hugsan- lega meðeigendur, og engar við- ræður við þau eru fyrirhugaðar. g Sg: ’g. gg||||gg|g W ■ Viðræðum við norska fyrir- tækið Elkem um byggingu kísil- málmverksmiðju á Islandi verður fram haldið í Reykjavík í dag. Að sögn Geirs A. Gunnlaugssonar framkvæmdastjóra Kísilmálm- vinnslunnar hf. munu viðræðurnar einkum snúast um staðsetningu verksmiðjunnar, markaðsmál, verð og afhendingu raforku. IElkem hefur fyrst og fremst áhuga á byggingu kísilmálmverk- smiðju á Grundartanga, þar sem fyrirtækið á þegar eignarhlut í járnblendiverksmiðjunni. ís- lenska samninganefndin er aftur á móti með staðsetningu á Reyðar- firði í huga. Norðmennirnir munu þó ekki hafa útilokað þann mögu- leika. Engar ákvarðanir verða teknar á fundinum í dag, en af- staða Elkem manna ætti eitthvað ESSOPOKINN OG I/ARAHLUTIRNIR TÍU Við fengum upplýsingarhjá vegaþjónustu FÍB um algengustu bilanatilfellin í bílum á vegum úti og settum síðan saman skrá yfir þá tíu hluti sem skynsamlegt er að hafa í farangrinum: 1. Viftureim 7. Ljósaperur 2. Kveikjulok 8. Öryggi 3. Hamar/þéttir 9. Einangrunar- 4. Platínur band 5. Límogbætur 10. Rafgeyma- 6. Kerti skór. Þetta eru litlir hlutir en samt nógu mikilvægir til þess, að ef þá vantar geta þeir sett stórt strik í ferða- áætlunina. Sýndu fyrirhyggju og vertu þér úti um þessa vara- hluti í bílinn þinn. Þú færð marga þeirra á bensínstöðv- um ESSO og þar færðu líka sérsniðinn og sterkan poka utan um þá alla: VARAHL UTAPOKA ESSO. Umferðarráö og FÍB óska þér góðrar ferðar AUK hf. 15.130

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.