NT - 04.07.1985, Blaðsíða 13

NT - 04.07.1985, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 4. júlí 1985 Wyman heldur 31 árs afmælið! ■ Sú var tíðin að hún var fræg og eftirsótt kvikmyndaleik- kona, og vann reyndar til Ósk- arsverðlauna einu sinni auk þess sem hún var tilnefnd til þeirra í þrjú önnur skipti. Síðan er mik- ið vatn runnið til sjávar og Jane Wyman heyrðist lítið nefnd á nafn lengi vel, nema hvað ein- hverja minnisgóða gamlingja rámaði í að hún myndi einhvern tíma hafa verið gift Ronald nokkrum Reagan, sem farinn var að láta að sér'kveða í pólitík. En Jane Wyman, sem kirkju- bækur segja vera orðna 71 árs gamla, hefur sýnt að hún hefur bein í nefinu, og hún hefur allt annað í hyggju en að falla í gleymsku og dá í augum al- mennings. Hún er nú ein eftir- sóttasta sjónvarpsstjarna Bandaríkjanna og reyndar vel þekkt hér á landi líka hjá mynd- bandaunnendum fyrir hlutverk sitt í þáttunum Falcon Crest, en þar leikur hún eitt af þeim harð- drægu skössum, sem svo vinsæl eru í bandarískum sjónvarps- þáttum um þessar mundir. Jane gengur því í endurnýjun lífdaganna þessa dagana, enda bauð hún vinum og veiunnurum til mikillar veislu hér um daginn, þar sem hún hélt 31 árs afmæli sitt hátíðlegt! Hvernig má það vera spurði fólk, þar sem hún hefur aldrei haldið því leyndu að fæðingardagur hennar er 4. janúar 1914. - Svarið er einfalt, segir Jane. - Ég tel mig hafa endurfæðst 29. mars 1954 þegar ég snerist til kaþólskrar trúar! Þá var Jane búin að gera ítrekaðar tilraunir til að höndla hjónabandsgæfuna. Fyrstu til- raunina gerði hún 1937, þegar hún gekk að eiga milljónamær- ing, en það hjónaband varð ekki langlíft, því lauk eftir 2 ár. Næstur í röðinni var ungur og óþekktur Ieikari, Ronald Reag- an, sem hún giftist 1940. Þau eignuðust saman dótturina Maureen, sem upp á síðkastið hefur verið að vasast í pólitík. Eftir 8 ár var svo komið að Jane var orðin stórstjarna í kvik- myndunum, en Ronald hafði ekki vegnað eins vel á þeim vett- vangi. fstaðinn sneri hann sér í sífellt auknum mæli að stjórn- málaþátttöku og skildu leiðir þeirra endanlega árið 1948. Árið 1948 giftist hún svo hljóm- sveitarstjóranum Freddy Kar- ger og sama ár gekk Ronald Reagan að eiga Nancy Davis. Sem kunnugt er hefur hjóna- band þeirra Reagan-hjóna gengið með ágætum, en öðru máli gegnir um hjónabandstil- raun Jane. Hún fór innan skamms út um þúfur, en þó lifði eitthvað lengur í gömlum glæðum, því að þau Jane og Freddy gerðu aðra tilraun síðar, sem þó fór á sama veg og sú fyrri. Sennilega hefur kaþólskan fært Jane þann frið, sem hún hafði lengi leitað að og því ekki að ástæðulausu að hún sér ástæðu til að halda þann dag há- tíðlegan þegar hún öðlaðist trúna. ■ Jane Wyman bý nú ein síns liðs á Kaliforníuströnd og unir hag sínum vel. ■ Moore sem ívar Hlújárn 1958 (t.v.) og í hlutverki „Dýrlingsins“ (t.h.) - en fyrir neðan sjáum við James Bond í nýjustu myndinni „A View to A Kill“ með Tanya Roberts og Grace Jones. ■ Þau þóttu eitt glæsllegasta par Hollywood fyrir 40 árum. Jane Wyman og Ronald Reagan áttu saman dótturina Maur- een. 13

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.